Eyddi þrettán mínútum í markspyrnur gegn Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2023 07:01 Þrívegis ræddi dómarinn við Bazunu í leiknum sem um er ræðir en aldrei fékk hann spjald. Julian Finney/Getty Images Gavin Bazunu, markvörður Southampton eyddi þrettán mínútum í að taka markspyrnur i 3-3 jafnteflinu gegn Arsenal þegar liðin mættust á dögunum. Þá tekur Nick Pope, markvörður Newcastle United, að meðaltali 37 sekúndur í hverja markspyrnu. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Opta Analyst þar sem farið er yfir hversu mikið boltinn er að meðaltali í leik í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Farið yfir alla leiki tímabilsins til þessa og hversu mikinn tíma markverðir taka í markspyrnur, hversu mikinn tíma lið taka í föst leikatriði og þar fram eftir götunum. A Guide to PL Time-Wasting Time-wasting or game management? However you define it, we can see who does it most. Newcastle take 37 secs per goalkick, more than 3 secs longer than any other team Bazunu burned 13 mins while taking goalkicks v ArsenalMore insights — Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 26, 2023 Í skýrslunni sem Opta Analyst gaf frá sér nýverið kom fram að þrívegis hafa markverðir eytt meira en tíu mínútum í markspyrnur. Bazunu eyddi að meðaltali 43,7 sekúndum í hverja af sínum 18 markspyrnum gegn Arsenal. Alls tók hann 13 mínútur og 6 sekúndur af klukkunni í leik þar sem Southampton náði í ólíklegt stig. Arsenal getur þó ekki kvartað þar sem Aaron Ramsdale gerði nákvæmlega það sama gegn Liverpool þegar Skytturnar heimsóttu Anfield. Þá tók Ramsdale raunar 57 sekúndur í hverja markspyrnu sína en alls tók hann 10 slíkar í leiknum. Ramsdale varði nokkrum sinnum meistaralega gegn Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Einnig kemur fram í greininni að meðaltali er boltinn í leik í 54 mínútur og 46 sekúndur af þeim 90 mínútum – plús uppbótartíma – sem fótboltaleikur er. Aldrei hefur boltinn verið jafn lítið í leik síðan mælingar hófust tímabilið 2012-13. Það var ekki að ástæðulausu að boðið var upp á einstaklega langan uppbótartíma á HM sem fram fór í Katar undir lok síðasta árs. Þar var leikurinn að meðaltali 110 mínútur og 23 sekúndur. Þá var boltinn þremur mínútum og 18 sekúndum lengur í leik á HM en í ensku úrvalsdeildinni. Hvort enska úrvalsdeildin fari sömu leið og FIFA eða finni aðra leið til að koma í veg fyrir tímaeyðslu kemur eflaust í ljós næsta haust. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Opta Analyst þar sem farið er yfir hversu mikið boltinn er að meðaltali í leik í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Farið yfir alla leiki tímabilsins til þessa og hversu mikinn tíma markverðir taka í markspyrnur, hversu mikinn tíma lið taka í föst leikatriði og þar fram eftir götunum. A Guide to PL Time-Wasting Time-wasting or game management? However you define it, we can see who does it most. Newcastle take 37 secs per goalkick, more than 3 secs longer than any other team Bazunu burned 13 mins while taking goalkicks v ArsenalMore insights — Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 26, 2023 Í skýrslunni sem Opta Analyst gaf frá sér nýverið kom fram að þrívegis hafa markverðir eytt meira en tíu mínútum í markspyrnur. Bazunu eyddi að meðaltali 43,7 sekúndum í hverja af sínum 18 markspyrnum gegn Arsenal. Alls tók hann 13 mínútur og 6 sekúndur af klukkunni í leik þar sem Southampton náði í ólíklegt stig. Arsenal getur þó ekki kvartað þar sem Aaron Ramsdale gerði nákvæmlega það sama gegn Liverpool þegar Skytturnar heimsóttu Anfield. Þá tók Ramsdale raunar 57 sekúndur í hverja markspyrnu sína en alls tók hann 10 slíkar í leiknum. Ramsdale varði nokkrum sinnum meistaralega gegn Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Einnig kemur fram í greininni að meðaltali er boltinn í leik í 54 mínútur og 46 sekúndur af þeim 90 mínútum – plús uppbótartíma – sem fótboltaleikur er. Aldrei hefur boltinn verið jafn lítið í leik síðan mælingar hófust tímabilið 2012-13. Það var ekki að ástæðulausu að boðið var upp á einstaklega langan uppbótartíma á HM sem fram fór í Katar undir lok síðasta árs. Þar var leikurinn að meðaltali 110 mínútur og 23 sekúndur. Þá var boltinn þremur mínútum og 18 sekúndum lengur í leik á HM en í ensku úrvalsdeildinni. Hvort enska úrvalsdeildin fari sömu leið og FIFA eða finni aðra leið til að koma í veg fyrir tímaeyðslu kemur eflaust í ljós næsta haust.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira