1. Lyftu þér upp
„Prófaðu að setja kodda undir mjaðmirnar til að breyta hallanum. Það mun verða til þess að limurinn fer dýpra inn í leggöngin eða endaþarm.“
2. Klemmdu saman
„Þrýstu saman lærunum, það mun verða til þess að hann nær að örva snípinn meira.“
3. Knúsist
„Annar einstaklingurinn vefur höndum sínum utan um hinn aðilann og dregur líkama hans nær sér, það mun auka nándina.“
4. Haltu þér
„Annar aðilinn grípur um mjaðmir hins og þar með getur þú stjórnað bæði hraða og dýptinni betur.“
5. Tvennt í einu
„Á meðan þið stundið kynlíf í trúboðastellingunni er kjörið að nota titrara, egg eða hendur til þess að auka unaðinn. Einnig finnst mörgum einstaklingum æði að láta gæla við geirvörturnar á sér á meðan kynlífi stendur.“
6. Augnsamband
„Prófaðu að ná augnsambandi og horfa á öll tilfinningaleg viðbrögð hjá makanum, það getur verið rosalega heitt. Sjáðu hvernig makinn nýtur sín við að stunda kynlíf með þér.“
7. Prófið að vera föst
„Þú getur notað allskonar hluti í þann leik. Hvort sem þið notið handjárn, band, trefill, bindi eða hvað sem ykkur dettur í hug. Það getur verið virkilega kynæsandi þegar annar aðilinn tekur stjórnina og gælir við líkama þinn.“
8. Smá flengingar
„Sumum finnst það kannski svolítið gróft, en það getur verið kynæsandi að slá aðeins á rassinn á maka þínum til að láta hann vita að þú ert æst/ur.“
9. Kyssist meira
„Þetta er ein af fáum stellingum þar sem virkilega greiður aðgangur er að munni maka þíns. Það er svo auðvelt að stela kossum í trúboðanum og það er ekkert sem heitir of mikið kossaflens í kynlífi. Kossar kynda í kolunum.“