Lífið samstarf

Hjálpuðu geim­verur við smíði lagsins?

SS
Alexander Orri kynnir hér lokaútgáfu sína af nýja SS pylsulaginu. 
Alexander Orri kynnir hér lokaútgáfu sína af nýja SS pylsulaginu. 

Seinni umferð Skúrsins hefst í dag en þar keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu auk þess sem keppt er um besta frumsamda lagið.

Í fyrri umferð kynntumst við flytjendunum sex og heyrðum brot úr fyrstu útgáfum laga þeirra. Nú hefur hópurinn haft góðan tíma til að fínpússa bæði lögin og gera ýmsar breytingar á þeim.

Í þessum þætti er lokaútgáfa Alexanders Orra af SS pylsulaginu kynnt til sögunnar en hann er með skemmtilega dansútgáfu af laginu. Dómnefnd kom m.a. með þá athugasemd að það gæti verið sniðugt að bæta við gítar og jafnvel einhverju fleira.

„Sölku fannst fyrri útgáfa mín vera aðeins of mikil endurtekning og stakk upp á því að ég myndi brjóta lagið meira upp. Ég bætti því inn gítarkafla og strengjum og smá rokkgítar. Síðan vildi ég bara hafa lagið hresst og skemmtilegt, að hafa gott líf í því eins og dómnefndin minntist á. Ég bjó líka til smá fiðlubút og eyðilagði hann í forritinu þannig að útkoman er skrýtinn taktur sem hljómar eins og geimverutæki en er notaður til að fylla inn í lagið.“

Klippa: Skúrinn - Leitin að nýja SS pylsulaginu: Sjöundi þáttur

Ef Alexander Orri vinnur keppnina segist hann ætla að nota verðlaunaféð í að fjárfesta í fleiri tónlistargræjum. „Þá mun ég kaupa fleiri skemmtileg tæki og tól til að búa til enn meiri tónlist.“

Á næstu dögum verða hinir flytjendurnir fimm kynntir til sögunnar.

Að loknum sjötta þætti seinni umferðar munu lesendur Vísis og dómnefnd velja þrjú SS pylsulög áfram og velja um leið besta frumsamda lagið.

Landsmenn munu heyra útgáfurnar þrjár sem komast í lokaúrslit í sjónvarpi og útvarpi í sumar og í ágúst verður kosið um sigurvegarann í keppninni um besta nýja SS pylsulagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.