Þurfa að færa Janet Jackson tónleika út af velgengni Hawks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 13:00 Janet Jackson þarf nú að taka tvö kvöld í röð í heimahöll Atlanta Hawks. Getty/Richard Shotwell Atlanta Hawks hélt sér á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með því að vinna frábæran endurkomusigur í Boston. Atlanta var í raun nánast búið að tapa leiknum en vann upp þrettán stiga forskot Boston Celtics í fjórða leikhluta og tryggði sér síðan 119-117 sigur á magnaðri þriggja stiga körfu frá Trae Young langt fyrir utan línuna. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Trae Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Einhverjir voru að tala um að hann væri ofmetinn leikmaður en hann svaraði því inn á vellinum í nótt. Young skoraði meðal annars fjórtán síðustu stig Hawks manna í leiknum og hefur skorað sextíu stig í fjórða leikhluta í einvíginu. Næsti leikur er því í Atlanta á fimmtudagskvöldið en það lítur út fyrir að forráðamenn State Farm Arena, heimahallar Atlanta Hawks liðsins, hafi ekki búist við þessari velgengi Hawks liðsins. Sama kvöld áttu nefnilega að fara fram Janet Jackson tónleikar í höllinni. Janet er á Together Again tónleikaferð um Bandaríkin og tveir af tónleikunum fara fram í Atlanta. Þeir áttu að fara fram á fimmtudegi og laugardegi en hin 56 ára gamla Janet þarf nú að taka tvö kvöld í röð. Ákveðið var nefnilega að að færa Janet Jackson tónleikana aftur um eitt kvöld eða yfir á föstudagskvöldið. Miðarnir gilda áfram og þeir sem komast ekki þá geta fengið endurgreitt. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023 NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Atlanta var í raun nánast búið að tapa leiknum en vann upp þrettán stiga forskot Boston Celtics í fjórða leikhluta og tryggði sér síðan 119-117 sigur á magnaðri þriggja stiga körfu frá Trae Young langt fyrir utan línuna. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Trae Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Einhverjir voru að tala um að hann væri ofmetinn leikmaður en hann svaraði því inn á vellinum í nótt. Young skoraði meðal annars fjórtán síðustu stig Hawks manna í leiknum og hefur skorað sextíu stig í fjórða leikhluta í einvíginu. Næsti leikur er því í Atlanta á fimmtudagskvöldið en það lítur út fyrir að forráðamenn State Farm Arena, heimahallar Atlanta Hawks liðsins, hafi ekki búist við þessari velgengi Hawks liðsins. Sama kvöld áttu nefnilega að fara fram Janet Jackson tónleikar í höllinni. Janet er á Together Again tónleikaferð um Bandaríkin og tveir af tónleikunum fara fram í Atlanta. Þeir áttu að fara fram á fimmtudegi og laugardegi en hin 56 ára gamla Janet þarf nú að taka tvö kvöld í röð. Ákveðið var nefnilega að að færa Janet Jackson tónleikana aftur um eitt kvöld eða yfir á föstudagskvöldið. Miðarnir gilda áfram og þeir sem komast ekki þá geta fengið endurgreitt. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira