Huggulegt stefnumót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eldborg Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. apríl 2023 15:30 Hallgrímur Ólafsson, jafnan þekktur sem Halli Melló, var óvænt kallaður upp á svið á afmælistónleikum Jóns Ólafssonar vinar síns. Stefán Stefánsson Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti. „Ég ákvað að taka leynigest upp á svið alveg óundirbúið þannig að hvorki listafólkið né leynigesturinn vissi af þessu. Þetta var því ákveðin áhætta en ég tók sénsinn, kallaði Hallgrím Ólafsson upp á svið og lét hann syngja eitt lag með mér. Honum var auðvitað frekar brugðið en hélt andlitinu og söng eitt lag með okkur,“ segir Jón. Blaðamaður tók púlsinn á Halla, sem segir að þetta hafi verið óvænt ánægja. „Ég var svo leynilegur leynigestur að ég vissi ekki einu sinni af því,“ segir Halli hlæjandi og bætir við: „Ég ætlaði bara að eiga huggulegt tónleikakvöld með konunni minni sem við gerum mjög sjaldan, þar sem ég er vanalega uppi á sviði.“ Jón ÓIafs og Halli Melló skemmtu sér vel saman á sviðinu á laugardagskvöld.Stefán Stefánsson Hann segir þó kvöldið hafa verið stórkostlegt og skemmtilegt. „Það bjargaði mér að Jón valdi lag sem ég þekki vel og hef sungið. Það heitir Meiri gauragangur og er úr Gauragangs sýningunni. Ég hef oft verið að hrósa þessu lagi við hann í gegnum tíðina þannig að hann vissi alveg hvað hann var að gera. Ég er bara feginn að hann hafi ekki beðið mig um þetta fyrr, þá hefði ég verið svo stressaður allan daginn. Kvöldið var einfaldlega stórkostlegt, það var svo gaman að horfa á Jón og fagna þessu 60 ára afmæli með honum. Maður var bara klökkur í lokinn, þetta var fallegt og maður áttar sig líka á því hvað hann er búinn að gera ótrúlega mikið af mismunandi músík með alls konar fólki,“ segir Halli að lokum. Halli Melló var sáttur með lagaval Jóns Ólafssonar.Stefán Stefánsson Það er nóg um að vera hjá Jóni um þessar mundir en hann verður einnig með afmælistónleika á Græna hattinum á Akureyri 29. apríl næstkomandi. Þar verður hann ásamt hljómsveit og tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst verður sérstakur gestur. Jón Ólafsson og hljómsveit léku fyrir fullum sal í Eldborg, sem rúmar um 1500 manns.Stefán Stefánsson Tónleikar á Íslandi Tónlist Samkvæmislífið Tengdar fréttir Sextán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blindfullt fólk Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi. 7. apríl 2023 07:01 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég ákvað að taka leynigest upp á svið alveg óundirbúið þannig að hvorki listafólkið né leynigesturinn vissi af þessu. Þetta var því ákveðin áhætta en ég tók sénsinn, kallaði Hallgrím Ólafsson upp á svið og lét hann syngja eitt lag með mér. Honum var auðvitað frekar brugðið en hélt andlitinu og söng eitt lag með okkur,“ segir Jón. Blaðamaður tók púlsinn á Halla, sem segir að þetta hafi verið óvænt ánægja. „Ég var svo leynilegur leynigestur að ég vissi ekki einu sinni af því,“ segir Halli hlæjandi og bætir við: „Ég ætlaði bara að eiga huggulegt tónleikakvöld með konunni minni sem við gerum mjög sjaldan, þar sem ég er vanalega uppi á sviði.“ Jón ÓIafs og Halli Melló skemmtu sér vel saman á sviðinu á laugardagskvöld.Stefán Stefánsson Hann segir þó kvöldið hafa verið stórkostlegt og skemmtilegt. „Það bjargaði mér að Jón valdi lag sem ég þekki vel og hef sungið. Það heitir Meiri gauragangur og er úr Gauragangs sýningunni. Ég hef oft verið að hrósa þessu lagi við hann í gegnum tíðina þannig að hann vissi alveg hvað hann var að gera. Ég er bara feginn að hann hafi ekki beðið mig um þetta fyrr, þá hefði ég verið svo stressaður allan daginn. Kvöldið var einfaldlega stórkostlegt, það var svo gaman að horfa á Jón og fagna þessu 60 ára afmæli með honum. Maður var bara klökkur í lokinn, þetta var fallegt og maður áttar sig líka á því hvað hann er búinn að gera ótrúlega mikið af mismunandi músík með alls konar fólki,“ segir Halli að lokum. Halli Melló var sáttur með lagaval Jóns Ólafssonar.Stefán Stefánsson Það er nóg um að vera hjá Jóni um þessar mundir en hann verður einnig með afmælistónleika á Græna hattinum á Akureyri 29. apríl næstkomandi. Þar verður hann ásamt hljómsveit og tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst verður sérstakur gestur. Jón Ólafsson og hljómsveit léku fyrir fullum sal í Eldborg, sem rúmar um 1500 manns.Stefán Stefánsson
Tónleikar á Íslandi Tónlist Samkvæmislífið Tengdar fréttir Sextán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blindfullt fólk Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi. 7. apríl 2023 07:01 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Sextán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blindfullt fólk Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi. 7. apríl 2023 07:01