Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2023 22:07 „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. Líkt og fjallað var um í fréttum í gær staðfesti heilbrigðisráðuneytið á dögunum ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni hér á landi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Umræddur læknir er talinn hafa ávísað yfir tveimur kílóum af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Fréttstofa hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um málefni vímuefnaneytenda og baráttu þeirra við að komast í svokallaða skömmtun, sem felur i sér að fá uppáskrifuð lyf frá lækni til að þurfa ekki að útvega þau á svörtum markaði. Margir sem háðir eru morfínlyfjum ganga lækna á milli og vonast til að einhver skrifi á lyf fyrir sig, sem vissulega sumir gera í óleyfi.Heilbrigðisráðherra sagði í mars að þetta fyrirkomulag væri ótækt fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn og að hann teldi þörf á svokallaðri morfínklíník. Þessu er Margrét Ólafía Tómasóttir, formaður félags íslenskra heimilislækna sammála en hún telur að gott væri ef læknar gætu vísað sjúklingum á slíkan stað. „Oft er það einmitt samtalið um hvenær er meðferð orðin vegna fíknar og hvenær er hún í raunverulegum læknisfræðilegum tilgangi. Það er oft erfitt að sjá og læknar oft í samtali við sjúklinga ragir við að bera það upp eða skjólstæðingar eru ekki sammála því að um fíknivanda sé að ræða,“ segir Margrét. 40% heimilislækna orðið fyrir ógnunum Niðurstöður rannsóknar sem félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi á síðasta ári leiddu í ljós að 40 % heimilislækna hafi orðið fyrir ógnunum í starfi og algengasta ástæðan væri varðandi lyfjaávísanir. „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét. Margrét segir fíkn klárlega vera heilbrigðisvandamál, af hvaða toga sem hún er. Hvort hún eigi heima á borði heimilislækna eða í sérstökum úrræðum sé hinsvegar önnur spurning. Vísir/Egill Margrét segir samband læknis og skjólstæðings geta verið mjög flókið. „Það getur verið langvarandi, það eru ýmis vandamál sem skjólstæðingar er að glíma við og eitthvað sem byrjar sem lausnamiðuð meðferð getur flækst og orðið eitthvað sem það átti ekki að verða í upphafi. Ég held að enginn læknir ætli sér að skaða skjólstæðinginn sinn.“ „Og þegar það gerist er gott að það sé virkt eftirlitskerfi sem tekur fram fyrir hendurnar á lækninum og hjálpar bæði lækninum og skjólstæðingnum að takast á við þann vanda sem hefur orðið. Við fögnum þessu eftirlitskerfi og það er í raun mjög mikilvægt fyrir okkar starfstétt.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Líkt og fjallað var um í fréttum í gær staðfesti heilbrigðisráðuneytið á dögunum ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni hér á landi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Umræddur læknir er talinn hafa ávísað yfir tveimur kílóum af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Fréttstofa hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um málefni vímuefnaneytenda og baráttu þeirra við að komast í svokallaða skömmtun, sem felur i sér að fá uppáskrifuð lyf frá lækni til að þurfa ekki að útvega þau á svörtum markaði. Margir sem háðir eru morfínlyfjum ganga lækna á milli og vonast til að einhver skrifi á lyf fyrir sig, sem vissulega sumir gera í óleyfi.Heilbrigðisráðherra sagði í mars að þetta fyrirkomulag væri ótækt fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn og að hann teldi þörf á svokallaðri morfínklíník. Þessu er Margrét Ólafía Tómasóttir, formaður félags íslenskra heimilislækna sammála en hún telur að gott væri ef læknar gætu vísað sjúklingum á slíkan stað. „Oft er það einmitt samtalið um hvenær er meðferð orðin vegna fíknar og hvenær er hún í raunverulegum læknisfræðilegum tilgangi. Það er oft erfitt að sjá og læknar oft í samtali við sjúklinga ragir við að bera það upp eða skjólstæðingar eru ekki sammála því að um fíknivanda sé að ræða,“ segir Margrét. 40% heimilislækna orðið fyrir ógnunum Niðurstöður rannsóknar sem félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi á síðasta ári leiddu í ljós að 40 % heimilislækna hafi orðið fyrir ógnunum í starfi og algengasta ástæðan væri varðandi lyfjaávísanir. „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét. Margrét segir fíkn klárlega vera heilbrigðisvandamál, af hvaða toga sem hún er. Hvort hún eigi heima á borði heimilislækna eða í sérstökum úrræðum sé hinsvegar önnur spurning. Vísir/Egill Margrét segir samband læknis og skjólstæðings geta verið mjög flókið. „Það getur verið langvarandi, það eru ýmis vandamál sem skjólstæðingar er að glíma við og eitthvað sem byrjar sem lausnamiðuð meðferð getur flækst og orðið eitthvað sem það átti ekki að verða í upphafi. Ég held að enginn læknir ætli sér að skaða skjólstæðinginn sinn.“ „Og þegar það gerist er gott að það sé virkt eftirlitskerfi sem tekur fram fyrir hendurnar á lækninum og hjálpar bæði lækninum og skjólstæðingnum að takast á við þann vanda sem hefur orðið. Við fögnum þessu eftirlitskerfi og það er í raun mjög mikilvægt fyrir okkar starfstétt.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira