Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. apríl 2023 07:01 Rannsóknir sýna að það er misskilningur að þunglyndi sé ekki eins algengt um vor eða sumar. Hið rétta er að þetta er einmitt árstími þar sem margir upplifa þunglyndi sérstaklega. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því en einnig mörg góð ráð og um að gera að ræða líka málin við heimilislækni. Vísir/Getty Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. Eða hvað? Nei, staðreyndin er sú að viss hópur fólks upplifir ekkert endilega tilhlökkun fyrir þessum tíma. Því hjá sumu fólki er þetta sá tími þar sem þunglyndi er líklegra til að gera vart við sig miðað við aðra árstíma. Á heilsuvefsíðunni WebMD segir meðal annars að eitt af því sem gerir sumarþunglyndi svolítið sérstakt er að margir fá samviskubit yfir því að líða ekki vel á þessum árstíma. Því þegar vorar eða sólin skín á fallegum sumardegi er svo innbyggt í okkur að þetta sé sá tími þar sem allir eigi hreinlega að vera syngjandi glaðir. Samkvæmt rannsóknum er sumarþunglyndi hins vegar mun algengari en fólki oftast grunar og tölur eru alls ekki að styðja við það að það sé sjaldgæfara á vorin og sumrin miðað við á veturinn. Í fyrrgreindri grein eru nokkrar skýringar nefndar sem dæmi: Á sumrin breytist oft rútínan okkar sem getur gert fólki erfiðara fyrir hafi það upplifað þunglyndi eða einkenni þess. Neikvæð líkamsvitund. Þegar sólin skín, allir vilja fara í heitu pottana eða sund eða í sumarfrí til sólarlanda upplifa sumir vanlíðan vegna þess að líkamsvitundin þeirra er neikvæð, óöryggi og lágt sjálfsmat eykst. Fjárhagsáhyggjur. Sumarfrí geta verið dýr og sumt sem fylgir sumrinu kallar á aukaútgjöld. Til dæmis frístundir eða námskeið fyrir börnin okkar, sumarfríið sem fjölskyldunni langar í og svo framvegis. Í sumum löndum getur sól og hiti aukið á vanlíðan. Á Íslandi eiga sumir erfitt með sólahringsbirtuna. Góðu ráðin Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað okkur að sporna við vor- og sumarþunglyndi: 1. Leitaðu þér hjálpar. Að tala við heimilislækninn er gott fyrsta skref og mælt með. 2. Búðu til plan/áætlun. Ef þér finnst eins og þessi árstími sé sá tími sem þér finnst oft vera erfiður, er ágætt að reyna að sporna við þessari líklegu líðan með því að skipuleggja fram í tímann ýmiss atriði sem þér finnst líklegt að létti þér lundina. Til dæmis hvenær og hvernig þú skipuleggur sumarfríið þitt. 3. Svefn. Þar sem við búum við mikla birtu á sumrin er mikilvægt að huga að svefninum sérstaklega því hann skiptir alltaf svo miklu máli. Myrkvunartjöld fyrir gluggum gætu til dæmis hjálpað og eins að vera vakandi yfir því að vera með svefnrútínuna í föstum skorðum þótt sitthvað annað breytist í dagskránni okkar yfir sumartímann. 4. Hreyfing. Margar rannsóknir styðja það að hreyfing gerir okkur gagn þegar kemur að því að sporna við þunglyndi. Hins vegar eiga margir það til að slá af reglubundinni hreyfingu yfir sumartímann. Gott er að halda hreyfingunni áfram virkri þannig að ef það eru einhverjar æfingar sem þú ert vanur/vön að mæta á yfir veturinn sem falla niður á sumrin, að reyna að gera eitthvað annað í staðinn á þeim tímum. 5. Að sama skapi er mælt með því að við séum ekki að ofgera okkur eða of hörð við okkur sjálf þegar kemur að hreyfingu og matarræði. Það er líka í lagi að slaka á og njóta þannig að hér gildir að finna hinn gullna meðalveg og vera ekki að berja okkur niður þótt einhver aukakíló mæti á svæðið. Fleiri ráð má lesa um hér. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Góðu ráðin Geðheilbrigði Áskorun Tengdar fréttir Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Eða hvað? Nei, staðreyndin er sú að viss hópur fólks upplifir ekkert endilega tilhlökkun fyrir þessum tíma. Því hjá sumu fólki er þetta sá tími þar sem þunglyndi er líklegra til að gera vart við sig miðað við aðra árstíma. Á heilsuvefsíðunni WebMD segir meðal annars að eitt af því sem gerir sumarþunglyndi svolítið sérstakt er að margir fá samviskubit yfir því að líða ekki vel á þessum árstíma. Því þegar vorar eða sólin skín á fallegum sumardegi er svo innbyggt í okkur að þetta sé sá tími þar sem allir eigi hreinlega að vera syngjandi glaðir. Samkvæmt rannsóknum er sumarþunglyndi hins vegar mun algengari en fólki oftast grunar og tölur eru alls ekki að styðja við það að það sé sjaldgæfara á vorin og sumrin miðað við á veturinn. Í fyrrgreindri grein eru nokkrar skýringar nefndar sem dæmi: Á sumrin breytist oft rútínan okkar sem getur gert fólki erfiðara fyrir hafi það upplifað þunglyndi eða einkenni þess. Neikvæð líkamsvitund. Þegar sólin skín, allir vilja fara í heitu pottana eða sund eða í sumarfrí til sólarlanda upplifa sumir vanlíðan vegna þess að líkamsvitundin þeirra er neikvæð, óöryggi og lágt sjálfsmat eykst. Fjárhagsáhyggjur. Sumarfrí geta verið dýr og sumt sem fylgir sumrinu kallar á aukaútgjöld. Til dæmis frístundir eða námskeið fyrir börnin okkar, sumarfríið sem fjölskyldunni langar í og svo framvegis. Í sumum löndum getur sól og hiti aukið á vanlíðan. Á Íslandi eiga sumir erfitt með sólahringsbirtuna. Góðu ráðin Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað okkur að sporna við vor- og sumarþunglyndi: 1. Leitaðu þér hjálpar. Að tala við heimilislækninn er gott fyrsta skref og mælt með. 2. Búðu til plan/áætlun. Ef þér finnst eins og þessi árstími sé sá tími sem þér finnst oft vera erfiður, er ágætt að reyna að sporna við þessari líklegu líðan með því að skipuleggja fram í tímann ýmiss atriði sem þér finnst líklegt að létti þér lundina. Til dæmis hvenær og hvernig þú skipuleggur sumarfríið þitt. 3. Svefn. Þar sem við búum við mikla birtu á sumrin er mikilvægt að huga að svefninum sérstaklega því hann skiptir alltaf svo miklu máli. Myrkvunartjöld fyrir gluggum gætu til dæmis hjálpað og eins að vera vakandi yfir því að vera með svefnrútínuna í föstum skorðum þótt sitthvað annað breytist í dagskránni okkar yfir sumartímann. 4. Hreyfing. Margar rannsóknir styðja það að hreyfing gerir okkur gagn þegar kemur að því að sporna við þunglyndi. Hins vegar eiga margir það til að slá af reglubundinni hreyfingu yfir sumartímann. Gott er að halda hreyfingunni áfram virkri þannig að ef það eru einhverjar æfingar sem þú ert vanur/vön að mæta á yfir veturinn sem falla niður á sumrin, að reyna að gera eitthvað annað í staðinn á þeim tímum. 5. Að sama skapi er mælt með því að við séum ekki að ofgera okkur eða of hörð við okkur sjálf þegar kemur að hreyfingu og matarræði. Það er líka í lagi að slaka á og njóta þannig að hér gildir að finna hinn gullna meðalveg og vera ekki að berja okkur niður þótt einhver aukakíló mæti á svæðið. Fleiri ráð má lesa um hér. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira.
Góðu ráðin Geðheilbrigði Áskorun Tengdar fréttir Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Kvíði og þunglyndi í framhaldsskólum: Erum ekki að aumingjavæða unga fólkið Að upplifa kvíða, þunglyndi eða félagsfælni í framhaldsskóla er erfitt. Í ofanálag fá nemendur samviskubit og líður þá enn verr. 26. febrúar 2023 09:00
Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01
Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00
Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00