Enski boltinn

Aston Villa fór illa með Newcastle

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ollie Watkins hefur heldur betur verið á skotskónum síðustu vikurnar.
Ollie Watkins hefur heldur betur verið á skotskónum síðustu vikurnar. Vísir/Getty

Aston Villa vann öruggan 3-0 sigur á Newcastle þegar liðin mættust í fyrsta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú rétt áðan.

Fyrir leikinn í dag var Newcastle í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar en Aston Villa í sjötta sætinu. Þjálfararnir Eddie Howe og Unai Emery hafa báðir verið að gera frábæra hluti með sín lið og var búist við áhugaverðum slag í Birmingham í dag.

Það þó heimamenn í Villa sem stálu senunni. Jacob Ramsey kom þeim yfir strax á 11. mínútu leiksins eftir sendingu Ollie Watkins og í síðari hálfleik bætti Watkins sjálfur við tveimur mörkum.

Hann skoraði fyrst á 64. mínútu eftir sendingu Alex Moreno og kom Villa síðan í 3-0 á 83. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu Ramsey. Hann var óheppinn að ná ekki þrennunni en eitt mark var dæmt af vegna rangstöðu.

Lokatölur 3-0 og Aston Villa nú aðeins þremur stigum á eftir Tottenham Hotspur sem er í fimmta sæti deildarinnar. Spurs á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×