Stóri plokkdagurinn er dagur okkar allra Plokk á Íslandi 26. apríl 2023 09:24 Einar Bárðarson, fyrir miðju, er einn þeirra sem kemur að Stóra plokkdeginum. Hér er hann ásamt hópi duglegra plokkara á Stóra plokkdeginum í fyrra. Myndir/Mummi Lú. Stóri plokkdagurinn verður haldin sunnudaginn 30. apríl en þetta er í sjötta sinn sem dagurinn er haldin hátíðlegur. Plokk á Íslandi heldur út virkum hópi á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem átta þúsund meðlimir deila myndum af plokki sínu og útivist. „Það er ótrúlega magnað að rúmlega átta þúsund manns eigi þetta áhugamál,“ segir Einar Bárðarson, sem er einn þeirra sem stendur á bak við daginn. „Við erum að sjálfsögðu með meistaradeild sem æfir daglega og keppir allt árið um kring en við erum líka með áhugafólk sem grípur í töngina á vorin og haustin eða sér um sitt svæði allt árið um kring.“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók þátt á síðasta ári. Hér er hann ásamt ungum og öflugum plokkara úr Kópavogi. Í ár nýtur Plokk á Íslandi stuðnings Landsvirkjunar, Umhverfisráðuneytisins og Rótarý hreyfingarinnar á Íslandi en flestir Rótarý klúbbar á landinu standa að plokk-viðburði um helgina. „Stuðningur Landsvirkjunar og ráðuneytisins skiptir miklu máli og gerir okkur kleift að kynna þetta enn betur. Aðkoma Rótarý hreyfingarinnar er einnig mikil innspýting því hún teygir sig um allt samfélagið, og inniheldur einstaklinga sem vilja láta gott af sér leiða.“ Allir geta skipulagt viðburði Hann segir Stóra plokkdaginn vera dag okkar allra. „Það geta allir skipulagt viðburði í sínu nær samfélagi og hvatt um leið annað fólk til að gera það sama. Við eigum því að hvetja sveitarfélögin okkar til að taka þátt, vinnustaði og vinnufélaga okkar, skólafélaga og ekki síst nágranna okkar í götunni heima.“ Hann hvetur sem flesta landsmenn til að skipuleggja minni viðburði í nær samfélagi sínu og plokka þar sem plast og pappi hefur safnast saman í rokinu í vetur. „Ef við áttum okkur á því hvaðan ruslið kemur er ekki úr vegi að láta viðkomandi ábyrgðarmenn vita. Og ekki bara láta vita heldur biðja viðkomandi að ganga betur frá ruslafötum eða gámum því ósjaldan er uppruni rusls óásættanlegur frágangur á rusla ílátum.“Merki Stóra plokkdagsins er inn á plokk.is þar sem allir geta sótt það og notað það til að merkja viðburði sína með. Einfalt að skipuleggja plokk viðburð Einar segir afar einfalt að skipuleggja plokk viðburð ef þessum einföldum leiðbeiningum sé fylgt eftir. „Fyrsta skrefið er að velja svæði sem þú elskar. Næst er viðburður stofnaður á Facebook í eigin nafni og hann skýrður „PLOKK-eitthvað“. Viðburðinum er deilt inn á Plokk á Íslandi á Facebook til að virkja fleiri plokkara. Svo er tilvalið að deila viðburðinum á bæjarsíðuna þína á Facebook og hverfasíðuna ef við á.“ Einar minnir á að taka myndir á viðburðinum, deila þeim á samfélagsmiðla og merkja #plokk #plokk2023. „Öll hvatning og miðlun á samfélagsmiðlum er nefnilega ekki mont heldur þvert á móti hvatning til annarra að láta sitt ekki eftir liggja.“ Fyrir plokkara sem eru lengra komnir á Instagram og Facebook má fara í valmynd, velja í GIF og skrifað PLOKK. „Þá koma upp GIF merki fyrir Stóra plokkdaginn sem gaman er að setja inn á myndirnar um leið og við merkjum með myllumerkjunum.“ Engin þörf á dýrum búnaði Það þarf ekki dýran eða flókinn búnað til að plokka að sögn Einars. Það sem helst þarf eru glærir plastpokar, snæri eða bensli og plokktangir. „Best er að vera með tvo poka, einn fyrir plast svo hægt sé að endurvinna það og annan fyrir allt annað rusl. Snæri eða bensli er notað til að loka pokunum svo það fjúki ekki úr þeim og plokktangir eru ágætar en ekki nauðsynlegar. Þá er ágætt að hafa í huga að ódýrari tangir eru betri því dýrari eru mun þyngri.“ Einar hvetur plokkara til að klæða sig eftir veðurfari. „Það er gott að vera með hanska og öryggisvesti eru ákjósanleg en skyldubúnaður ef við erum að plokka með fram vegum eða við götur.“ Vanda þarf valið á plokkunarstað Við val á plokkunarstað er ekki æskilegt að velja stað við stór umferðarmannvirki og stórar umferðaræðar nema plokkarar séu sérstaklega útbúnir, t.d. í endurskinsvestum. Og slíkir staðir eru ekki fyrir börn ítrekar Einar. „Í kringum þjónustukjarna er t.d. alltaf mikið plast og umbúðarusl. Þjónustukjarnarnir eru þar sem dagvöruverslanir, skyndibitastaðir, kaffihús, bensínstöðvar og ísbúðir er að finna. Þar er iðulega mikið rusl sem fýkur frá ruslatunnum og ruslagámum sem eru staðsett á þessum svæðum.“ Öruggustu svæðin eru yfirleitt kringum íþróttavelli, skólalóðir og opin svæði. „Girðingar í kringum þessi svæði taka oft drjúgt til sín og þar má iðulega láta hendur standa fram úr ermum.“ Þegar dagsverkinu er lokið þarf að passa sig á því að binda vel fyrir pokana og skorða þá þannig að ekki fjúki upp úr þeim og þeir fjúki ekki sjálfir. „Hægt er að fara með pokana á þjónustustöðvar Sorpu eða annað þar sem tekið er á móti plokki, hvort sem það er skipulagt af Rótarý, sveitarfélaginu ykkar eða af öðrum flottum einstaklingum eða hópum.“ Stuðningur úr ýmsum áttum Endurvinnslustöðvar Sorpu eru opnar á Stóra plokkdeginum til kl. 16 og taka fagnandi á móti öllum plokkurum að sögn Einars. „Þó er rétt að minna á að Sorpa er lokuð mánudaginn 1. maí en opnar aftur þriðjudaginn 2. maí.“ Sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök sem styðja almenna plokkara með því að leggja til söfnunarsvæði og/eða gáma mega koma með afraksturinn til Sorpu án þess að borga urðunargjald segir Einar. „Gámarnir þurfa að vera vel merktir PLOKK og í þeim má bara vera rusl í glærum pokum. Virðum þessar reglur og þá gengur vel að tæma þá.“ Nokkrar valdar verslanir Krónunnar og stöðvar Orkunnar munu auk þess bjóða plokkurum upp á að skila til sín plokki í glærum pokum í opna gáma merkta Stóra plokkdeginum. Að lokum minnir Einar á að sveitarfélög geti oft leiðbeint með svæði þar sem gott væri að plokka. „Auk þess hafa sveitarfélög oft útvegað glæra poka og jafnvel plokktangir. Ef einhver er að skipuleggja stórt plokkverkefni hafa sveitarfélög oft komið með opna gáma sem hægt er að setja plokkið í. Þar sem því er ekki komið við hafa sveitarfélög oft sótt afraksturinn til plokkara, hvort heldur sem það eru 3 eða 30 pokar.“ Nánari upplýsingar eru á plokk.is og á Facebook. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Plokk á Íslandi heldur út virkum hópi á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem átta þúsund meðlimir deila myndum af plokki sínu og útivist. „Það er ótrúlega magnað að rúmlega átta þúsund manns eigi þetta áhugamál,“ segir Einar Bárðarson, sem er einn þeirra sem stendur á bak við daginn. „Við erum að sjálfsögðu með meistaradeild sem æfir daglega og keppir allt árið um kring en við erum líka með áhugafólk sem grípur í töngina á vorin og haustin eða sér um sitt svæði allt árið um kring.“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók þátt á síðasta ári. Hér er hann ásamt ungum og öflugum plokkara úr Kópavogi. Í ár nýtur Plokk á Íslandi stuðnings Landsvirkjunar, Umhverfisráðuneytisins og Rótarý hreyfingarinnar á Íslandi en flestir Rótarý klúbbar á landinu standa að plokk-viðburði um helgina. „Stuðningur Landsvirkjunar og ráðuneytisins skiptir miklu máli og gerir okkur kleift að kynna þetta enn betur. Aðkoma Rótarý hreyfingarinnar er einnig mikil innspýting því hún teygir sig um allt samfélagið, og inniheldur einstaklinga sem vilja láta gott af sér leiða.“ Allir geta skipulagt viðburði Hann segir Stóra plokkdaginn vera dag okkar allra. „Það geta allir skipulagt viðburði í sínu nær samfélagi og hvatt um leið annað fólk til að gera það sama. Við eigum því að hvetja sveitarfélögin okkar til að taka þátt, vinnustaði og vinnufélaga okkar, skólafélaga og ekki síst nágranna okkar í götunni heima.“ Hann hvetur sem flesta landsmenn til að skipuleggja minni viðburði í nær samfélagi sínu og plokka þar sem plast og pappi hefur safnast saman í rokinu í vetur. „Ef við áttum okkur á því hvaðan ruslið kemur er ekki úr vegi að láta viðkomandi ábyrgðarmenn vita. Og ekki bara láta vita heldur biðja viðkomandi að ganga betur frá ruslafötum eða gámum því ósjaldan er uppruni rusls óásættanlegur frágangur á rusla ílátum.“Merki Stóra plokkdagsins er inn á plokk.is þar sem allir geta sótt það og notað það til að merkja viðburði sína með. Einfalt að skipuleggja plokk viðburð Einar segir afar einfalt að skipuleggja plokk viðburð ef þessum einföldum leiðbeiningum sé fylgt eftir. „Fyrsta skrefið er að velja svæði sem þú elskar. Næst er viðburður stofnaður á Facebook í eigin nafni og hann skýrður „PLOKK-eitthvað“. Viðburðinum er deilt inn á Plokk á Íslandi á Facebook til að virkja fleiri plokkara. Svo er tilvalið að deila viðburðinum á bæjarsíðuna þína á Facebook og hverfasíðuna ef við á.“ Einar minnir á að taka myndir á viðburðinum, deila þeim á samfélagsmiðla og merkja #plokk #plokk2023. „Öll hvatning og miðlun á samfélagsmiðlum er nefnilega ekki mont heldur þvert á móti hvatning til annarra að láta sitt ekki eftir liggja.“ Fyrir plokkara sem eru lengra komnir á Instagram og Facebook má fara í valmynd, velja í GIF og skrifað PLOKK. „Þá koma upp GIF merki fyrir Stóra plokkdaginn sem gaman er að setja inn á myndirnar um leið og við merkjum með myllumerkjunum.“ Engin þörf á dýrum búnaði Það þarf ekki dýran eða flókinn búnað til að plokka að sögn Einars. Það sem helst þarf eru glærir plastpokar, snæri eða bensli og plokktangir. „Best er að vera með tvo poka, einn fyrir plast svo hægt sé að endurvinna það og annan fyrir allt annað rusl. Snæri eða bensli er notað til að loka pokunum svo það fjúki ekki úr þeim og plokktangir eru ágætar en ekki nauðsynlegar. Þá er ágætt að hafa í huga að ódýrari tangir eru betri því dýrari eru mun þyngri.“ Einar hvetur plokkara til að klæða sig eftir veðurfari. „Það er gott að vera með hanska og öryggisvesti eru ákjósanleg en skyldubúnaður ef við erum að plokka með fram vegum eða við götur.“ Vanda þarf valið á plokkunarstað Við val á plokkunarstað er ekki æskilegt að velja stað við stór umferðarmannvirki og stórar umferðaræðar nema plokkarar séu sérstaklega útbúnir, t.d. í endurskinsvestum. Og slíkir staðir eru ekki fyrir börn ítrekar Einar. „Í kringum þjónustukjarna er t.d. alltaf mikið plast og umbúðarusl. Þjónustukjarnarnir eru þar sem dagvöruverslanir, skyndibitastaðir, kaffihús, bensínstöðvar og ísbúðir er að finna. Þar er iðulega mikið rusl sem fýkur frá ruslatunnum og ruslagámum sem eru staðsett á þessum svæðum.“ Öruggustu svæðin eru yfirleitt kringum íþróttavelli, skólalóðir og opin svæði. „Girðingar í kringum þessi svæði taka oft drjúgt til sín og þar má iðulega láta hendur standa fram úr ermum.“ Þegar dagsverkinu er lokið þarf að passa sig á því að binda vel fyrir pokana og skorða þá þannig að ekki fjúki upp úr þeim og þeir fjúki ekki sjálfir. „Hægt er að fara með pokana á þjónustustöðvar Sorpu eða annað þar sem tekið er á móti plokki, hvort sem það er skipulagt af Rótarý, sveitarfélaginu ykkar eða af öðrum flottum einstaklingum eða hópum.“ Stuðningur úr ýmsum áttum Endurvinnslustöðvar Sorpu eru opnar á Stóra plokkdeginum til kl. 16 og taka fagnandi á móti öllum plokkurum að sögn Einars. „Þó er rétt að minna á að Sorpa er lokuð mánudaginn 1. maí en opnar aftur þriðjudaginn 2. maí.“ Sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök sem styðja almenna plokkara með því að leggja til söfnunarsvæði og/eða gáma mega koma með afraksturinn til Sorpu án þess að borga urðunargjald segir Einar. „Gámarnir þurfa að vera vel merktir PLOKK og í þeim má bara vera rusl í glærum pokum. Virðum þessar reglur og þá gengur vel að tæma þá.“ Nokkrar valdar verslanir Krónunnar og stöðvar Orkunnar munu auk þess bjóða plokkurum upp á að skila til sín plokki í glærum pokum í opna gáma merkta Stóra plokkdeginum. Að lokum minnir Einar á að sveitarfélög geti oft leiðbeint með svæði þar sem gott væri að plokka. „Auk þess hafa sveitarfélög oft útvegað glæra poka og jafnvel plokktangir. Ef einhver er að skipuleggja stórt plokkverkefni hafa sveitarfélög oft komið með opna gáma sem hægt er að setja plokkið í. Þar sem því er ekki komið við hafa sveitarfélög oft sótt afraksturinn til plokkara, hvort heldur sem það eru 3 eða 30 pokar.“ Nánari upplýsingar eru á plokk.is og á Facebook.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira