Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst á morgun með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo á miðvikudag með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Breiðablik lendi aftur í 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og þurfi annað árið í röð að sætta sig við að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu. Síðasta tímabil hlýtur að flokkast sem ákveðið áfall fyrir Kópavogsliðið sem hefur verið í áskrift að 1.-2. sæti frá því eftir bikarmeistaratímabilið 2013. Fyrsta heila tímabilið undir stjórn þjálfarans reynda Ásmundar Arnarssonar gekk að minnsta kosti ekki eins og í sögu, þó að Blikar hafi komist í bikarúrslitaleikinn. Breiðablik tapaði þremur af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deildinni í fyrra og endaði mótið einnig illa með töpum gegn Selfossi og Þrótti. Þar af leiðandi enduðu Blikar fjórum stigum á eftir Stjörnunni í baráttunni um Evrópusæti en heilum tíu stigum á eftir meisturum Vals sem einnig unnu Blika í bikarúrslitaleiknum. Breiðablik Ár í deildinni: 35 tímabil í röð í efstu deild Besti árangur: Átján sinnum Íslandsmeistarar (síðast 2020) Best í bikar: Tólf sinnum bikarmeistari (síðast 2021) Sæti í fyrra: 3. sæti Þjálfari: Ásmundur Arnarsson (2. tímabil) Markahæst í fyrra: Karitas Tómasdóttir, 6 mörk Eftir vonbrigðin í fyrra hafa Blikakonur krækt í feita bita í vetur og því kannski ekki skrýtið að fulltrúar liðanna í deildinni spái Blikum Íslandsmeistaratitlinum. Sóknarlína þeirra er ákaflega álitleg og ef miðvörðurinn Toni Pressley er eins góð og ferilskráin bendir til þá ætti varnarleikurinn að vera áfram góður þrátt fyrir að stór skörð hafi verið höggvin. Agla María Albertsdóttir sneri heim til Breiðabliks á miðju tímabili í fyrra en verður nú með frá byrjun og það gæti gert gæfumuninn í Kópavogi.VÍSIR/VILHELM Blikar töpuðu ekki leik í riðlakeppni Lengjubikarsins en urðu svo að sætta sig við 2-1 tap á heimavelli gegn Þór/KA í undanúrslitum. Það ætti þó ekki að sitja í liðinu nú þegar sumarið er hafið en hins vegar er spurning hvaða áhrif það hefur á Blika að vera heimilislausir í upphafi móts. Vegna framkvæmda á Kópavogsvelli er Breiðablik í þeirri óvenjulegu stöðu að byrja mótið á fjórum útileikjum, og liðið fær í staðinn fimm heimaleiki í röð í júní og júlí. Hvað sem því líður þá er markmiðið eitt og aðeins eitt í Kópavogi, og það er að byrja aftur að vinna titla í sumar. Liðið og lykilmenn Eins og fyrr segir hefja Blikar tímabilið í ár með mun beittari sóknarlínu en fyrir ári síðan. Þá varð markaleysi liðinu að falli. Mikilvægast fyrir Blika er að nú er Agla María Albertsdóttir með allt mótið, og gott betur því hún skrifaði í vetur undir samning sem gildir út 2024. Forðast ætti að veðja gegn því að þessi 23 ára landsliðskona verði markahæst og best í deildinni í sumar, að því gefnu að hún sýni sitt rétta andlit. Grafík/Bjarki Agla María ætti einnig að geta lagt upp á Katrínu Ásbjörnsdóttur en Breiðablik vann kapphlaupið um þennan hæfileikaríka framherja, og nítján landsleikja konu, sem komst á fulla ferð í fyrra og skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna. Katrín meiddist reyndar í hné í mars en þau meiðsli voru mun léttvægari en óttast var í fyrstu. Komnar: Toni Pressley frá Orlando Pride (Bandaríkjunum) Andrea Rut Bjarnadóttir frá Þrótti R. Katrín Ásbjörnsdóttir frá Stjörnunni Elín Helena Karlsdóttir frá Keflavík (úr láni) Hildur Lilja Ágústsdóttir frá KR (úr láni) Farnar: Karen María Sigurgeirsdóttir í Þór/KA (lán) Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz í ÍBV Laufey Harpa Halldórsdóttir í Tindastól (lán) Eva Nichole Persson í Brommapojkarna (Svíþjóð) Heiðdís Lillýjardóttir í Basel (Sviss) Natasha Anasi í Brann (Noregi) Mikaela Nótt Pétursdóttir til Keflavíkur (lán) Melina Ayres í Melbourne Victory (Ástralíu) Hin tvítuga Birta Georgsdóttir kom að tíu mörkum fyrir Breiðablik í fyrra og Andrea Rut Bjarnadóttir, sem kom frá Þrótti, er einnig afar hæfileikaríkur kant- og miðjumaður sem lífgað gæti enn meira upp á sóknarleik Blika. Birta Georgsdóttir skoraði þrjú mörk og átti sjö stoðsendingar á síðustu leiktíð.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik er með einn besta leikmann deildarinnar í Karitas Tómasdóttur á miðjunni og hin bandaríska Taylor Ziemer tekur þar sitt þriðja tímabil með Blikum. Báðar hafa glímt við smávægileg meiðsli en ættu að vera klárar nú þegar mótið er að hefjast. Í vörninni er fyrirliðinn öflugi Ásta Eir Árnadóttir laus við meiðsli og munar um minna, og spennandi verður að sjá örvfætta miðvörðinn Toni Pressley sýna sig í deildinni en hún býr yfir mikilli reynslu og hefur leikið með Orlando Pride í Bandaríkjunum um árabil, til að mynda með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Þær Heiðdís Lillýardóttir og Natasha Anasi skilja þó vissulega eftir sig vandfyllt skörð. Landsliðsbakvörðurinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er væntanleg til landsins snemma í maí, sem og Hildur Þóra Hákonardóttir, en því miður fyrir Blika fara þær væntanlega aftur út til Bandaríkjanna í ágúst, í sitt háskólanám. Lykilmenn Breiðabliks Agla María Albertsdóttir, 23 ára kantmaður Karitas Tómasdóttir, 27 ára miðjumaður Toni Pressley, 33 ára miðvörður Fylgist með Það er mikið um þekktar stærðir í liði Breiðabliks en hin tvítuga Elín Helena Karlsdóttir gæti komið inn í stórt hlutverk í vörninni eftir að hafa fengið sína eldskírn sem lánsmaður hjá Keflavík síðustu tvær leiktíðir, þar sem hún átti fast sæti í byrjunarliðinu. Hún virðist hafa nýtt vel tækifæri sín í Lengjubikarnum í vor og það verður fróðlegt að fylgjast með samvinnu hennar og hinnar 33 ára gömlu Pressley. Rangæingurinn Karitas Tómasdóttir er í stóru hlutverki á miðjunni hjá Breiðabliki og varð markahæst hjá liðinu í fyrra, með sex mörk.VÍSIR/VILHELM Í besta/versta falli Það er nánast hægt að segja að spáin okkar sé miðað við verstu mögulegu niðurstöðu hjá Breiðabliki. Liðið gæti hæglega endað í 2. sæti eða landað Íslandsmeistaratitlinum. Ef allt fer á versta veg er svo sem ekki alveg hægt að útiloka að Blikar endi í 4. sæti en neðar endar liðið ekki nema eitthvað ævintýralega mikið gangi á. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst á morgun með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo á miðvikudag með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Breiðablik lendi aftur í 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og þurfi annað árið í röð að sætta sig við að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu. Síðasta tímabil hlýtur að flokkast sem ákveðið áfall fyrir Kópavogsliðið sem hefur verið í áskrift að 1.-2. sæti frá því eftir bikarmeistaratímabilið 2013. Fyrsta heila tímabilið undir stjórn þjálfarans reynda Ásmundar Arnarssonar gekk að minnsta kosti ekki eins og í sögu, þó að Blikar hafi komist í bikarúrslitaleikinn. Breiðablik tapaði þremur af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deildinni í fyrra og endaði mótið einnig illa með töpum gegn Selfossi og Þrótti. Þar af leiðandi enduðu Blikar fjórum stigum á eftir Stjörnunni í baráttunni um Evrópusæti en heilum tíu stigum á eftir meisturum Vals sem einnig unnu Blika í bikarúrslitaleiknum. Breiðablik Ár í deildinni: 35 tímabil í röð í efstu deild Besti árangur: Átján sinnum Íslandsmeistarar (síðast 2020) Best í bikar: Tólf sinnum bikarmeistari (síðast 2021) Sæti í fyrra: 3. sæti Þjálfari: Ásmundur Arnarsson (2. tímabil) Markahæst í fyrra: Karitas Tómasdóttir, 6 mörk Eftir vonbrigðin í fyrra hafa Blikakonur krækt í feita bita í vetur og því kannski ekki skrýtið að fulltrúar liðanna í deildinni spái Blikum Íslandsmeistaratitlinum. Sóknarlína þeirra er ákaflega álitleg og ef miðvörðurinn Toni Pressley er eins góð og ferilskráin bendir til þá ætti varnarleikurinn að vera áfram góður þrátt fyrir að stór skörð hafi verið höggvin. Agla María Albertsdóttir sneri heim til Breiðabliks á miðju tímabili í fyrra en verður nú með frá byrjun og það gæti gert gæfumuninn í Kópavogi.VÍSIR/VILHELM Blikar töpuðu ekki leik í riðlakeppni Lengjubikarsins en urðu svo að sætta sig við 2-1 tap á heimavelli gegn Þór/KA í undanúrslitum. Það ætti þó ekki að sitja í liðinu nú þegar sumarið er hafið en hins vegar er spurning hvaða áhrif það hefur á Blika að vera heimilislausir í upphafi móts. Vegna framkvæmda á Kópavogsvelli er Breiðablik í þeirri óvenjulegu stöðu að byrja mótið á fjórum útileikjum, og liðið fær í staðinn fimm heimaleiki í röð í júní og júlí. Hvað sem því líður þá er markmiðið eitt og aðeins eitt í Kópavogi, og það er að byrja aftur að vinna titla í sumar. Liðið og lykilmenn Eins og fyrr segir hefja Blikar tímabilið í ár með mun beittari sóknarlínu en fyrir ári síðan. Þá varð markaleysi liðinu að falli. Mikilvægast fyrir Blika er að nú er Agla María Albertsdóttir með allt mótið, og gott betur því hún skrifaði í vetur undir samning sem gildir út 2024. Forðast ætti að veðja gegn því að þessi 23 ára landsliðskona verði markahæst og best í deildinni í sumar, að því gefnu að hún sýni sitt rétta andlit. Grafík/Bjarki Agla María ætti einnig að geta lagt upp á Katrínu Ásbjörnsdóttur en Breiðablik vann kapphlaupið um þennan hæfileikaríka framherja, og nítján landsleikja konu, sem komst á fulla ferð í fyrra og skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna. Katrín meiddist reyndar í hné í mars en þau meiðsli voru mun léttvægari en óttast var í fyrstu. Komnar: Toni Pressley frá Orlando Pride (Bandaríkjunum) Andrea Rut Bjarnadóttir frá Þrótti R. Katrín Ásbjörnsdóttir frá Stjörnunni Elín Helena Karlsdóttir frá Keflavík (úr láni) Hildur Lilja Ágústsdóttir frá KR (úr láni) Farnar: Karen María Sigurgeirsdóttir í Þór/KA (lán) Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz í ÍBV Laufey Harpa Halldórsdóttir í Tindastól (lán) Eva Nichole Persson í Brommapojkarna (Svíþjóð) Heiðdís Lillýjardóttir í Basel (Sviss) Natasha Anasi í Brann (Noregi) Mikaela Nótt Pétursdóttir til Keflavíkur (lán) Melina Ayres í Melbourne Victory (Ástralíu) Hin tvítuga Birta Georgsdóttir kom að tíu mörkum fyrir Breiðablik í fyrra og Andrea Rut Bjarnadóttir, sem kom frá Þrótti, er einnig afar hæfileikaríkur kant- og miðjumaður sem lífgað gæti enn meira upp á sóknarleik Blika. Birta Georgsdóttir skoraði þrjú mörk og átti sjö stoðsendingar á síðustu leiktíð.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik er með einn besta leikmann deildarinnar í Karitas Tómasdóttur á miðjunni og hin bandaríska Taylor Ziemer tekur þar sitt þriðja tímabil með Blikum. Báðar hafa glímt við smávægileg meiðsli en ættu að vera klárar nú þegar mótið er að hefjast. Í vörninni er fyrirliðinn öflugi Ásta Eir Árnadóttir laus við meiðsli og munar um minna, og spennandi verður að sjá örvfætta miðvörðinn Toni Pressley sýna sig í deildinni en hún býr yfir mikilli reynslu og hefur leikið með Orlando Pride í Bandaríkjunum um árabil, til að mynda með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Þær Heiðdís Lillýardóttir og Natasha Anasi skilja þó vissulega eftir sig vandfyllt skörð. Landsliðsbakvörðurinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er væntanleg til landsins snemma í maí, sem og Hildur Þóra Hákonardóttir, en því miður fyrir Blika fara þær væntanlega aftur út til Bandaríkjanna í ágúst, í sitt háskólanám. Lykilmenn Breiðabliks Agla María Albertsdóttir, 23 ára kantmaður Karitas Tómasdóttir, 27 ára miðjumaður Toni Pressley, 33 ára miðvörður Fylgist með Það er mikið um þekktar stærðir í liði Breiðabliks en hin tvítuga Elín Helena Karlsdóttir gæti komið inn í stórt hlutverk í vörninni eftir að hafa fengið sína eldskírn sem lánsmaður hjá Keflavík síðustu tvær leiktíðir, þar sem hún átti fast sæti í byrjunarliðinu. Hún virðist hafa nýtt vel tækifæri sín í Lengjubikarnum í vor og það verður fróðlegt að fylgjast með samvinnu hennar og hinnar 33 ára gömlu Pressley. Rangæingurinn Karitas Tómasdóttir er í stóru hlutverki á miðjunni hjá Breiðabliki og varð markahæst hjá liðinu í fyrra, með sex mörk.VÍSIR/VILHELM Í besta/versta falli Það er nánast hægt að segja að spáin okkar sé miðað við verstu mögulegu niðurstöðu hjá Breiðabliki. Liðið gæti hæglega endað í 2. sæti eða landað Íslandsmeistaratitlinum. Ef allt fer á versta veg er svo sem ekki alveg hægt að útiloka að Blikar endi í 4. sæti en neðar endar liðið ekki nema eitthvað ævintýralega mikið gangi á.
Breiðablik Ár í deildinni: 35 tímabil í röð í efstu deild Besti árangur: Átján sinnum Íslandsmeistarar (síðast 2020) Best í bikar: Tólf sinnum bikarmeistari (síðast 2021) Sæti í fyrra: 3. sæti Þjálfari: Ásmundur Arnarsson (2. tímabil) Markahæst í fyrra: Karitas Tómasdóttir, 6 mörk
Komnar: Toni Pressley frá Orlando Pride (Bandaríkjunum) Andrea Rut Bjarnadóttir frá Þrótti R. Katrín Ásbjörnsdóttir frá Stjörnunni Elín Helena Karlsdóttir frá Keflavík (úr láni) Hildur Lilja Ágústsdóttir frá KR (úr láni) Farnar: Karen María Sigurgeirsdóttir í Þór/KA (lán) Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz í ÍBV Laufey Harpa Halldórsdóttir í Tindastól (lán) Eva Nichole Persson í Brommapojkarna (Svíþjóð) Heiðdís Lillýjardóttir í Basel (Sviss) Natasha Anasi í Brann (Noregi) Mikaela Nótt Pétursdóttir til Keflavíkur (lán) Melina Ayres í Melbourne Victory (Ástralíu)
Lykilmenn Breiðabliks Agla María Albertsdóttir, 23 ára kantmaður Karitas Tómasdóttir, 27 ára miðjumaður Toni Pressley, 33 ára miðvörður