Martin spilaði alls um 23 mínútur í leiknum sem endaði með sjö stiga sigri Valencia, 95-88.
Íslendingurinn knái náði á sínum mínútum að skora 12 stig, taka tvö fráköst og gefa fjórar stoðsendingar.
Valencia er með 30 stig eftir leik kvöldsins í 8. sæti ACB deildarinnar sem er jafnframt efsta deild á Spáni.