Miami Heat og Minnesota Timberwolves í úrslitakeppnina Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 09:30 Jimmy Butler og Coby White heilsast að leik loknum í nótt. Vísir/Getty Miami Heat og Minnesota Timberwolves tryggðu sér síðustu sætin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigrum í umspili í nótt. Síðustu leikir umspilsins um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt en úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld. Miami Heat tryggði sér síðasta sætið í Austurdeild og Minnesota Timberwolves í Vesturdeild. Miami Heat endaði deildakeppnina í sjöunda sæti og hafði beðið lægri hlut gegn Atlanta Hawks í fyrri umspilsleiknum en Bulls hafði tryggt sér sæti í leiknum gegn Miami Heat með því að slá Toronto Raptors úr leik. JIMMY BUCKETS 31 points4 rebounds3 assistsMiami moves on to battle the Bucks in Round 1 of the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel : Sunday | 5:30pm/et | TNT pic.twitter.com/j9VSDcArVW— NBA (@NBA) April 15, 2023 Leikurinn í nótt var jafn og spennandi. Miami hafði yfirhöndina framan af og leiddi 49-44 í hálfleik. Góður kafli Bulls í þriðja leikhluta kom þeim í forystuna og þeir náðu mest sex stiga forskoti í lokafjórðungnum. Þá tók Jimmy Butler til sinna mála. Hann kom Miami Heat aftur á beinu brautina en hann skoraði 22 stig í síðari hálfleiknum. Þriggja stiga karfa frá Max Strus kom Miami fimm stigum yfir þegar lítið var eftir og það var of mikið fyrir lið Chicago. Miami Heat vann að lokum 102-91 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta liði Milwaukee Bucks. Max Strus dropped 31 PTS and 7 3PM to help Miami secure the must-win W! This shot from deep in crunchtime is tonight's X-Factor moment #HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/fnnHCFA3Cq— NBA (@NBA) April 15, 2023 Jimmy Butler og Max Strus voru stigahæstir hjá Miami Heat með 31 stig en DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls sem eru komnir í sumarfrí. Í hinum leik umspilsins tók Minnesota Timberwolves á móti Oklahoma City Thunder. Timberwolves höfðu tapað fyrir Los Angeles Lakers í fyrri leik umspilskeppninnar en Oklahoma slegið út lið New Orleans Pelicans. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náði Minnesota Timberwolves ágætu áhlaupi og leiddi með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 57-47. Þeir héldu síðan frumkvæðinu eftir hlé, voru komnir sautján stigum yfir fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir síðan gengu frá leiknum. KAT showed out as the Timberwolves secured the West's #8 seed 28 PTS11 REB3 AST3 BLKMinnesota will face Denver in Round 1 : Game 1 | Sunday | 10:30pm/et | TNT pic.twitter.com/WNrDhRbTFn— NBA (@NBA) April 15, 2023 Lokatölur 120-95 og Timberwolves mætir liði Denver Nuggets í úrslitakeppninni en Nuggets varð meistari Vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Timberwolves í nótt en Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur hjá Oklahoma City Thunder með 22 stig. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld verður leikur Boston Celtics og Atlanta Hawks sýndur beint klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 3. NBA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Sjá meira
Síðustu leikir umspilsins um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt en úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld. Miami Heat tryggði sér síðasta sætið í Austurdeild og Minnesota Timberwolves í Vesturdeild. Miami Heat endaði deildakeppnina í sjöunda sæti og hafði beðið lægri hlut gegn Atlanta Hawks í fyrri umspilsleiknum en Bulls hafði tryggt sér sæti í leiknum gegn Miami Heat með því að slá Toronto Raptors úr leik. JIMMY BUCKETS 31 points4 rebounds3 assistsMiami moves on to battle the Bucks in Round 1 of the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel : Sunday | 5:30pm/et | TNT pic.twitter.com/j9VSDcArVW— NBA (@NBA) April 15, 2023 Leikurinn í nótt var jafn og spennandi. Miami hafði yfirhöndina framan af og leiddi 49-44 í hálfleik. Góður kafli Bulls í þriðja leikhluta kom þeim í forystuna og þeir náðu mest sex stiga forskoti í lokafjórðungnum. Þá tók Jimmy Butler til sinna mála. Hann kom Miami Heat aftur á beinu brautina en hann skoraði 22 stig í síðari hálfleiknum. Þriggja stiga karfa frá Max Strus kom Miami fimm stigum yfir þegar lítið var eftir og það var of mikið fyrir lið Chicago. Miami Heat vann að lokum 102-91 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta liði Milwaukee Bucks. Max Strus dropped 31 PTS and 7 3PM to help Miami secure the must-win W! This shot from deep in crunchtime is tonight's X-Factor moment #HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/fnnHCFA3Cq— NBA (@NBA) April 15, 2023 Jimmy Butler og Max Strus voru stigahæstir hjá Miami Heat með 31 stig en DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls sem eru komnir í sumarfrí. Í hinum leik umspilsins tók Minnesota Timberwolves á móti Oklahoma City Thunder. Timberwolves höfðu tapað fyrir Los Angeles Lakers í fyrri leik umspilskeppninnar en Oklahoma slegið út lið New Orleans Pelicans. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náði Minnesota Timberwolves ágætu áhlaupi og leiddi með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 57-47. Þeir héldu síðan frumkvæðinu eftir hlé, voru komnir sautján stigum yfir fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir síðan gengu frá leiknum. KAT showed out as the Timberwolves secured the West's #8 seed 28 PTS11 REB3 AST3 BLKMinnesota will face Denver in Round 1 : Game 1 | Sunday | 10:30pm/et | TNT pic.twitter.com/WNrDhRbTFn— NBA (@NBA) April 15, 2023 Lokatölur 120-95 og Timberwolves mætir liði Denver Nuggets í úrslitakeppninni en Nuggets varð meistari Vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Timberwolves í nótt en Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur hjá Oklahoma City Thunder með 22 stig. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld verður leikur Boston Celtics og Atlanta Hawks sýndur beint klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 3.
NBA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Sjá meira