Formúla 1

Rit­­stjórinn rekinn eftir smekk­­­lausa og villandi grein um Schumacher

Aron Guðmundsson skrifar
Michael Schumacher er án nokkurs vafa þekktasta nafnið í sögu Formúlu 1 
Michael Schumacher er án nokkurs vafa þekktasta nafnið í sögu Formúlu 1  Visir/Getty

Rit­stjóra þýska tíma­ritsins Die Aktu­elle hefur verið sagt upp störfum eftir að við­tal, sem sagt var vera við þýsku For­múlu 1 goð­sögnina Michael Schumacher en var í raun texti settur saman af gervi­greindar­for­riti, birtist í ný­legu tölu­blaði tíma­ritsins.

Það er The Guar­dian sem greinir frá vendingunum en margir ráku upp stór augu þegar að Die Aktu­elle kom út á dögunum og á for­síðunni var stór mynd af Michael Schumacher og gefið í skyn að hægt væri að lesa fyrsta við­talið við hann, eftir að hann lenti í skelfi­legu skíða­slysi árið 2013, í um­ræddu blaði.

Michael Schumacher er á nokkurs vafa þekktasta nafn For­múlu 1 mótaraðarinnar. Á sínum tíma sem öku­maður varð Schumacher sjö­faldur heims­meistari og sá öku­maður sem hefur, á­samt Bretanum Sir Lewis Hamilton, unnið felsta heims­meistara­titla.

Eftir For­múlu 1 ferilinn sneri hann sér að öðrum á­huga­málum en í desember árið 2013 bárust af því fréttir að Schumacher hefði slasast al­var­lega í skíða­slysi í frönsku Ölpunum.

Síðan þá hefur lítið frést af líðan Schumacher­s. Fjöl­skylda hans hefur virt þá ósk hans, sem var einnig ríkjandi á meðan á For­múlu 1 ferli hans stóð, að einka­lífi hans og fjöl­skyldunnar skuli haldið fjarri kast­ljósi fjöl­miðla.

Á­kvörðun Die Aktu­elle um að láta eins og að Schumacher hefði veitt þeim við­tal og að setja það á for­síðu tíma­ritsins hefur skiljan­lega valdið mikilli hneykslan. Í ný­legri til­kynningu frá stjórn­endum tíma­ritsins segir að rit­stjóra þess hafi verið sagt upp störfum.

„Þessi smekk­lausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast,“ segir meðal annars í yfir­lýsingu frá Die Aktu­elle. „Hún er engan vegin í sam­ræmi við þær kröfur sem gerðar eru til fjöl­miðla og blaða­manna.“

Með það til hlið­sjónar hafi rit­stjóranum, Anne Hoff­mann, sem gegnt hefur starfinu síðan árið 2009 verið sagt upp störfum.

Þá hafa stjórn­endur tíma­ritsins beðið Schumacher fjöl­skylduna af­sökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×