Að eiga í faðmlagi við möru Sólveig Tryggvadóttir og Heiða Hauksdóttir skrifa 19. apríl 2023 19:00 Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum? Í vor eru komin 20 ár síðan við útskrifuðumst sem hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Þegar við útskrifuðumst vorum við fullar bjartsýni, gleði og ánægju yfir því að hafa lokið þessum áfanga og hlökkuðum innilega til að takast á við starfið okkar sem við höfðum menntað okkur til. Starfið er okkur ávallt hugleikið og höfum við bætt við okkur menntun jafnt og þétt og unnið á ýmsum deildum bæði hér heima og erlendis. Allan þann tíma sem við höfum starfað sem hjúkrunarfræðingar þá hafa launamál verið ofarlega á baugi og hangið yfir höfðum okkar eins og mara. Lög, verkfallsbann og gerðardómur Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, „óvættur sem ræðst á sofandi fólk“. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Á þessum 20 árum hafa verið sett á okkur lög, verkfallsbann og gerðardómur. Það hefur engu máli skipt hvort það sé góðæri, kreppa, verðbólga eða jafnvel heimsfaraldur. Allt kemur fyrir ekki, það er aldrei nægilegt svigrúm til að greiða hjúkrunarfræðingum sambærileg laun og aðrar háskólastéttir. Það er afar slítandi að þurfa alltaf að berjast fyrir sínum kjörum. Að kreista eitthvað fram en um leið borga lánasjóði ríkisins mikið af launahækkuninni til baka. Nú stendur fyrir dyrum að greiða atkvæði um enn einn kjarasamninginn sem lagður er fyrir hjúkrunarfræðinga og hefur hann verið kynntur hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar eru misvel stefndir fyrir þessum nýjasta samningi og eru margir hverjir bugaðir af þeirri möru sem hangið hefur yfir okkur í áraraðir. Við teljum þó að best sé í stöðunni að samþykkja þennan samning þar sem hann er bara til eins árs og margt gott í honum og ýmsar lagfæringar á hlutum sem kallað hefur verið eftir að lagfæra. Loksins tækifæri Við viljum styðja við formanninn okkar sem hefur staðið í brúnni og samninganefnd Fíh. Það er ekki létt verk að vinna að reyna að fá í gegn launahækkun hjúkrunarfræðinga þar sem afstaða ríkisins er „the computer says no“ og reikniformúlan andsetin af áðurnefndri „möru“ sem vill ekki menntaða kvennastétt upp á dekk. Með þessum samningi gefast loks tækifæri til að aflétta þessari möru. Í þessum skammtímasamningi eru opnaðar dyr að því að geta loksins endurskoðað laun hjúkrunarfræðinga til frambúðar. Af þeim afarkostum sem eru uppi í stöðunni teljum við best að hjúkrunarfræðingar fái að semja sjálfir um sín kaup og kjör og aflétti þar með áratuga álögum mörunnar sem hefur ekki gert neitt annað en að ala á sundrung og óánægju meðal hjúkrunarfræðinga. Maran hefur rænt hjúkrunarfræðinga starfsgleðinni og lagst yfir eins og þokuslæða sem illa gengur að losa sig við. Því þegar þokunni léttir og álögunum aflétt, þá verður sko sannarlega gaman að vera hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar eru ein af mörgum mikilvægum stéttum í samfélagi okkar og það hlýtur að vera markmiðið að koma fram með tillögur sem leitt geta til þess að hjúkrunarfræðingar haldist betur í starfi og að þeir sem farið hafa í önnur störf leiti til baka í heilbrigðisþjónustuna. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum? Í vor eru komin 20 ár síðan við útskrifuðumst sem hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Þegar við útskrifuðumst vorum við fullar bjartsýni, gleði og ánægju yfir því að hafa lokið þessum áfanga og hlökkuðum innilega til að takast á við starfið okkar sem við höfðum menntað okkur til. Starfið er okkur ávallt hugleikið og höfum við bætt við okkur menntun jafnt og þétt og unnið á ýmsum deildum bæði hér heima og erlendis. Allan þann tíma sem við höfum starfað sem hjúkrunarfræðingar þá hafa launamál verið ofarlega á baugi og hangið yfir höfðum okkar eins og mara. Lög, verkfallsbann og gerðardómur Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, „óvættur sem ræðst á sofandi fólk“. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Á þessum 20 árum hafa verið sett á okkur lög, verkfallsbann og gerðardómur. Það hefur engu máli skipt hvort það sé góðæri, kreppa, verðbólga eða jafnvel heimsfaraldur. Allt kemur fyrir ekki, það er aldrei nægilegt svigrúm til að greiða hjúkrunarfræðingum sambærileg laun og aðrar háskólastéttir. Það er afar slítandi að þurfa alltaf að berjast fyrir sínum kjörum. Að kreista eitthvað fram en um leið borga lánasjóði ríkisins mikið af launahækkuninni til baka. Nú stendur fyrir dyrum að greiða atkvæði um enn einn kjarasamninginn sem lagður er fyrir hjúkrunarfræðinga og hefur hann verið kynntur hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar eru misvel stefndir fyrir þessum nýjasta samningi og eru margir hverjir bugaðir af þeirri möru sem hangið hefur yfir okkur í áraraðir. Við teljum þó að best sé í stöðunni að samþykkja þennan samning þar sem hann er bara til eins árs og margt gott í honum og ýmsar lagfæringar á hlutum sem kallað hefur verið eftir að lagfæra. Loksins tækifæri Við viljum styðja við formanninn okkar sem hefur staðið í brúnni og samninganefnd Fíh. Það er ekki létt verk að vinna að reyna að fá í gegn launahækkun hjúkrunarfræðinga þar sem afstaða ríkisins er „the computer says no“ og reikniformúlan andsetin af áðurnefndri „möru“ sem vill ekki menntaða kvennastétt upp á dekk. Með þessum samningi gefast loks tækifæri til að aflétta þessari möru. Í þessum skammtímasamningi eru opnaðar dyr að því að geta loksins endurskoðað laun hjúkrunarfræðinga til frambúðar. Af þeim afarkostum sem eru uppi í stöðunni teljum við best að hjúkrunarfræðingar fái að semja sjálfir um sín kaup og kjör og aflétti þar með áratuga álögum mörunnar sem hefur ekki gert neitt annað en að ala á sundrung og óánægju meðal hjúkrunarfræðinga. Maran hefur rænt hjúkrunarfræðinga starfsgleðinni og lagst yfir eins og þokuslæða sem illa gengur að losa sig við. Því þegar þokunni léttir og álögunum aflétt, þá verður sko sannarlega gaman að vera hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar eru ein af mörgum mikilvægum stéttum í samfélagi okkar og það hlýtur að vera markmiðið að koma fram með tillögur sem leitt geta til þess að hjúkrunarfræðingar haldist betur í starfi og að þeir sem farið hafa í önnur störf leiti til baka í heilbrigðisþjónustuna. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun