Stal senunni með nýjum hárlit Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. apríl 2023 13:23 Miley Cyrus tryllti aðdáendur sína þegar hún frumsýndi nýjan hárlit á verðlaunahátíð í gær. Getty/Stefanie Keenan Tónlistarkonan Miley Cyrus skartaði nýjum hárlit þegar hún mætti á verðlaunahátíð í Los Angeles í gær. Miley hefur litað ljósa hárið brúnt og má því segja að hún leiti aftur í ræturnar með þessari nýju hárgreiðslu. Miley skaust fyrst fram á sjónarsviðið í Disney-þáttunum Hannah Montana, þá með sinn náttúrulega brúna hárlit. Árið 2012 urðu ákveðin kaflaskil í lífi Miley þegar hún lét brúnu lokkana fjúka, klippti hárið alveg stutt og litaði það ljóst. Töldu aðdáendur að það væri hluti af tilraun hennar til þess að losa sig við barnastjörnustimpilinn. Skömmu síðar gaf hún út smellinn Wrecking Ball sem markaði upphafið að ákveðnum uppreisnarkafla í lífi Miley. Til hægri má sjá Miley árið 2007 en til vinstri má sjá hana árið 2013Getty Stal senunni Síðasta áratuginn hefur hún mátað sig við hinar ýmsu klippingar en hefur þó haldið sig alfarið við ljósa hárlitinn. Það er því óhætt að segja að Miley hafi stolið senunni á The Daily Front Row tískuverðlaunahátíðinni í gær. Miley var fengin til þess að veita síðustu verðlaun kvöldsins en verðlaunin féllu í skuggann á nýja hárinu. Það er hárgreiðslumaðurinn Bob Recine sem er snillingurinn á bak við hárið. Miley var fengin til þess að veita verðlaun á The Daily Front Row tískuverðlaunahátíðinni í gær.Getty/Monica Schipper Vinsælli og hamingjusamari en nokkru sinni fyrr Ferill Miley hefur náð nýjum hæðum eftir að hún gaf út smellinn Flowers fyrr á árinu. Hún gerði sér lítið fyrir og sló met á Spotify fyrir flestar hlustanir á einni viku, en laginu var streymt tæplega 100 milljón sinnum fyrstu vikuna sína á streymisveitunni. Hún hefur verið í mikilli uppbyggingu eftir skilnaðinn við Liam Hemsworth árið 2019 og er sögð hamingjusamari og heilbrigðari en nokkru sinni fyrr. Hár og förðun Hollywood Tengdar fréttir Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. 24. apríl 2023 18:31 Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag. 15. mars 2023 15:37 Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. 28. janúar 2023 17:00 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Miley skaust fyrst fram á sjónarsviðið í Disney-þáttunum Hannah Montana, þá með sinn náttúrulega brúna hárlit. Árið 2012 urðu ákveðin kaflaskil í lífi Miley þegar hún lét brúnu lokkana fjúka, klippti hárið alveg stutt og litaði það ljóst. Töldu aðdáendur að það væri hluti af tilraun hennar til þess að losa sig við barnastjörnustimpilinn. Skömmu síðar gaf hún út smellinn Wrecking Ball sem markaði upphafið að ákveðnum uppreisnarkafla í lífi Miley. Til hægri má sjá Miley árið 2007 en til vinstri má sjá hana árið 2013Getty Stal senunni Síðasta áratuginn hefur hún mátað sig við hinar ýmsu klippingar en hefur þó haldið sig alfarið við ljósa hárlitinn. Það er því óhætt að segja að Miley hafi stolið senunni á The Daily Front Row tískuverðlaunahátíðinni í gær. Miley var fengin til þess að veita síðustu verðlaun kvöldsins en verðlaunin féllu í skuggann á nýja hárinu. Það er hárgreiðslumaðurinn Bob Recine sem er snillingurinn á bak við hárið. Miley var fengin til þess að veita verðlaun á The Daily Front Row tískuverðlaunahátíðinni í gær.Getty/Monica Schipper Vinsælli og hamingjusamari en nokkru sinni fyrr Ferill Miley hefur náð nýjum hæðum eftir að hún gaf út smellinn Flowers fyrr á árinu. Hún gerði sér lítið fyrir og sló met á Spotify fyrir flestar hlustanir á einni viku, en laginu var streymt tæplega 100 milljón sinnum fyrstu vikuna sína á streymisveitunni. Hún hefur verið í mikilli uppbyggingu eftir skilnaðinn við Liam Hemsworth árið 2019 og er sögð hamingjusamari og heilbrigðari en nokkru sinni fyrr.
Hár og förðun Hollywood Tengdar fréttir Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. 24. apríl 2023 18:31 Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag. 15. mars 2023 15:37 Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. 28. janúar 2023 17:00 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. 24. apríl 2023 18:31
Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag. 15. mars 2023 15:37
Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. 28. janúar 2023 17:00