Mikilvægt að grípa börn með lesblindu snemma Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. apríl 2023 12:11 Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerði rannsóknina og segir hún niðurstöðurnar merkilegar. HÍ/Kristinn Ingvarsson Um tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi glíma við lesblindu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Félag lesblindra. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir niðurstöðurnar sláandi. Hingað til hefur verið miðað við að einn af hverjum tíu glími með lesblindu og benda niðurstöðurnar til þess að þeir séu mun fleiri. Þetta er í fyrsta sinn sem aldurshópurinn átján til tuttugu og fjögurra ára er rannsakaður og segir Ásdís stöðu þeirra sem eru með lesblindu mjög ólíka þeirra sem ekki eru með lesblindu. Áhugavert sé að sjá muninn á hópunum. „Þau sem eru með lesblindu og greindust með lesblindu eftir tíu ára aldur eru líklegri til að vera hvorki í námi né með vinnu heldur en þau sem að ekki eru með lesblindu greiningu og þau sem greindust fyrir tíu ára aldur. Það er svona ein meginniðurstaða í könnuninni að þau sem greinast tiltölulega seint með lesblindu, eftir tíu ára aldur, staða þeirra er að mörgu leyti verri en þeirra sem greindust fyrr,“ segir Ásdís. Það gefi vísbendingu um að mikilvægt sé að grípa börn með lesblindu snemma og veita þeim viðunandi stuðning við hæfi upp á framtíðarmöguleika þeirra í námi og starfi. Ásdís segir markmið rannsóknarinnar hafa verið að skoða ungt fólk sem er að fóta sig í námi og starfi. Niðurstöðurnar séu merkilegar, til að mynda séu þeir sem eru með lesblindu mun ólíklegri til að vera í háskólanámi. „Þannig þetta gefur vísbendingar um að þau sem eru með lesblindu fari síður í nám. Við spurðum líka út í kvíðan, þau sem eru að greinast með lesblindu eftir tíu ára aldurinn þau eru að upplifa meiri kvíða,“ segir Ásdís. Hún bætir við að viðtöl hafi verið tekin við ungmenni sem tóku þátt í rannsókninni. Þau hafi lýst kvíða sem þau höfðu upplifað frá unga aldri. Ásdís segir kvíðan hafa tengst náminu og að þurfa standa upp fyrir framan bekkinn og lesa upphátt. Mögulega skýri það að hluta hvers vegna ungmenni með lesblindu sæki síður í áframhaldandi nám. Ásdís vonar að niðurstöðurnar auki vitund fólks á vandamálinu og að úrbætur verði gerðar fyrir lesblinda. Til standi að rannsaka lesblindu enn frekar líkt og fólk á vinnumarkaði með lesblindu. Heilbrigðismál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32 Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hingað til hefur verið miðað við að einn af hverjum tíu glími með lesblindu og benda niðurstöðurnar til þess að þeir séu mun fleiri. Þetta er í fyrsta sinn sem aldurshópurinn átján til tuttugu og fjögurra ára er rannsakaður og segir Ásdís stöðu þeirra sem eru með lesblindu mjög ólíka þeirra sem ekki eru með lesblindu. Áhugavert sé að sjá muninn á hópunum. „Þau sem eru með lesblindu og greindust með lesblindu eftir tíu ára aldur eru líklegri til að vera hvorki í námi né með vinnu heldur en þau sem að ekki eru með lesblindu greiningu og þau sem greindust fyrir tíu ára aldur. Það er svona ein meginniðurstaða í könnuninni að þau sem greinast tiltölulega seint með lesblindu, eftir tíu ára aldur, staða þeirra er að mörgu leyti verri en þeirra sem greindust fyrr,“ segir Ásdís. Það gefi vísbendingu um að mikilvægt sé að grípa börn með lesblindu snemma og veita þeim viðunandi stuðning við hæfi upp á framtíðarmöguleika þeirra í námi og starfi. Ásdís segir markmið rannsóknarinnar hafa verið að skoða ungt fólk sem er að fóta sig í námi og starfi. Niðurstöðurnar séu merkilegar, til að mynda séu þeir sem eru með lesblindu mun ólíklegri til að vera í háskólanámi. „Þannig þetta gefur vísbendingar um að þau sem eru með lesblindu fari síður í nám. Við spurðum líka út í kvíðan, þau sem eru að greinast með lesblindu eftir tíu ára aldurinn þau eru að upplifa meiri kvíða,“ segir Ásdís. Hún bætir við að viðtöl hafi verið tekin við ungmenni sem tóku þátt í rannsókninni. Þau hafi lýst kvíða sem þau höfðu upplifað frá unga aldri. Ásdís segir kvíðan hafa tengst náminu og að þurfa standa upp fyrir framan bekkinn og lesa upphátt. Mögulega skýri það að hluta hvers vegna ungmenni með lesblindu sæki síður í áframhaldandi nám. Ásdís vonar að niðurstöðurnar auki vitund fólks á vandamálinu og að úrbætur verði gerðar fyrir lesblinda. Til standi að rannsaka lesblindu enn frekar líkt og fólk á vinnumarkaði með lesblindu.
Heilbrigðismál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32 Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32
Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00