Sara Sigmunds hættir óvænt hjá WIT og opnar nýjan kafla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur hætt samstarfi sínu við WIT Fitnes en á ennþá hlut í fyrirtækinu. Instagram/@sarasigmunds WIT Fitness sendi í gær frá sér óvænta tilkynningu þar sem fyrirtækið þakkaði íslensku CrossFit konunni Söru Sigmundsdóttur fyrir tíma þeirra saman. Sara er þannig hætt samstarfi sínu við WIT en hún gekk til liðs við íþróttavöruframleiðandann í nóvember 2020. Sara hefur upplifað erfiða og krefjandi tíma á samningstímanum inn á keppnisgólfinu og missti alveg af fyrsta tímabilinu vegna hnémeiðsla. Utan keppnisgólfsins hafa hæfileikar Söru hins vegar fengið að njóta sín. Sara og WIT hafa sent frá sér átta fatalínur í hennar nafni og héldu meðal annars tískusýningu þar sem okkar kona fór að sjálfsögðu á kostum. Sérstaka athygli vakti þegar Sara fékk að hanna vörurnar sínar sjálf og en hún virtist njóta sín í því hlutverki. Útkoman vakti líka lukku hjá mörgum. Þrátt fyrir að Sara sé hætt hjá WIT þá mun hún áfram eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því ekki alveg klippt á tengslin þrátt fyrir þessa ákvörðun. „WIT leyfði mér svo sannarlega að láta ástríðu mína fyrir fatahönnun verða að veruleika með því að gefa út nokkrar fatalínur þar sem sköpunargáfa mín fékk að njóta sín betur en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma,“ sagði Sara við Morning Chalk Up. „Þó að leiðir okkar skilji núna og að ég sé á leiðinni að hefja nýjan kafla á mínum ferli þá get ég sagt það af heilum hug að WIT mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Einu sinni í liði WIT, alltaf hluti af WIT,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
Sara er þannig hætt samstarfi sínu við WIT en hún gekk til liðs við íþróttavöruframleiðandann í nóvember 2020. Sara hefur upplifað erfiða og krefjandi tíma á samningstímanum inn á keppnisgólfinu og missti alveg af fyrsta tímabilinu vegna hnémeiðsla. Utan keppnisgólfsins hafa hæfileikar Söru hins vegar fengið að njóta sín. Sara og WIT hafa sent frá sér átta fatalínur í hennar nafni og héldu meðal annars tískusýningu þar sem okkar kona fór að sjálfsögðu á kostum. Sérstaka athygli vakti þegar Sara fékk að hanna vörurnar sínar sjálf og en hún virtist njóta sín í því hlutverki. Útkoman vakti líka lukku hjá mörgum. Þrátt fyrir að Sara sé hætt hjá WIT þá mun hún áfram eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því ekki alveg klippt á tengslin þrátt fyrir þessa ákvörðun. „WIT leyfði mér svo sannarlega að láta ástríðu mína fyrir fatahönnun verða að veruleika með því að gefa út nokkrar fatalínur þar sem sköpunargáfa mín fékk að njóta sín betur en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma,“ sagði Sara við Morning Chalk Up. „Þó að leiðir okkar skilji núna og að ég sé á leiðinni að hefja nýjan kafla á mínum ferli þá get ég sagt það af heilum hug að WIT mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Einu sinni í liði WIT, alltaf hluti af WIT,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness)
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira