Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 11:54 Ráðuneytið gerir athugasemdir við meðferð Hafnarfjarðarbæjar á máli níu ára barns sem lokað var inni í einveruherbergi. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. Barnið var níu ára þegar atvikið varð en það var lokað inni í einveruherberginu eftir að hafa farið inn á stjórnendaskrifstofu og velt til munum. Greint var frá úrskurði ráðuneytisins í málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina; þ.e. að brotið hefði verið gegn barninu með innilokuninni. Samhliða úrskurðinum sendi ráðuneytið Hafnarfjarðarbæ sérstakt álit en foreldrar barnsins gerðu alvarlegar athugasemdir við meðferð bæjarins á málinu og hvernig samskiptum hefði verið háttað eftir atvikið; lýstu skilningsleysi og dónaskap. Foreldrana og starfsfólk greindi til að mynda á um hvernig skólavist barnsins ætti að vera háttað eftir atvikið. Bærinn vildi að barnið færi í sérúrræði en foreldrarnir að það héldi áfram í sínum skóla. Slit hafi orðið á samskiptum, að frumkvæði foreldra, og bærinn meðal annars vísað til þess að foreldrarnir hafi „rekið mál sitt í fjölmiðlum“. Ráðuneytið telur hins vegar að meðferð bæjarins á málinu hafi ekki verið í samræmi við lög; bærinn megi ekki koma sér hjá því að finna lausn á málinu með þeim hætti sem hann gerði. Framvegis verði bærinn að gæta betur að svörum til foreldra og gæta betur að þeim farvegi sem ágreiningur um skólavist barna er lagður í hjá bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri gaf ekki kost á viðtali vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar en fréttastofa fékk senda yfirlýsingu frá bænum. Þar segir að Hafnarfjarðarbær tjái sig ekki um einstök mál nemenda. Almennt teljist líkamleg inngrip til undantekninga í skólastarfi. Skólayfirvöld leggi áherslu á að hafa farsæld og öryggi barna og starfsmanna í fyrirrúmi. Yfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar í heild: Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi. Hafnarfjörður Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Barnið var níu ára þegar atvikið varð en það var lokað inni í einveruherberginu eftir að hafa farið inn á stjórnendaskrifstofu og velt til munum. Greint var frá úrskurði ráðuneytisins í málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina; þ.e. að brotið hefði verið gegn barninu með innilokuninni. Samhliða úrskurðinum sendi ráðuneytið Hafnarfjarðarbæ sérstakt álit en foreldrar barnsins gerðu alvarlegar athugasemdir við meðferð bæjarins á málinu og hvernig samskiptum hefði verið háttað eftir atvikið; lýstu skilningsleysi og dónaskap. Foreldrana og starfsfólk greindi til að mynda á um hvernig skólavist barnsins ætti að vera háttað eftir atvikið. Bærinn vildi að barnið færi í sérúrræði en foreldrarnir að það héldi áfram í sínum skóla. Slit hafi orðið á samskiptum, að frumkvæði foreldra, og bærinn meðal annars vísað til þess að foreldrarnir hafi „rekið mál sitt í fjölmiðlum“. Ráðuneytið telur hins vegar að meðferð bæjarins á málinu hafi ekki verið í samræmi við lög; bærinn megi ekki koma sér hjá því að finna lausn á málinu með þeim hætti sem hann gerði. Framvegis verði bærinn að gæta betur að svörum til foreldra og gæta betur að þeim farvegi sem ágreiningur um skólavist barna er lagður í hjá bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri gaf ekki kost á viðtali vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar en fréttastofa fékk senda yfirlýsingu frá bænum. Þar segir að Hafnarfjarðarbær tjái sig ekki um einstök mál nemenda. Almennt teljist líkamleg inngrip til undantekninga í skólastarfi. Skólayfirvöld leggi áherslu á að hafa farsæld og öryggi barna og starfsmanna í fyrirrúmi. Yfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar í heild: Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi.
Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi.
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent