„Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. apríl 2023 13:00 Ragnar Erling er ekki sammála forstjóra Vogs um að ekki skorti úrræði fyrir fólk með fíknisjúkdóma aðeins fjármagn. Hann segir fulla þörf á fjölbreyttari úrræðum. Vísir/Steingrímur Dúi Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. Þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið það sem af er ári. Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um ópíóðafaraldur sem virðist geisa í samfélaginu.Forstjóri Vogs óttast að andlátum muni fjölga frekar ef ekki verði gripið inn í. Hún segir mikið af tækifærum til að gera betur í meðferðarstarfi hér á landi, þörfin sé gríðarleg. Ekki sé þó skortur á úrræðum heldur vanti aukið fjármagn. Ragnar Erling Hermannsson hefur rætt mjög opinskátt um fíknivanda sinn í gegnum tíðina og verið iðinn við að deila reynslu sinni í von um að það hjálpi öðrum. Hann segir ekki rétt að næg úrræði séu til staðar fyrir fólk með fíknivanda. „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Þetta er ekki rétt hjá Valgerði þegar hún segir þetta af því það vantar meiri fjölbreytileika,“ segir Ragnar og bætir við að fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd. „Þetta eru djúp sár sem þurfa að vera í öruggu umhverfi án þess að það sé skamm, fliss eða neitt.“ Ragnar segir fíknisjúkdóminn geta verið mjög subbulegan. „Því miður er það prógramm sem boðið er upp á meðferðarstofnun ekki nóg. Oft er regluverkið í kringum þessar stofnanir á þá vegu að starfsfólkið innan þeirra veggja, sem langar að gera hvað segir er fyrir okkur, þannig að þau mega ekki fara út fyrir þann ramma því þá eiga þau á hættu að missa fjármagnið og fjárlögin,“ segir hann. Að sögn Ragnars er fíknisjúkdómurinn læknanlegur en beita þurfi réttum aðferðum. Hann segir fagnar orðum heilbrigðisráðherra um þjóðarátak og hyggst gefa yfirvöldum eitt tækifæri í viðbót til að gera úrbætur. Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu hafa látið lífið það sem af er ári. Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um ópíóðafaraldur sem virðist geisa í samfélaginu.Forstjóri Vogs óttast að andlátum muni fjölga frekar ef ekki verði gripið inn í. Hún segir mikið af tækifærum til að gera betur í meðferðarstarfi hér á landi, þörfin sé gríðarleg. Ekki sé þó skortur á úrræðum heldur vanti aukið fjármagn. Ragnar Erling Hermannsson hefur rætt mjög opinskátt um fíknivanda sinn í gegnum tíðina og verið iðinn við að deila reynslu sinni í von um að það hjálpi öðrum. Hann segir ekki rétt að næg úrræði séu til staðar fyrir fólk með fíknivanda. „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Þetta er ekki rétt hjá Valgerði þegar hún segir þetta af því það vantar meiri fjölbreytileika,“ segir Ragnar og bætir við að fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd. „Þetta eru djúp sár sem þurfa að vera í öruggu umhverfi án þess að það sé skamm, fliss eða neitt.“ Ragnar segir fíknisjúkdóminn geta verið mjög subbulegan. „Því miður er það prógramm sem boðið er upp á meðferðarstofnun ekki nóg. Oft er regluverkið í kringum þessar stofnanir á þá vegu að starfsfólkið innan þeirra veggja, sem langar að gera hvað segir er fyrir okkur, þannig að þau mega ekki fara út fyrir þann ramma því þá eiga þau á hættu að missa fjármagnið og fjárlögin,“ segir hann. Að sögn Ragnars er fíknisjúkdómurinn læknanlegur en beita þurfi réttum aðferðum. Hann segir fagnar orðum heilbrigðisráðherra um þjóðarátak og hyggst gefa yfirvöldum eitt tækifæri í viðbót til að gera úrbætur.
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. 26. apríl 2023 21:43
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40