Körfubolti

Trae Young valinn ofmetnasti leikmaður NBA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Trae Young er ekki allra.
Trae Young er ekki allra. getty/Maddie Meyer

Trae Young, stjarna Atlanta Hawks, var valinn ofmetnasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta í könnun meðal leikmanna deildarinnar.

Í nafnlausri könnun sem The Athletic framkvæmdi fékk Young 14,8 prósent í valinu á ofmetnasta leikmanni NBA. Næstir komu Julius Randle, leikmaður New York Knicks, og Toronto Raptors-maðurinn Pascal Siakam.

Í deildarkeppninni var Young með 26,2 stig og 10,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann lék 73 af 82 leikjum Atlanta.

The Athletic bað leikmenn deildarinnar einnig um að velja þann vanmetnasta í NBA. Fyrir valinu varð Jrue Holiday, leikstjórnandi Milwaukee Bucks. 

Þar skammt á eftir komu Mikal Bridges hjá Brooklyn Nets, Jayden McDaniels, leikmaður Minnesota Timberwolves, Jaylen Brown hjá Boston Celtics og De'Aaron Fox, leikmaður Sacramento Kings.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×