Tindastólskonur sáu til þess í fyrra að fyrsta tímabil liðsins í efstu deild, sumarið 2021, yrði ekki eitthvað einstakt tilvik. Þær eru mættar aftur í deild þeirra bestu en líkt og síðast má búast við þungum róðri í Skagafirði við að halda liðinu uppi. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 25. apríl með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að nýliðar Tindastóls lendi í 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og leiki í Lengjudeildinni sumarið 2024. Tindastóll Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 9. sæti í A-deild (2021) Best í bikar: Tvisvar sinnum í 8 liða úrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deild Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson (2. tímabil) Markahæst í fyrra: Murielle Tiernan, 17 mörk í B-deild Markmið Tindastóls er þó klárlega að koma í veg fyrir að fall verði raunin og það sem liðið hefur fram yfir hópinn sem féll haustið 2021 er dýrmæt reynsla af því að spila í efstu deild. Síðast mátti reyndar alls ekki miklu muna að Tindastóll héldi sér uppi en örlögin réðust á 1-0 tapi gegn Keflavík á heimavelli. Stólarnir komust upp úr harðri baráttu fjögurra liða í Lengjudeildinni í fyrra en töpuðu aðeins einum leik allt tímabilið og það var gegn HK í byrjun móts. Hefði Tindastóll náð sigri gegn FH í lokaumferðinni hefði liðið unnið Lengjudeildina en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli og FH endaði því á toppnum. Stýrði liðinu upp í fyrstu tilraun Tindastóll mætir nú til leiks með heimamanninn Halldór Jón Sigurðsson, Donna, í brúnni en hann þjálfar bæði kvenna- og karlalið félagsins. Donni, sem er með nokkuð langan þjálfaraferil og hefur áður meðal annars stýrt Þór/KA í efstu deild, tók við Tindastóli eftir fallið haustið 2021 og kom liðinu því aftur upp í fyrstu tilraun. Laufey Harpa Halldórsdóttir lék vel síðast þegar Tindastóll var í efstu deild og fór til Breiðabliks eftir það tímabil en er komin aftur heim að láni úr Kópavoginum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Donni hefur þurft að bregðast við ákveðnum skakkaföllum í vetur en ef liðsstyrkurinn sem liðið hefur sótt kemur vel út ætti Tindastóll að geta haft betur í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Liðið leit ágætlega út í Lengjubikarnum eftir tvo stóra skelli og mikið veltur á góðri byrjun á tímabilinu en Tindastóll byrjar á þremur heimaleikjum í röð og þar af eru tveir gegn Keflavík og FH, mögulegum keppinautum í neðri hlutanum. Liðið og lykilmenn Sóknarleikur Tindastóls veltur gríðarlega mikið á Murielle Tiernan sem hefur raðað inn mörkum fyrir liðið í Lengjudeildinni. Hún náði sér ekki á strik tímabilið sem Tindastóll átti í efstu deild 2021, og skoraði aðeins tvö mörk, en meiðsli munu hafa ráðið miklu um það. Murielle kom til Tindastóls þegar liðið var enn í C-deild, árið 2018, og þessi bandaríska markamaskína hefur síðan skoraði 90 mörk í 82 deildarleikjum fyrir Tindastóls. Hún skoraði líka þrjú mörk í Lengjubikarnum í mars og ætti að vera sá leikmaður sem andstæðingar Tindastóls hafa mestar áhyggjur af. Grafík/Bjarki Markvörðurinn Amber Michel var einnig mjög áberandi hjá Tindastóli 2021 og varði mark liðsins í þrjú ár en er nú hætt. Það mun mæða mikið á arftaka hennar, Monicu Wilhelm sem er einnig frá Bandaríkjunum, en það gefur góð fyrirheit að hún náði tveimur síðustu leikjunum í Lengjubikarnum og fékk bara á sig eitt mark. Sauðkrækingar eiga svo einnig efnilegan markvörð í Margréti Rún Stefánsdóttur. Komnar: Monica Wilhelm frá Bandaríkjunum Gwendolyn Mummert frá Bandaríkjunum Laufey Harpa Halldórsdóttir frá Breiðabliki (lán) Lara Margrét Jónsdóttir frá ÍR Farnar: Claudia Valletta til Ástralíu Arna Kristinsdóttir í Þór/KA (úr láni) Tindastóll fékk þýska varnarmanninn Gwen Mummert í vetur, ekki síst vegna áfallsins þegar Kristrún María Magnúsdóttir sleit krossband í vetur, og fyrirliðinn öflugi Bryndís Rut Haraldsdóttir fær því nýjan og öflugan makker í miðri vörninni. María Dögg Jóhannesdóttir er einnig fjölhæf og sterkur varnarmaður. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll-Meistaraflokkur kvk (@tindastollmflkvk) Þá eru frábærar fréttir fyrir Tindastól að Laufey Harpa Halldórsdóttir sé mætt aftur heim með sinn eitraða vinstri fót, að láni frá Breiðabliki en þangað fór hún eftir frumraun sína í efstu deild 2021. Hannah Cade og Melissa Garcia halda líka kyrru fyrir, og Hugrún Pálsdóttir átti flotta leiktíð í fyrra og er ein af máttarstólpunum úr liðinu sem lék í efstu deild fyrir tveimur árum. Lykilmenn Tindastóls Murielle Tiernan, 28 ára sóknarmaður Bryndís Rut Haraldsdóttir, 28 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 22 ára varnarmaður Fylgist með Það er kannski brjálæði að nefna hér leikmann sem ekki hefur lokið grunnskóla en hin 15 ára gamla Elísa Bríet Björnsdóttir er afar efnileg og fékk að spila talsvert í Lengjubikarnum í vetur. Hún er frá Skagaströnd og raðaði inn mörkum í yngri flokkum, og lék svo sína fyrstu landsleiki í október þegar hún var valin í U15-landsliðið. Hvort sem það verður í sumar eða síðar þá verður spennandi að sjá Elísu spreyta sig í deild þeirra bestu. Murielle Tiernan glímdi mikið við meiðsli síðast þegar hún var í efstu deild en hefur raðað inn mörkum fyrir Tindastól á liðnum árum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í besta/versta falli Því miður fyrir Skagfirðinga þá kæmi ekkert á óvart ef að Tindastóll héldi limbóinu áfram og félli á ný niður í Lengjudeildina, og það gæti vel farið svo að liðið endi í neðsta sætinu. Hins vegar, ef allt smellur, getur liðið forðað sér frá falli og það yrði risastórt skref fyrir fótboltann á Sauðárkróki. Liðið endar þó varla ofar en í 7. sæti í allra besta falli. Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 25. apríl með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að nýliðar Tindastóls lendi í 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og leiki í Lengjudeildinni sumarið 2024. Tindastóll Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 9. sæti í A-deild (2021) Best í bikar: Tvisvar sinnum í 8 liða úrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deild Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson (2. tímabil) Markahæst í fyrra: Murielle Tiernan, 17 mörk í B-deild Markmið Tindastóls er þó klárlega að koma í veg fyrir að fall verði raunin og það sem liðið hefur fram yfir hópinn sem féll haustið 2021 er dýrmæt reynsla af því að spila í efstu deild. Síðast mátti reyndar alls ekki miklu muna að Tindastóll héldi sér uppi en örlögin réðust á 1-0 tapi gegn Keflavík á heimavelli. Stólarnir komust upp úr harðri baráttu fjögurra liða í Lengjudeildinni í fyrra en töpuðu aðeins einum leik allt tímabilið og það var gegn HK í byrjun móts. Hefði Tindastóll náð sigri gegn FH í lokaumferðinni hefði liðið unnið Lengjudeildina en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli og FH endaði því á toppnum. Stýrði liðinu upp í fyrstu tilraun Tindastóll mætir nú til leiks með heimamanninn Halldór Jón Sigurðsson, Donna, í brúnni en hann þjálfar bæði kvenna- og karlalið félagsins. Donni, sem er með nokkuð langan þjálfaraferil og hefur áður meðal annars stýrt Þór/KA í efstu deild, tók við Tindastóli eftir fallið haustið 2021 og kom liðinu því aftur upp í fyrstu tilraun. Laufey Harpa Halldórsdóttir lék vel síðast þegar Tindastóll var í efstu deild og fór til Breiðabliks eftir það tímabil en er komin aftur heim að láni úr Kópavoginum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Donni hefur þurft að bregðast við ákveðnum skakkaföllum í vetur en ef liðsstyrkurinn sem liðið hefur sótt kemur vel út ætti Tindastóll að geta haft betur í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Liðið leit ágætlega út í Lengjubikarnum eftir tvo stóra skelli og mikið veltur á góðri byrjun á tímabilinu en Tindastóll byrjar á þremur heimaleikjum í röð og þar af eru tveir gegn Keflavík og FH, mögulegum keppinautum í neðri hlutanum. Liðið og lykilmenn Sóknarleikur Tindastóls veltur gríðarlega mikið á Murielle Tiernan sem hefur raðað inn mörkum fyrir liðið í Lengjudeildinni. Hún náði sér ekki á strik tímabilið sem Tindastóll átti í efstu deild 2021, og skoraði aðeins tvö mörk, en meiðsli munu hafa ráðið miklu um það. Murielle kom til Tindastóls þegar liðið var enn í C-deild, árið 2018, og þessi bandaríska markamaskína hefur síðan skoraði 90 mörk í 82 deildarleikjum fyrir Tindastóls. Hún skoraði líka þrjú mörk í Lengjubikarnum í mars og ætti að vera sá leikmaður sem andstæðingar Tindastóls hafa mestar áhyggjur af. Grafík/Bjarki Markvörðurinn Amber Michel var einnig mjög áberandi hjá Tindastóli 2021 og varði mark liðsins í þrjú ár en er nú hætt. Það mun mæða mikið á arftaka hennar, Monicu Wilhelm sem er einnig frá Bandaríkjunum, en það gefur góð fyrirheit að hún náði tveimur síðustu leikjunum í Lengjubikarnum og fékk bara á sig eitt mark. Sauðkrækingar eiga svo einnig efnilegan markvörð í Margréti Rún Stefánsdóttur. Komnar: Monica Wilhelm frá Bandaríkjunum Gwendolyn Mummert frá Bandaríkjunum Laufey Harpa Halldórsdóttir frá Breiðabliki (lán) Lara Margrét Jónsdóttir frá ÍR Farnar: Claudia Valletta til Ástralíu Arna Kristinsdóttir í Þór/KA (úr láni) Tindastóll fékk þýska varnarmanninn Gwen Mummert í vetur, ekki síst vegna áfallsins þegar Kristrún María Magnúsdóttir sleit krossband í vetur, og fyrirliðinn öflugi Bryndís Rut Haraldsdóttir fær því nýjan og öflugan makker í miðri vörninni. María Dögg Jóhannesdóttir er einnig fjölhæf og sterkur varnarmaður. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll-Meistaraflokkur kvk (@tindastollmflkvk) Þá eru frábærar fréttir fyrir Tindastól að Laufey Harpa Halldórsdóttir sé mætt aftur heim með sinn eitraða vinstri fót, að láni frá Breiðabliki en þangað fór hún eftir frumraun sína í efstu deild 2021. Hannah Cade og Melissa Garcia halda líka kyrru fyrir, og Hugrún Pálsdóttir átti flotta leiktíð í fyrra og er ein af máttarstólpunum úr liðinu sem lék í efstu deild fyrir tveimur árum. Lykilmenn Tindastóls Murielle Tiernan, 28 ára sóknarmaður Bryndís Rut Haraldsdóttir, 28 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 22 ára varnarmaður Fylgist með Það er kannski brjálæði að nefna hér leikmann sem ekki hefur lokið grunnskóla en hin 15 ára gamla Elísa Bríet Björnsdóttir er afar efnileg og fékk að spila talsvert í Lengjubikarnum í vetur. Hún er frá Skagaströnd og raðaði inn mörkum í yngri flokkum, og lék svo sína fyrstu landsleiki í október þegar hún var valin í U15-landsliðið. Hvort sem það verður í sumar eða síðar þá verður spennandi að sjá Elísu spreyta sig í deild þeirra bestu. Murielle Tiernan glímdi mikið við meiðsli síðast þegar hún var í efstu deild en hefur raðað inn mörkum fyrir Tindastól á liðnum árum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í besta/versta falli Því miður fyrir Skagfirðinga þá kæmi ekkert á óvart ef að Tindastóll héldi limbóinu áfram og félli á ný niður í Lengjudeildina, og það gæti vel farið svo að liðið endi í neðsta sætinu. Hins vegar, ef allt smellur, getur liðið forðað sér frá falli og það yrði risastórt skref fyrir fótboltann á Sauðárkróki. Liðið endar þó varla ofar en í 7. sæti í allra besta falli.
Tindastóll Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 9. sæti í A-deild (2021) Best í bikar: Tvisvar sinnum í 8 liða úrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deild Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson (2. tímabil) Markahæst í fyrra: Murielle Tiernan, 17 mörk í B-deild
Komnar: Monica Wilhelm frá Bandaríkjunum Gwendolyn Mummert frá Bandaríkjunum Laufey Harpa Halldórsdóttir frá Breiðabliki (lán) Lara Margrét Jónsdóttir frá ÍR Farnar: Claudia Valletta til Ástralíu Arna Kristinsdóttir í Þór/KA (úr láni)
Lykilmenn Tindastóls Murielle Tiernan, 28 ára sóknarmaður Bryndís Rut Haraldsdóttir, 28 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 22 ára varnarmaður
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti