Tap hjá Golden State í fyrsta leik úrslitakeppninnar Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2023 09:30 Steph Curry ósáttur með dóm gegn Sacramento Kings í nótt og fær að heyra það frá stuðningsmönnum heimaliðsins. Vísir/Getty Meistarar Golden State Warriors töpuðu gegn nágrönnum sínum í Sacramento Kings þegar liðin mættust í fyrsta leik einvígis liðanna í Vesturdeildinni í nótt. Boston Celtics og Philadelphia 76´ers unnu þægilega sigra. Golden State Warriors hefur sýnt misjafnar frammistöður í vetur og enduðu í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en deildakeppni NBA-deildarinnar lauk í vikunni. Sacramento Kings hafa hins vegar verið flottir í vetur og náðu þriðja sætinu og eiga því heimaleikjaréttinn gegn Warriors. Leikur liðanna í nótt var jafn og spennandi. Golden State leiddi 61-55 í hálfleik og náðu mest tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta. Lið Sacramento kom hins vegar til baka og í fjórða leikhluta skiptust liðin á að hafa forystuna. Heimamenn komust sex stigum yfir í stöðunni 122-116 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en karfa frá Steph Curry sá til þess að aðeins munaði einu stigi með 47,9 sekúndur á klukkunni. Only words... #PLAYOFFMODE 2.9 left in Game 1.Warriors ball.GET TO ABC. pic.twitter.com/W8FxNkU44V— NBA (@NBA) April 16, 2023 Andrew Wiggins klikkaði síðan á galopnu þriggja stiga skoti þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Warriors neyddust til að senda Malik Monk á vítalínuna þar sem hann kom Sacramento þremur stigum yfir með tæpar þrjár sekúndur eftir. Það var ekki nóg fyrir Warriors til að jafna þrátt fyrir ágætt tækifæri fyrir Curry og Sacramento fagnaði góðum sigri og forystunni í einvíginu. De´Aron Fox og Malik Monk voru allt í öllu í sóknarleik Sacramento í nótt. Fox skoraði 38 stig og Monk 32. Hjá Golden State skoraði Steph Curry 30 stig og Klay Thompson skoraði 21. JALEN BRUNSON.CLUTCH.He puts the Knicks up 4 with 35.4 left in Game 1 on ESPN!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/4yUGJ2yCnn— NBA (@NBA) April 16, 2023 New York Knicks hóf úrslitakeppnina á sigri en liðið vann góðan útisigur á Cleveland Cavaliers 101-97. Jalen Brunson skoraði 27 stig fyrir Knicks og þar af 21 í seinni hálfleik en Donovan Mitchell var magnaður hjá Clevland með 38 stig, 8 stoðsendingar og 4 fráköst. Quentin Grimes ísaði leikinn af vítalínunni með örfáar sekúndur eftir og kom þá Knicks fjórum stigum yfir sem var of mikið fyrir Cleveland. Þægilegt hjá Boston og 76´ers Í Boston unnu heimamenn nokkuð þægilegan 112-99 sigur á Atlanta Hawks sem komst í úrslitakeppnina í gegnum umspil. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stiga- og frákastahæstir í liði Boston sem lenti í öðru sæti Austurdeildarinnar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta sem saknaði meira framlags frá stjörnuleikmanni sínum Trae Young en hann hitti aðeins úr fimm af átján skotum sínum í leiknum. DENIED BY JOEL EMBIID!4Q of 76ers/Nets underway on ESPN pic.twitter.com/8KOufscRVe— NBA (@NBA) April 15, 2023 Þá vann Philadelphia 76´ers tuttugu stiga sigur á Brooklyn Nets en liðin lentu í þriðja og sjötta sæti Austurdeildarinnar. Philadelphia var með þægilega forystu allan fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með níu stigum í hálfleik. Lokatölur 121-101 og það var að sjálfsögðu Joel Embiid sem var stigahæstur hjá 76´ers með 26 stig og James Harden kom næstur með 23 stig. Mikal Bridges var langstigahæstur hjá Brooklym með 30 stig. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Golden State Warriors hefur sýnt misjafnar frammistöður í vetur og enduðu í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en deildakeppni NBA-deildarinnar lauk í vikunni. Sacramento Kings hafa hins vegar verið flottir í vetur og náðu þriðja sætinu og eiga því heimaleikjaréttinn gegn Warriors. Leikur liðanna í nótt var jafn og spennandi. Golden State leiddi 61-55 í hálfleik og náðu mest tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta. Lið Sacramento kom hins vegar til baka og í fjórða leikhluta skiptust liðin á að hafa forystuna. Heimamenn komust sex stigum yfir í stöðunni 122-116 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en karfa frá Steph Curry sá til þess að aðeins munaði einu stigi með 47,9 sekúndur á klukkunni. Only words... #PLAYOFFMODE 2.9 left in Game 1.Warriors ball.GET TO ABC. pic.twitter.com/W8FxNkU44V— NBA (@NBA) April 16, 2023 Andrew Wiggins klikkaði síðan á galopnu þriggja stiga skoti þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Warriors neyddust til að senda Malik Monk á vítalínuna þar sem hann kom Sacramento þremur stigum yfir með tæpar þrjár sekúndur eftir. Það var ekki nóg fyrir Warriors til að jafna þrátt fyrir ágætt tækifæri fyrir Curry og Sacramento fagnaði góðum sigri og forystunni í einvíginu. De´Aron Fox og Malik Monk voru allt í öllu í sóknarleik Sacramento í nótt. Fox skoraði 38 stig og Monk 32. Hjá Golden State skoraði Steph Curry 30 stig og Klay Thompson skoraði 21. JALEN BRUNSON.CLUTCH.He puts the Knicks up 4 with 35.4 left in Game 1 on ESPN!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/4yUGJ2yCnn— NBA (@NBA) April 16, 2023 New York Knicks hóf úrslitakeppnina á sigri en liðið vann góðan útisigur á Cleveland Cavaliers 101-97. Jalen Brunson skoraði 27 stig fyrir Knicks og þar af 21 í seinni hálfleik en Donovan Mitchell var magnaður hjá Clevland með 38 stig, 8 stoðsendingar og 4 fráköst. Quentin Grimes ísaði leikinn af vítalínunni með örfáar sekúndur eftir og kom þá Knicks fjórum stigum yfir sem var of mikið fyrir Cleveland. Þægilegt hjá Boston og 76´ers Í Boston unnu heimamenn nokkuð þægilegan 112-99 sigur á Atlanta Hawks sem komst í úrslitakeppnina í gegnum umspil. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stiga- og frákastahæstir í liði Boston sem lenti í öðru sæti Austurdeildarinnar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta sem saknaði meira framlags frá stjörnuleikmanni sínum Trae Young en hann hitti aðeins úr fimm af átján skotum sínum í leiknum. DENIED BY JOEL EMBIID!4Q of 76ers/Nets underway on ESPN pic.twitter.com/8KOufscRVe— NBA (@NBA) April 15, 2023 Þá vann Philadelphia 76´ers tuttugu stiga sigur á Brooklyn Nets en liðin lentu í þriðja og sjötta sæti Austurdeildarinnar. Philadelphia var með þægilega forystu allan fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með níu stigum í hálfleik. Lokatölur 121-101 og það var að sjálfsögðu Joel Embiid sem var stigahæstur hjá 76´ers með 26 stig og James Harden kom næstur með 23 stig. Mikal Bridges var langstigahæstur hjá Brooklym með 30 stig.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira