Rory skrópaði og varð af 400 milljónum króna Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 15:00 Það gekk ekki vel hjá Rory McIlroy á Masters mótinu. Vísir/Getty Rory McIlroy á ekki sjö dagana sæla. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters mótinu í golfi um páskahelgina og skróp á RBC mótinu sem hófst á fimmtudag kostar hann stórar upphæðir. Rory McIlroy freistaði þess á Masters mótinu að ná svokallaðri alslemmu í golfheiminum, það er að vinna sigur á öllum fjórum risamótunum í golfi. Hann vann sigur á US Open árið 2011, PGA meistaramótinu bæði 2012 og 2014 og á opna breska meistaramótinu árið 2013. Masters er því eina risamótið sem hann hefur ekki unnið sigur á. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á Augusta vellinum og lauk því keppni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þetta virðist hafa slegið McIlroy niður á jörðina því hann mætti ekki til leiks á RBC Classic mótinu sem hófst á fimmtudag. McIlroy var skráður til leiks en ákvað að draga sig úr keppni en mótið fer fram á Town Golf Links vellinum í Suður Karólínu. The PGA Tour is docking Rory McIlroy $3 million of the $12 million he earned from the Player Impact Program (PIP) last year amid his decision to withdraw from RBC Heritage.It's been a rough start to the 2023 Golf Season for Rory.— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) April 13, 2023 Þessi ákvörðun reyndist hins vegar ansi dýr fyrir Norður-Írann. Samkvæmt reglum PGA mótaraðarinnar sem tóku gildi í fyrra má enginn golfari missa af meira en einni keppni í efri flokki. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem McIlroy dregur sig úr slíkri keppni og því refsing óumflýjanleg. Refsingin er í formi peninga sem dregnir verða af þeim bónus sem greiddir eru til vinsælustu leikmannanna á mótaröðinni. Í vikunni var sá bónus McIlroy kominn í nærri 1,6 milljarða króna en nú verða nærri 400 milljónir dregnar af þeirri upphæð. Félagar hans á mótaröðinni virðast þó ekki vorkenna McIlroy neitt sérstaklega. „Rory var í fararbroddi þeirra sem vildu fá þessar breytingar í gegn og var með í ráðum þegar þeim var breytt. Hann þekkir þær vel og vissi við hverju var að búast. Hann á það mikið af peningum að honum er sama um þrjár milljónir dollara,“ sagði Joel Dahmen í viðtali við Sports Illustrated. Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy freistaði þess á Masters mótinu að ná svokallaðri alslemmu í golfheiminum, það er að vinna sigur á öllum fjórum risamótunum í golfi. Hann vann sigur á US Open árið 2011, PGA meistaramótinu bæði 2012 og 2014 og á opna breska meistaramótinu árið 2013. Masters er því eina risamótið sem hann hefur ekki unnið sigur á. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á Augusta vellinum og lauk því keppni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þetta virðist hafa slegið McIlroy niður á jörðina því hann mætti ekki til leiks á RBC Classic mótinu sem hófst á fimmtudag. McIlroy var skráður til leiks en ákvað að draga sig úr keppni en mótið fer fram á Town Golf Links vellinum í Suður Karólínu. The PGA Tour is docking Rory McIlroy $3 million of the $12 million he earned from the Player Impact Program (PIP) last year amid his decision to withdraw from RBC Heritage.It's been a rough start to the 2023 Golf Season for Rory.— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) April 13, 2023 Þessi ákvörðun reyndist hins vegar ansi dýr fyrir Norður-Írann. Samkvæmt reglum PGA mótaraðarinnar sem tóku gildi í fyrra má enginn golfari missa af meira en einni keppni í efri flokki. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem McIlroy dregur sig úr slíkri keppni og því refsing óumflýjanleg. Refsingin er í formi peninga sem dregnir verða af þeim bónus sem greiddir eru til vinsælustu leikmannanna á mótaröðinni. Í vikunni var sá bónus McIlroy kominn í nærri 1,6 milljarða króna en nú verða nærri 400 milljónir dregnar af þeirri upphæð. Félagar hans á mótaröðinni virðast þó ekki vorkenna McIlroy neitt sérstaklega. „Rory var í fararbroddi þeirra sem vildu fá þessar breytingar í gegn og var með í ráðum þegar þeim var breytt. Hann þekkir þær vel og vissi við hverju var að búast. Hann á það mikið af peningum að honum er sama um þrjár milljónir dollara,“ sagði Joel Dahmen í viðtali við Sports Illustrated.
Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira