„Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 07:00 Lærisveinar Ten Hag spiluðu vel um helgina. EPA-EFE/Peter Powell Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með 2-0 sigur sinna manna á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Hann var spurður út í meiðslakrísu liðsins en Rauðu djöflarnir voru án sjö leikmanna í Skírisskógi. Man United lék einkar vel gegn nýliðunum sem hafa verið nokkuð öflugur á heimavelli. Ten Hag þurfti að breyta töluvert frá svekkjandi 2-2 jafntefli Man Utd og Sevilla á fimmtudaginn var. „Góður sigur. Virkilega einbeitt frammistaða frá upphafi til enda,“ sagði Ten Hag um sigur sunnudagsins. Miðverðirnir Raphaël Varane og Lisandro Martínez byrjuðu báðir gegn Sevilla en fóru meiddir af velli. Vitað er að Martínez verði ekki meira með á leiktíðinni, mögulega er sömu sögu að segja af Varane. Not the way I imagined what's been a very special season would end, but sometimes we face obstacles along the way that we have to overcome to make us stronger and we learn from them. pic.twitter.com/vVUa8elAK9— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) April 15, 2023 Þá eru vinstri bakverðirnir Luke Shaw og Tyrell Malacia meiddir. Ten Hag var samt sáttur með vörnina: „Mjög góð, og örugg, frammistaða frá öllum á vellinum. Miðverðirnir tengdu vel saman, bakverðirnir voru frábærir bæði með og án bolta. Harry Maguire og Victor Lindelöf voru mjög öflugir.“ Marcus Rashford var einnig fjarverandi vegna meiðsla ásamt ungstirninu Alejandro Garnacho. Þá meiddist Marcel Sabitzer í upphitun. „Sabitzer fann fyrir einhverju í upphituninni. Við ákváðum að taka ekki áhættuna, við finnum út á morgun [í dag] hvað var að angra hann. Þegar þú ert með [Christian] Eriksen á bekknum þá er það ekki ókostur að setja hann inn á.“ Að endingu var Ten Hag spurður um meiðslin sem herja á Man United þessa dagana. „Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir. Við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Við erum enn í þremur keppnum og þurfum alla leikmennina okkar til að mynda topplið.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Man United lék einkar vel gegn nýliðunum sem hafa verið nokkuð öflugur á heimavelli. Ten Hag þurfti að breyta töluvert frá svekkjandi 2-2 jafntefli Man Utd og Sevilla á fimmtudaginn var. „Góður sigur. Virkilega einbeitt frammistaða frá upphafi til enda,“ sagði Ten Hag um sigur sunnudagsins. Miðverðirnir Raphaël Varane og Lisandro Martínez byrjuðu báðir gegn Sevilla en fóru meiddir af velli. Vitað er að Martínez verði ekki meira með á leiktíðinni, mögulega er sömu sögu að segja af Varane. Not the way I imagined what's been a very special season would end, but sometimes we face obstacles along the way that we have to overcome to make us stronger and we learn from them. pic.twitter.com/vVUa8elAK9— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) April 15, 2023 Þá eru vinstri bakverðirnir Luke Shaw og Tyrell Malacia meiddir. Ten Hag var samt sáttur með vörnina: „Mjög góð, og örugg, frammistaða frá öllum á vellinum. Miðverðirnir tengdu vel saman, bakverðirnir voru frábærir bæði með og án bolta. Harry Maguire og Victor Lindelöf voru mjög öflugir.“ Marcus Rashford var einnig fjarverandi vegna meiðsla ásamt ungstirninu Alejandro Garnacho. Þá meiddist Marcel Sabitzer í upphitun. „Sabitzer fann fyrir einhverju í upphituninni. Við ákváðum að taka ekki áhættuna, við finnum út á morgun [í dag] hvað var að angra hann. Þegar þú ert með [Christian] Eriksen á bekknum þá er það ekki ókostur að setja hann inn á.“ Að endingu var Ten Hag spurður um meiðslin sem herja á Man United þessa dagana. „Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir. Við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Við erum enn í þremur keppnum og þurfum alla leikmennina okkar til að mynda topplið.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira