Enski boltinn

Spurs rak vin Contes eftir afhroðið gegn Newcastle

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristian Stellini (lengst til vinstri). Við hlið hans er Ryan Mason sem gæti tekið við starfi hans.
Cristian Stellini (lengst til vinstri). Við hlið hans er Ryan Mason sem gæti tekið við starfi hans. getty/Clive Brunskill

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hefur rekið bráðabirgðastjórann Cristian Stellini úr starfi.

Tottenham steinlá fyrir Newcastle United í gær, 6-1, í mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Newcastle var komið í 5-0 eftir 21 mínútu.

Þetta var síðasti leikur Spurs undir stjórn Stellinis. Hann var ráðinn bráðabirgðastjóri liðsins þegar vinur hans, Antonio Conte, var rekinn 26. mars. Spurs fékk fjögur stig í fjórum leikjum undir stjórn Stellinis.

Ryan Mason tekur við Tottenham út tímabilið. Hann stýrði Spurs undir lok tímabilsins 2020-21 eftir að José Mourinho var látinn taka pokann sinn.

Tottenham er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 53 stig, sex stigum frá Meistaradeildarsæti. Næsti leikur Spurs er gegn Manchester United á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir

Segir Totten­ham að skammast sín og hjólar í stjórn fé­lagsins

Jamie Carrag­her, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu og nú­verandi spark­s­pekingur Sky Sports segir enska úr­vals­deildar­fé­laginu Totten­ham að skammast sín en liðið tapaði í gær 6-1 fyrir New­cast­le United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×