Háskólinn glímir við gervigreindina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 20:39 Stefán segir að í gervigreind séu fólgin tækifæri, ekki síður en áskoranir. Samsett Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. Ríkisútvarpið hefur það eftir Sigurði Magnúsi Garðarssyni, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, að mál nemendanna séu nú í ferli. Þau séu litin sömu augum og annað svindl. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, að slík mál hafi ekki komið upp innan sviðsins. Þó sé starfsfólk vel meðvitað um þann möguleika að svo verði. „Við erum aðeins að byrja að glíma við þá áskorun sem felst í þessari tækni. Á miðvikudaginn verðum við með þing þar sem við fáum erindi sem fjalla um þetta. Bæði þær áskoranir sem felast í þessu en það eru auðvitað líka tækifæri í þessu. Við erum að stíga fyrstu sporin í þessu," segir Stefán Hrafn. Góð í sumu, ekki öðru Hann segir mikilvægt að ná utan um það hvers gervigreind er megnug í dag. Sjá hvað hún getur og hvað hún getur ekki. „Ég hef verið að prófa mig aðeins áfram í þessu. Þetta virðist geta gert sumt vel, en annað verr,“ segir Stefán og vísar þar til ChatGPT, sem er eitt vinsælasta gervigreindarforrit á vefnum í dag. „Þetta er að einhverju leyti eltingaleikur. Hvort kemur á undan, vörnin eða vörn gegn vörninni. Það er til búnaður sem greinir hvort texti sé úr svona forriti eða ekki, og svo eru til leiðir til að komast fram hjá því,“ útskýrir Stefán. Fer gegn grunnreglum Hann segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig farið yrði með verkefni sem nemendur skila inn sem sínum eigin en hafa verið unnin af gervigreind, að hluta eða í heild sinni. Þó sé margt í slíkum tilfellum sem líkist svindli eða ritstuldi. „Þetta er að einhverju leyti svipað. Ef þú ert með texta sem þú skrifar ekki sjálfur en segir að séu þín skrif, þá fer það að einhverju leyti gegn reglum um meðferð heimilda.“ Gervigreind Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00 ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur það eftir Sigurði Magnúsi Garðarssyni, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, að mál nemendanna séu nú í ferli. Þau séu litin sömu augum og annað svindl. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafn Jónsson, forseti Félagsvísindasviðs, að slík mál hafi ekki komið upp innan sviðsins. Þó sé starfsfólk vel meðvitað um þann möguleika að svo verði. „Við erum aðeins að byrja að glíma við þá áskorun sem felst í þessari tækni. Á miðvikudaginn verðum við með þing þar sem við fáum erindi sem fjalla um þetta. Bæði þær áskoranir sem felast í þessu en það eru auðvitað líka tækifæri í þessu. Við erum að stíga fyrstu sporin í þessu," segir Stefán Hrafn. Góð í sumu, ekki öðru Hann segir mikilvægt að ná utan um það hvers gervigreind er megnug í dag. Sjá hvað hún getur og hvað hún getur ekki. „Ég hef verið að prófa mig aðeins áfram í þessu. Þetta virðist geta gert sumt vel, en annað verr,“ segir Stefán og vísar þar til ChatGPT, sem er eitt vinsælasta gervigreindarforrit á vefnum í dag. „Þetta er að einhverju leyti eltingaleikur. Hvort kemur á undan, vörnin eða vörn gegn vörninni. Það er til búnaður sem greinir hvort texti sé úr svona forriti eða ekki, og svo eru til leiðir til að komast fram hjá því,“ útskýrir Stefán. Fer gegn grunnreglum Hann segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig farið yrði með verkefni sem nemendur skila inn sem sínum eigin en hafa verið unnin af gervigreind, að hluta eða í heild sinni. Þó sé margt í slíkum tilfellum sem líkist svindli eða ritstuldi. „Þetta er að einhverju leyti svipað. Ef þú ert með texta sem þú skrifar ekki sjálfur en segir að séu þín skrif, þá fer það að einhverju leyti gegn reglum um meðferð heimilda.“
Gervigreind Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00 ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54 Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16. apríl 2023 23:00
ChatGPT bannað á Ítalíu Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 31. mars 2023 16:54
Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. 19. febrúar 2023 14:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent