„Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2023 15:31 Haraldur opnaði veitingahúsið Önnu Jónu loksins á dögunum eftir tveggja ára undirbúning. Hann opnar sig upp á gátt fyrir gestum veitingahússins. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, segir að viðbrögð landsmanna við veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu 11 hafi farið fram úr sínum björtustu vonum. Hann segist hafa viljað fylla uppáhaldshús móður sinnar af lífi. „Viðtökurnar hafa verið yndislegar og eiginlega framar öllum vonum. Staðurinn hefur verið pakkaður síðan við opnuðum dyrnar fyrir einhverjum nokkrum dögum síðan,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Staðurinn er nefndur eftir móður hans Önnu Jónu Jónsdóttur, sem lést fyrir meira en 35 árum síðan þegar hann var einungis 11 ára gamall. Veitingahúsið er glæsilega innréttað og hefur þess verið beðið í nokkurn tíma að það myndi opna eða allt frá því að Haraldur tilkynnti um áætlanir sínar í mars fyrir meira en tveimur árum síðan. Haraldur segist muna vel eftir húsinu við Tryggvagötu 11 frá því í æsku. Sjálfur býr Haraldur nú við götuna og ljóst að þessi gata á hug hans og hjarta. Haraldur er himinlifandi með opnun Önnu Jónu og segir staðinn hafa verið fullan af gestum síðustu daga.Vísir/Vilhelm „Ég og mamma bjuggum þarna í næstu götu þegar ég var lítill og við löbbuðum oft fram hjá þarna og í minningunni var einmitt kaffihús í þessu plássi og mikil hlýja og mikið af fólki. Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu og ég vildi halda því þannig.“ Haraldur opnar sig upp á gátt við gesti staðarins og ritar örfá orð um móður sína og minningu hennar í orðsendingu á matseðli staðarins. Hún hafi kennt honum að sjá fegurðina í lífinu en sjálf var Anna Jóna listakona og búningahönnuður. I wrote this inscription in the menu for @AnnaJona We're officially open now.I hope you'll come visit someday. pic.twitter.com/N7kdCNPFgV— Halli (@iamharaldur) April 23, 2023 Þægileg nærvera Haralds svífur yfir vötnum á Önnu Jónu. Þar er þægilegt að vera.Vísir/Vilhelm Kvikmyndasalurinn opnar brátt Á Önnu Jónu er jafnframt að finna lítinn kvikmyndasal og segist Haraldur enn vera að velta því fyrir sér hvernig gestum verði boðið í salinn. „Við erum enn að vinna í honum, hann verður tilbúinn eftir örfáar vikur. Við erum að velta því fyrir okkur hvernig við gerum þetta, það á eftir að koma í ljós.“ Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Hann segir að staðurinn hafi verið hannaður með það að markmiði að gera gestum kleyft að skapa nýjar minningar með ástvinum sínum og borða góðan mat sem eldaður er af væntumþykju. Þetta er staðurinn sem þú og mamma þín hefðuð farið saman á? „Algjörlega. Að minnsta kosti ef við hefðum átt einhvern pening,“ segir Haraldur hlæjandi. It s hard to capture but @AnnaJona looks real purdy at night. pic.twitter.com/82FAnGp6s9— Halli (@iamharaldur) April 22, 2023 Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19 Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
„Viðtökurnar hafa verið yndislegar og eiginlega framar öllum vonum. Staðurinn hefur verið pakkaður síðan við opnuðum dyrnar fyrir einhverjum nokkrum dögum síðan,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Staðurinn er nefndur eftir móður hans Önnu Jónu Jónsdóttur, sem lést fyrir meira en 35 árum síðan þegar hann var einungis 11 ára gamall. Veitingahúsið er glæsilega innréttað og hefur þess verið beðið í nokkurn tíma að það myndi opna eða allt frá því að Haraldur tilkynnti um áætlanir sínar í mars fyrir meira en tveimur árum síðan. Haraldur segist muna vel eftir húsinu við Tryggvagötu 11 frá því í æsku. Sjálfur býr Haraldur nú við götuna og ljóst að þessi gata á hug hans og hjarta. Haraldur er himinlifandi með opnun Önnu Jónu og segir staðinn hafa verið fullan af gestum síðustu daga.Vísir/Vilhelm „Ég og mamma bjuggum þarna í næstu götu þegar ég var lítill og við löbbuðum oft fram hjá þarna og í minningunni var einmitt kaffihús í þessu plássi og mikil hlýja og mikið af fólki. Þetta var uppáhaldshúsið hennar mömmu og ég vildi halda því þannig.“ Haraldur opnar sig upp á gátt við gesti staðarins og ritar örfá orð um móður sína og minningu hennar í orðsendingu á matseðli staðarins. Hún hafi kennt honum að sjá fegurðina í lífinu en sjálf var Anna Jóna listakona og búningahönnuður. I wrote this inscription in the menu for @AnnaJona We're officially open now.I hope you'll come visit someday. pic.twitter.com/N7kdCNPFgV— Halli (@iamharaldur) April 23, 2023 Þægileg nærvera Haralds svífur yfir vötnum á Önnu Jónu. Þar er þægilegt að vera.Vísir/Vilhelm Kvikmyndasalurinn opnar brátt Á Önnu Jónu er jafnframt að finna lítinn kvikmyndasal og segist Haraldur enn vera að velta því fyrir sér hvernig gestum verði boðið í salinn. „Við erum enn að vinna í honum, hann verður tilbúinn eftir örfáar vikur. Við erum að velta því fyrir okkur hvernig við gerum þetta, það á eftir að koma í ljós.“ Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarin tvö ár að útbúa veitingastaðinn, sem nú hefur loksins opnað. Vísir/Vilhelm Hann segir að staðurinn hafi verið hannaður með það að markmiði að gera gestum kleyft að skapa nýjar minningar með ástvinum sínum og borða góðan mat sem eldaður er af væntumþykju. Þetta er staðurinn sem þú og mamma þín hefðuð farið saman á? „Algjörlega. Að minnsta kosti ef við hefðum átt einhvern pening,“ segir Haraldur hlæjandi. It s hard to capture but @AnnaJona looks real purdy at night. pic.twitter.com/82FAnGp6s9— Halli (@iamharaldur) April 22, 2023
Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19 Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. 9. mars 2023 13:19
Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45
Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter. 9. mars 2023 10:02