Beef: Hökkuð í spað Heiðar Sumarliðason skrifar 29. apríl 2023 10:34 Ali Wong Steven Yeun leika fólk sem kann ekki almenna kurteisi. Ég fékk skilaboð frá vini mínum sem mælti með þáttunum Beef á Netflix, hann sagðist ekki hafa getað hætt og vakað til klukkan 3 um nótt að klára. Maður fær slík meðmæli ekki oft, því hóf ég áhorf. Ég tók fyrstu tvo þættina á einu kvöldin; allt í lagi, ekkert spes. Ég gafst þó ekki upp og það var einhvers staðar í þriðja eða fjórða þætti sem Beef náði mér og var þetta hið þægilegasta áhorf upp frá því. Þegar ég segi þægilegt áhorf, á ég við að hin óstjórnlega þörf fyrir að finna sér eitthvað annað betra til að horfa á hvarf (það er auðvitað algjört offramboð á efni og því þolinmæði mín fyrir þáttaröðum sem grípa mig ekki strax takmörkuð). En aftur að Beef. Þetta er ekki þáttaröð um bandaríska kúabændur, heldur vísar notkun orðsins „beef“ í einhvers konar rifrildi og illdeilur, þar sem tvær manneskjur vilja hakka hvor aðra í spað (ef þannig mætti að orði komast). Nei, ekki svona beef. Illdeilurnar hefjast á því að tvær manneskjur á ystu nöf rekast á hvor aðra fyrir tilviljun. Danny Cho (Steven Yeun) situr í bílnum sínum fyrir utan einhvers konar bandaríska Húsasmiðju eftir að hafa mistekist að skila nokkrum ferðagasgrillum sem hann ætlaði að nota til að fremja sjálfsmorð Hann bakkar út úr stæðinu sínu, lítur þó ekki nægilega vel í kringum sig og keyrir næstum á Mercedz Benz GLC 300 sem á leið framhjá. Í stað þess að halda áfram líkt og fólk í andlegu jafnvægi gerir ákveður ökumaður Benz-ins þess í stað að liggja á flautunni í næstum tíu sekúndur áður en hann keyrir af stað. Til að bæta gráu ofan á svart stöðvar hann för sína skömmu síðar, flautar aftur, sýnir Danny löngutöng og brunar burt. Í sínu viðkvæma ástandi æsist Danny allur upp, slíka óvirðu getur hann ekki liðið og geysist af stað á eftir dónadrjólanum. Við tekur ofsaakstur í gegnum götur San Fernando-dals Los Angeles, sem stofnar lífi og limum samborgara ökumannanna tveggja í hættu. Danny nær ekki að hafa hendur í hári Benz-ökuníðingsins en tekst þó að skrá niður númeraplötu bílsins. Þær upplýsingar notar hann til að komast að heimilisfangi eiganda bifreiðarinnar. Þegar þangað er komið áttar hann sig á að manneskjan sem hann hefur fantaserað um að ná sér niður á er kona (Amy, leikin af Ali Wong), en ekki stór vondur karl, líkt og hann hafði séð fyrir sér. Hann verður tvístígandi og lætur sér nægja að pissa á baðherbergis gólfið hennar. Amy áttar sig á að pissarinn er maðurinn á rauða pallbílnum sem elti hana á ofsahraða nokkrum dögum fyrr, í kjölfarið er fjandinn laus. Engin afstaða tekin Í gegnum næstu níu þætti eykst flækjan til muna með því að Danny og Amy leggja sífellt meira undir og ganga lengra í hefndaraðgerðum sínum. Sem betur fer ganga þættirnir ekki eingöngu út á stigmögnun hrekkja, heldur eru þau fyrir rest búin að flækja fjölskyldur hvors annars í barnalegar deilur sínar. Einnig vinna höfundarnir vel með að dýpka aðalpersónurnar tvær þegar á líður. Við fáum að skyggnast inn í æsku þeirra og er það smekklega gert. Beef tekur ekki afstöðu með annarri persónunni umfram hina, heldur er okkur í raun jafn vel og illa við Danny og Amy, eftir því hvað við á hverju sinni. Ef ég þyrfti þó að velja mér aðra persónuna til að halda með væri það sennilega Danny. Það er ansi margt við hann sem er sympatískara en Amy. Einfaldast er að telja til þá staðreynd að Amy hefur illdeilurnar með ótrúlega aggressívu flauti og puttasendingum. Hver hefur ekki lent í því að bakka út úr stæði og bíll birtist skyndilega fyrir aftan þá? Allir. Einnig hafa allir lent í að bíll bakkar út úr stæði í veg fyrir þá. En hversu margir af þeim liggja á flautunni í 10 sekúndur og senda bakkaranum puttann? Fæstir. Sympatískur stuðningur Einnig á Amy mun fínni bíl en Danny, risastórt hús og glás peninga. Hún á frábæran eiginmann, yndislega dóttur og virðist ganga allt í haginn. Á sama tíma er Danny með allt niður um sig, hvort sem það er faglega eða í einkalífinu. Einnig er Steven Yeun sem túlkar Danny, á allan máta mýkri. Andlitið á honum er mýkra, hann er með mýrki nærveru, á meðan hin frábæra gamanleikkona Ali Wong, sem túlkar Amy er mun harðari. Það þjónar henni frábærlega á sviði sem uppistandari, enda alveg óborganleg í því umhverfi. En þegar kemur að því að skapa samhygð á sjónvarpsskjánum þjónar það henni ekki jafn vel. Það verða þó ákveðin vatnaskil þegar líða tekur á þáttaröðina og farið er að grufla í fortíð persónanna. Þá snýst samhygðin eilítið á sveif með Amy. Sérstaklega hrynur álit manns á Danny þegar ákveðnar upplýsingar varðandi hegðun hans í fortíðinni gagnvart bróður sínum koma í ljós. Vel á minnst. Ein skemmtilegasta persóna þáttanna er bróðirinn Paul, leikinn af Young Mazino. Höfundur þáttanna gerir ótrúlega vel með því að hafa tvær mjög sympatískar persónur Amy og Danny til stuðnings. Paul og eiginmaður Amy, George (Joseph Lee), hjálpa til við að gera aðalpersónurnar þolanlegri með því að koma með mýkt og ljós inn í þessa annars dökka sögu. Höfundur þáttanna, Lee Sung Jin, hefur í viðtölum sagt að hann sé með tvær þáttaraðir til viðbótar af Beef í huga. Ekkert hefur þó heyrst frá Netflix varðandi framhaldið. Pistlahöfundur Collider hefur þó komið með nokkuð góð rök fyrir því að best sé að láta staðar numið hér. Ég er í raun alveg sammála honum varðandi það að þættirnir tíu standi ansi vel einir og sér og ekki þurfi meira. Það er samt eitthvað sem kitlar við það að fá meira. Beef eru ekki svo góðir þættir að ég hafi vakað fram á nótt að klára þá, líkt og vinur minn sem ég minntist á í upphafi pistils. Þeir eru hins vegar það góðir að nokkuð mörg kvöld í röð kom ekkert annað til greina en næsti þáttur af Beef. Niðurstaða: Beef er virkilega vel heppnuð þáttaröð um fólk á ystu nöf. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ég tók fyrstu tvo þættina á einu kvöldin; allt í lagi, ekkert spes. Ég gafst þó ekki upp og það var einhvers staðar í þriðja eða fjórða þætti sem Beef náði mér og var þetta hið þægilegasta áhorf upp frá því. Þegar ég segi þægilegt áhorf, á ég við að hin óstjórnlega þörf fyrir að finna sér eitthvað annað betra til að horfa á hvarf (það er auðvitað algjört offramboð á efni og því þolinmæði mín fyrir þáttaröðum sem grípa mig ekki strax takmörkuð). En aftur að Beef. Þetta er ekki þáttaröð um bandaríska kúabændur, heldur vísar notkun orðsins „beef“ í einhvers konar rifrildi og illdeilur, þar sem tvær manneskjur vilja hakka hvor aðra í spað (ef þannig mætti að orði komast). Nei, ekki svona beef. Illdeilurnar hefjast á því að tvær manneskjur á ystu nöf rekast á hvor aðra fyrir tilviljun. Danny Cho (Steven Yeun) situr í bílnum sínum fyrir utan einhvers konar bandaríska Húsasmiðju eftir að hafa mistekist að skila nokkrum ferðagasgrillum sem hann ætlaði að nota til að fremja sjálfsmorð Hann bakkar út úr stæðinu sínu, lítur þó ekki nægilega vel í kringum sig og keyrir næstum á Mercedz Benz GLC 300 sem á leið framhjá. Í stað þess að halda áfram líkt og fólk í andlegu jafnvægi gerir ákveður ökumaður Benz-ins þess í stað að liggja á flautunni í næstum tíu sekúndur áður en hann keyrir af stað. Til að bæta gráu ofan á svart stöðvar hann för sína skömmu síðar, flautar aftur, sýnir Danny löngutöng og brunar burt. Í sínu viðkvæma ástandi æsist Danny allur upp, slíka óvirðu getur hann ekki liðið og geysist af stað á eftir dónadrjólanum. Við tekur ofsaakstur í gegnum götur San Fernando-dals Los Angeles, sem stofnar lífi og limum samborgara ökumannanna tveggja í hættu. Danny nær ekki að hafa hendur í hári Benz-ökuníðingsins en tekst þó að skrá niður númeraplötu bílsins. Þær upplýsingar notar hann til að komast að heimilisfangi eiganda bifreiðarinnar. Þegar þangað er komið áttar hann sig á að manneskjan sem hann hefur fantaserað um að ná sér niður á er kona (Amy, leikin af Ali Wong), en ekki stór vondur karl, líkt og hann hafði séð fyrir sér. Hann verður tvístígandi og lætur sér nægja að pissa á baðherbergis gólfið hennar. Amy áttar sig á að pissarinn er maðurinn á rauða pallbílnum sem elti hana á ofsahraða nokkrum dögum fyrr, í kjölfarið er fjandinn laus. Engin afstaða tekin Í gegnum næstu níu þætti eykst flækjan til muna með því að Danny og Amy leggja sífellt meira undir og ganga lengra í hefndaraðgerðum sínum. Sem betur fer ganga þættirnir ekki eingöngu út á stigmögnun hrekkja, heldur eru þau fyrir rest búin að flækja fjölskyldur hvors annars í barnalegar deilur sínar. Einnig vinna höfundarnir vel með að dýpka aðalpersónurnar tvær þegar á líður. Við fáum að skyggnast inn í æsku þeirra og er það smekklega gert. Beef tekur ekki afstöðu með annarri persónunni umfram hina, heldur er okkur í raun jafn vel og illa við Danny og Amy, eftir því hvað við á hverju sinni. Ef ég þyrfti þó að velja mér aðra persónuna til að halda með væri það sennilega Danny. Það er ansi margt við hann sem er sympatískara en Amy. Einfaldast er að telja til þá staðreynd að Amy hefur illdeilurnar með ótrúlega aggressívu flauti og puttasendingum. Hver hefur ekki lent í því að bakka út úr stæði og bíll birtist skyndilega fyrir aftan þá? Allir. Einnig hafa allir lent í að bíll bakkar út úr stæði í veg fyrir þá. En hversu margir af þeim liggja á flautunni í 10 sekúndur og senda bakkaranum puttann? Fæstir. Sympatískur stuðningur Einnig á Amy mun fínni bíl en Danny, risastórt hús og glás peninga. Hún á frábæran eiginmann, yndislega dóttur og virðist ganga allt í haginn. Á sama tíma er Danny með allt niður um sig, hvort sem það er faglega eða í einkalífinu. Einnig er Steven Yeun sem túlkar Danny, á allan máta mýkri. Andlitið á honum er mýkra, hann er með mýrki nærveru, á meðan hin frábæra gamanleikkona Ali Wong, sem túlkar Amy er mun harðari. Það þjónar henni frábærlega á sviði sem uppistandari, enda alveg óborganleg í því umhverfi. En þegar kemur að því að skapa samhygð á sjónvarpsskjánum þjónar það henni ekki jafn vel. Það verða þó ákveðin vatnaskil þegar líða tekur á þáttaröðina og farið er að grufla í fortíð persónanna. Þá snýst samhygðin eilítið á sveif með Amy. Sérstaklega hrynur álit manns á Danny þegar ákveðnar upplýsingar varðandi hegðun hans í fortíðinni gagnvart bróður sínum koma í ljós. Vel á minnst. Ein skemmtilegasta persóna þáttanna er bróðirinn Paul, leikinn af Young Mazino. Höfundur þáttanna gerir ótrúlega vel með því að hafa tvær mjög sympatískar persónur Amy og Danny til stuðnings. Paul og eiginmaður Amy, George (Joseph Lee), hjálpa til við að gera aðalpersónurnar þolanlegri með því að koma með mýkt og ljós inn í þessa annars dökka sögu. Höfundur þáttanna, Lee Sung Jin, hefur í viðtölum sagt að hann sé með tvær þáttaraðir til viðbótar af Beef í huga. Ekkert hefur þó heyrst frá Netflix varðandi framhaldið. Pistlahöfundur Collider hefur þó komið með nokkuð góð rök fyrir því að best sé að láta staðar numið hér. Ég er í raun alveg sammála honum varðandi það að þættirnir tíu standi ansi vel einir og sér og ekki þurfi meira. Það er samt eitthvað sem kitlar við það að fá meira. Beef eru ekki svo góðir þættir að ég hafi vakað fram á nótt að klára þá, líkt og vinur minn sem ég minntist á í upphafi pistils. Þeir eru hins vegar það góðir að nokkuð mörg kvöld í röð kom ekkert annað til greina en næsti þáttur af Beef. Niðurstaða: Beef er virkilega vel heppnuð þáttaröð um fólk á ystu nöf.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira