Stjarnan er aftur komin í fremstu röð eftir stórgott tímabil í fyrra. Ein dáðasta dóttir félagsins er snúin aftur í Garðabæinn og hún ætlar að koma liðinu á toppinn. Gengið á undirbúningstímabilinu lofar góðu. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst í dag, þann 25. apríl, með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Stjarnan endi í 1. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og verði Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sjö ár. Stjarnan Ár í deildinni: 32 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistari (síðast 2016) Best í bikar: Þrisvar sinnum bikarmeistari (síðast 2015) Sæti í fyrra: 2. Þjálfari: Kristján Guðmundsson (5. tímabil) Markahæst í fyrra: Jasmín Erla Ingadóttir, 11 mörk Síðasta tímabil var frábært í Garðabænum, það besta frá Íslandsmeistaraárinu 2016. Stjörnukonur voru í baráttu við Blika um 2. sætið, unnu hana á endanum og tryggðu sér Evrópusæti. Stjarnan hefur bætt sig á hverju tímabili eftir að Kristján Guðmundsson tók við liðinu fyrir tímabilið 2019. Og ef Garðbæingar bæta stöðu sína í Bestu deildinni frá síðasta tímabili þýðir það að þeir standa uppi sem Íslandsmeistarar í haust. Það hlýtur allavega að vera stefnan í Garðabænum. Hjónin Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod með meistarabikarinn. Sú síðarnefnda tryggði Stjörnukonum hann með því að verja síðustu spyrnu Valskvenna í vítakeppninni í leiknum fyrir viku.vísir/hulda margrét Stjarnan missti vissulega Katrínu Ásbjörnsdóttur sem skoraði níu mörk á síðasta tímabili en liðið virðist samt vera sterkara en í fyrra. Munar þar mestu um heimkomu Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Hún er komin aftur í Bestu deildina eftir tíu farsæl ár í atvinnumennsku. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikil búbót Gunnhildur er fyrir Stjörnuna enda hundrað landsleikja kona og einn öflugasti leikmaður Íslands síðustu fimmtán árin eða svo. Mikil kraftur og meðbyr ætti að fylgja hinni mjög svo drífandi Gunnhildi og vonandi eykur hún áhuga Garðbæinga á liðinu sínu. Eftir nokkur uppbyggingarár er Stjarnan aftur komin í fremstu röð og Garðbæingar mæta stórhuga og sterkir til leiks í sumar. Gengið á undirbúningstímabilinu lofar allavega góðu en Stjarnan vann bæði Lengjubikarinn og Meistarakeppnina, þótt þær hafi vissulega þurft vítaspyrnukeppnir til. Verður 2023 ár Stjörnukvenna? Ekki veðja gegn því. Liðið og lykilmenn Stjarnan teflir fram svipuðu liði og vann til silfurverðlauna á síðasta tímabili. Garðbæingar munu sakna Katrínar og markanna níu sem hún skoraði í fyrra og þá var Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í nokkuð stóru hlutverki. Snædís María Jörundsdóttir, ein af stjörnum U-19 ára landsliðsins, er komin aftur til Stjörnunnar, reynslunni ríkari eftir dvöl hjá Keflavík og hún verður væntanlega í byrjunarliðinu. Þá er hin nýsjálenska Betsy Hassett komin aftur í Garðabæinn og hún eykur breiddina verulega hjá Stjörnunni. grafík/bjarki Miðjan var sterk hjá Stjörnunni og ekki veiktist hún með tilkomu Gunnhildar Yrsu og Andreu Mistar Pálsdóttur. Þær tvær og Heiða Ragney Viðarsdóttir mynda gríðarlega öfluga Stjörnumiðju sem ætti að standa öllum öðrum miðjum deildarinnar framar þegar kemur að krafti og hlaupagetu. Þeim til halds og trausts er svo Grindvíkingurinn Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir. Komnar: Betsy Hassett frá Wellington Phoenix Eyrún Vala Harðardóttir frá Augnabliki Erin McLeod frá Orlando Pride Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir frá Orlando Pride Andrea Mist Pálsdóttir frá Þór/KA Farnar: Birta Guðlaugsdóttir í Val Chanté Sandiford í Grindavík Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í FH Katrín Ásbjörnsdóttir í Breiðablik Í framlínunni mun mikið mæða á Jasmín Erlu Ingadóttur, markahæsta leikmanni Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Annar leikmaður sem blómstraði á síðasta tímabili, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, þarf að taka annað skref fram á við svo Stjarnan verði í titilbaráttu. Nýsjálendingurinn Betsy Hassett verður svo líka væntanlega í stóru hlutverki. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) Vörn Stjörnunnar er svipuð og á síðasta tímabili en stærsta ákvörðun Kristjáns snýr að markinu. Treystir hann á kanadíska Ólympíumeistarann Erin McLeod sem fylgdi Gunnhildi Yrsu í Garðabæinn eða Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Erin byrjaði úrslitaleik Lengjubikarsins og Meistaraleikinn og verður væntanlega í markinu í byrjun tímabils. Lykilmenn Stjörnunnar Anna María Baldursdóttir, 28 ára varnarmaður Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, 34 ára miðjumaður Jasmín Erla Ingadóttir, 24 ára sóknarmaður Fylgist með Anna María Baldursdóttir verður alltaf fyrsti kostur í miðja vörn Stjörnunnar. Og til að byrja með verður Eyrún Embla Hjartardóttir væntanlega við hlið hennar. Eyrún spilaði talsvert í fyrra, ellefu leiki af átján, og verður í enn stærra hlutverki í sumar. Gríðarlega efnilegur varnarmaður. Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildar kvenna í fyrra.vísir/hulda margrét Í besta/versta falli Í versta falli stendur Stjarnan ekki undir væntingum og ef allt fer á allra, allra versta veg gæti liðið farið niður í 3. sæti. En í besta falli verða Stjörnukonur Íslandsmeistarar í fimmta sinn í sögu félagsins og það er allt til alls í Garðabænum til að fara alla leið. Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Besta spáin 2023: Of mikil blóðtaka Valur stefnir á að verða Íslandsmeistari í sumar og verða þar með fyrsta liðið í fimmtán ár til að vinna titilinn þrisvar sinnum í röð. Stór skörð hafa verið höggvin í Valsliðið frá síðasta tímabili og það hefur misst mikla reynslubolta. 25. apríl 2023 10:00 Besta spáin 2023: Ný og beitt vopn duga ekki til Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta. 24. apríl 2023 11:00 Besta spáin 2023: Ungar stjörnur skína í Laugardalnum Þróttur hélt í fyrra áfram að gera sig gildandi meðal bestu liða landsins í fótbolta kvenna og fátt bendir til annars en að liðið verði áfram á svipuðum slóðum í ár. 24. apríl 2023 10:01 Besta spáin 2023: Getur brugðið til beggja vona á Akureyri Breytingar eru ekki alltaf af hinu góða en ef marka má gott gengi Þórs/KA á undirbúningstímabilinu þá hafa breytingarnar á Akureyri aðeins verið af hinu góða. Vísir gengur svo langt að spá þeim í efri helming Bestu deildar kvenna í sumar, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 2019. 21. apríl 2023 11:22 Besta spáin 2023: Eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram Eftir að hafa lent í 5. sæti á síðustu leiktíð, og leiktíðina þar á undan, þá dreymir Selfyssinga um að taka skref fram á við. Þolinmæði er hins vegar dyggð og það þurfa Sunnlendingar að muna gangi spá Vísis eftir. 21. apríl 2023 10:00 Besta spáin 2023: Miklar breytingar í Keflavík Keflavík hefur endað í 8.sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og verið fjórum stigum frá falli en vill eflaust ná betri árangri í ár. Til þess þurfa nýjir leikmenn að standa sig frábærlega. 20. apríl 2023 12:07 Besta spáin 2023: Nýir leikmenn þurfa að falla eins og flís við rass Eins og svo oft áður er erfitt að lesa í lið ÍBV áður en flautað er til leiks á Íslandsmótinu. Erlendir leikmenn koma seint til móts við liðið og þá er erfitt að átta sig á hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið. 20. apríl 2023 10:01 Besta spáin 2023: Skagfirsk sveifla upp og niður Tindastólskonur sáu til þess í fyrra að fyrsta tímabil liðsins í efstu deild, sumarið 2021, yrði ekki eitthvað einstakt tilvik. Þær eru mættar aftur í deild þeirra bestu en líkt og síðast má búast við þungum róðri í Skagafirði við að halda liðinu uppi. 19. apríl 2023 11:01 Besta spáin 2023: Stutt stopp hjá FH FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa. 19. apríl 2023 10:01 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst í dag, þann 25. apríl, með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Stjarnan endi í 1. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og verði Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sjö ár. Stjarnan Ár í deildinni: 32 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistari (síðast 2016) Best í bikar: Þrisvar sinnum bikarmeistari (síðast 2015) Sæti í fyrra: 2. Þjálfari: Kristján Guðmundsson (5. tímabil) Markahæst í fyrra: Jasmín Erla Ingadóttir, 11 mörk Síðasta tímabil var frábært í Garðabænum, það besta frá Íslandsmeistaraárinu 2016. Stjörnukonur voru í baráttu við Blika um 2. sætið, unnu hana á endanum og tryggðu sér Evrópusæti. Stjarnan hefur bætt sig á hverju tímabili eftir að Kristján Guðmundsson tók við liðinu fyrir tímabilið 2019. Og ef Garðbæingar bæta stöðu sína í Bestu deildinni frá síðasta tímabili þýðir það að þeir standa uppi sem Íslandsmeistarar í haust. Það hlýtur allavega að vera stefnan í Garðabænum. Hjónin Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod með meistarabikarinn. Sú síðarnefnda tryggði Stjörnukonum hann með því að verja síðustu spyrnu Valskvenna í vítakeppninni í leiknum fyrir viku.vísir/hulda margrét Stjarnan missti vissulega Katrínu Ásbjörnsdóttur sem skoraði níu mörk á síðasta tímabili en liðið virðist samt vera sterkara en í fyrra. Munar þar mestu um heimkomu Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Hún er komin aftur í Bestu deildina eftir tíu farsæl ár í atvinnumennsku. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikil búbót Gunnhildur er fyrir Stjörnuna enda hundrað landsleikja kona og einn öflugasti leikmaður Íslands síðustu fimmtán árin eða svo. Mikil kraftur og meðbyr ætti að fylgja hinni mjög svo drífandi Gunnhildi og vonandi eykur hún áhuga Garðbæinga á liðinu sínu. Eftir nokkur uppbyggingarár er Stjarnan aftur komin í fremstu röð og Garðbæingar mæta stórhuga og sterkir til leiks í sumar. Gengið á undirbúningstímabilinu lofar allavega góðu en Stjarnan vann bæði Lengjubikarinn og Meistarakeppnina, þótt þær hafi vissulega þurft vítaspyrnukeppnir til. Verður 2023 ár Stjörnukvenna? Ekki veðja gegn því. Liðið og lykilmenn Stjarnan teflir fram svipuðu liði og vann til silfurverðlauna á síðasta tímabili. Garðbæingar munu sakna Katrínar og markanna níu sem hún skoraði í fyrra og þá var Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í nokkuð stóru hlutverki. Snædís María Jörundsdóttir, ein af stjörnum U-19 ára landsliðsins, er komin aftur til Stjörnunnar, reynslunni ríkari eftir dvöl hjá Keflavík og hún verður væntanlega í byrjunarliðinu. Þá er hin nýsjálenska Betsy Hassett komin aftur í Garðabæinn og hún eykur breiddina verulega hjá Stjörnunni. grafík/bjarki Miðjan var sterk hjá Stjörnunni og ekki veiktist hún með tilkomu Gunnhildar Yrsu og Andreu Mistar Pálsdóttur. Þær tvær og Heiða Ragney Viðarsdóttir mynda gríðarlega öfluga Stjörnumiðju sem ætti að standa öllum öðrum miðjum deildarinnar framar þegar kemur að krafti og hlaupagetu. Þeim til halds og trausts er svo Grindvíkingurinn Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir. Komnar: Betsy Hassett frá Wellington Phoenix Eyrún Vala Harðardóttir frá Augnabliki Erin McLeod frá Orlando Pride Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir frá Orlando Pride Andrea Mist Pálsdóttir frá Þór/KA Farnar: Birta Guðlaugsdóttir í Val Chanté Sandiford í Grindavík Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í FH Katrín Ásbjörnsdóttir í Breiðablik Í framlínunni mun mikið mæða á Jasmín Erlu Ingadóttur, markahæsta leikmanni Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Annar leikmaður sem blómstraði á síðasta tímabili, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, þarf að taka annað skref fram á við svo Stjarnan verði í titilbaráttu. Nýsjálendingurinn Betsy Hassett verður svo líka væntanlega í stóru hlutverki. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) Vörn Stjörnunnar er svipuð og á síðasta tímabili en stærsta ákvörðun Kristjáns snýr að markinu. Treystir hann á kanadíska Ólympíumeistarann Erin McLeod sem fylgdi Gunnhildi Yrsu í Garðabæinn eða Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Erin byrjaði úrslitaleik Lengjubikarsins og Meistaraleikinn og verður væntanlega í markinu í byrjun tímabils. Lykilmenn Stjörnunnar Anna María Baldursdóttir, 28 ára varnarmaður Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, 34 ára miðjumaður Jasmín Erla Ingadóttir, 24 ára sóknarmaður Fylgist með Anna María Baldursdóttir verður alltaf fyrsti kostur í miðja vörn Stjörnunnar. Og til að byrja með verður Eyrún Embla Hjartardóttir væntanlega við hlið hennar. Eyrún spilaði talsvert í fyrra, ellefu leiki af átján, og verður í enn stærra hlutverki í sumar. Gríðarlega efnilegur varnarmaður. Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildar kvenna í fyrra.vísir/hulda margrét Í besta/versta falli Í versta falli stendur Stjarnan ekki undir væntingum og ef allt fer á allra, allra versta veg gæti liðið farið niður í 3. sæti. En í besta falli verða Stjörnukonur Íslandsmeistarar í fimmta sinn í sögu félagsins og það er allt til alls í Garðabænum til að fara alla leið.
Stjarnan Ár í deildinni: 32 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistari (síðast 2016) Best í bikar: Þrisvar sinnum bikarmeistari (síðast 2015) Sæti í fyrra: 2. Þjálfari: Kristján Guðmundsson (5. tímabil) Markahæst í fyrra: Jasmín Erla Ingadóttir, 11 mörk
Komnar: Betsy Hassett frá Wellington Phoenix Eyrún Vala Harðardóttir frá Augnabliki Erin McLeod frá Orlando Pride Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir frá Orlando Pride Andrea Mist Pálsdóttir frá Þór/KA Farnar: Birta Guðlaugsdóttir í Val Chanté Sandiford í Grindavík Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í FH Katrín Ásbjörnsdóttir í Breiðablik
Lykilmenn Stjörnunnar Anna María Baldursdóttir, 28 ára varnarmaður Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, 34 ára miðjumaður Jasmín Erla Ingadóttir, 24 ára sóknarmaður
Besta spáin 2023: Of mikil blóðtaka Valur stefnir á að verða Íslandsmeistari í sumar og verða þar með fyrsta liðið í fimmtán ár til að vinna titilinn þrisvar sinnum í röð. Stór skörð hafa verið höggvin í Valsliðið frá síðasta tímabili og það hefur misst mikla reynslubolta. 25. apríl 2023 10:00
Besta spáin 2023: Ný og beitt vopn duga ekki til Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta. 24. apríl 2023 11:00
Besta spáin 2023: Ungar stjörnur skína í Laugardalnum Þróttur hélt í fyrra áfram að gera sig gildandi meðal bestu liða landsins í fótbolta kvenna og fátt bendir til annars en að liðið verði áfram á svipuðum slóðum í ár. 24. apríl 2023 10:01
Besta spáin 2023: Getur brugðið til beggja vona á Akureyri Breytingar eru ekki alltaf af hinu góða en ef marka má gott gengi Þórs/KA á undirbúningstímabilinu þá hafa breytingarnar á Akureyri aðeins verið af hinu góða. Vísir gengur svo langt að spá þeim í efri helming Bestu deildar kvenna í sumar, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 2019. 21. apríl 2023 11:22
Besta spáin 2023: Eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram Eftir að hafa lent í 5. sæti á síðustu leiktíð, og leiktíðina þar á undan, þá dreymir Selfyssinga um að taka skref fram á við. Þolinmæði er hins vegar dyggð og það þurfa Sunnlendingar að muna gangi spá Vísis eftir. 21. apríl 2023 10:00
Besta spáin 2023: Miklar breytingar í Keflavík Keflavík hefur endað í 8.sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og verið fjórum stigum frá falli en vill eflaust ná betri árangri í ár. Til þess þurfa nýjir leikmenn að standa sig frábærlega. 20. apríl 2023 12:07
Besta spáin 2023: Nýir leikmenn þurfa að falla eins og flís við rass Eins og svo oft áður er erfitt að lesa í lið ÍBV áður en flautað er til leiks á Íslandsmótinu. Erlendir leikmenn koma seint til móts við liðið og þá er erfitt að átta sig á hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið. 20. apríl 2023 10:01
Besta spáin 2023: Skagfirsk sveifla upp og niður Tindastólskonur sáu til þess í fyrra að fyrsta tímabil liðsins í efstu deild, sumarið 2021, yrði ekki eitthvað einstakt tilvik. Þær eru mættar aftur í deild þeirra bestu en líkt og síðast má búast við þungum róðri í Skagafirði við að halda liðinu uppi. 19. apríl 2023 11:01
Besta spáin 2023: Stutt stopp hjá FH FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa. 19. apríl 2023 10:01