Systkini boða til hlaups til styrktar Einstökum börnum Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2023 22:10 Systkinin á góðri stundu við Hafnartorg, þar sem verður ræst út á morgun. Aðsend Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum. „Nína og Áslaug hlupu saman í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 með mömmu á hliðarlínunni en tveimur mánuðum síðar lést hún. Nína sá svo nýja hlaupastóla sem Palli Líndal vinur okkar safnaði fyrir og gaf Reykjadal í fyrra og lagði til að við myndum endurtaka leikinn,“ segir í viðburði um hlaupið á Facebook. Systurnar Nína Kristín og Áslaug Arna í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2012.Aðsend Öll geti tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka verði, ganga megi og hlaupa, með vagn eða bara sjálfan sig. Í boði verði líka að taka styttri hring, enda sé hlaupið aðallega ætlað til skemmtunar. Þá ætla systkinin að safna fyrir Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Helmingur þess fjár sem safnast mun renna til Systkinasmiðjunnar, alþjóðlegs stuðningsúrræðis fyrir systkini veikra eða fatlaðra barna, sem er í samstarfi við Einstök börn. Nína, sem er yngst í hópnum, er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún getur ekki gengið. Að sögn Magnúsar mun Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, því ýta systur sinni á undan sér í sérútbúnum hjólastól, sem þau fengu að láni frá Reykjadal. Lagt verður af stað frá Hafnartorgi, fyrir framan Kolaportið klukkan 11 á morgun og mæting er hálftíma fyrr, ef veður leyfir. Nánari upplýsingar um skráningu og áheit má finna hér. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Góðverk Hlaup Mest lesið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
„Nína og Áslaug hlupu saman í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 með mömmu á hliðarlínunni en tveimur mánuðum síðar lést hún. Nína sá svo nýja hlaupastóla sem Palli Líndal vinur okkar safnaði fyrir og gaf Reykjadal í fyrra og lagði til að við myndum endurtaka leikinn,“ segir í viðburði um hlaupið á Facebook. Systurnar Nína Kristín og Áslaug Arna í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2012.Aðsend Öll geti tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka verði, ganga megi og hlaupa, með vagn eða bara sjálfan sig. Í boði verði líka að taka styttri hring, enda sé hlaupið aðallega ætlað til skemmtunar. Þá ætla systkinin að safna fyrir Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Helmingur þess fjár sem safnast mun renna til Systkinasmiðjunnar, alþjóðlegs stuðningsúrræðis fyrir systkini veikra eða fatlaðra barna, sem er í samstarfi við Einstök börn. Nína, sem er yngst í hópnum, er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún getur ekki gengið. Að sögn Magnúsar mun Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, því ýta systur sinni á undan sér í sérútbúnum hjólastól, sem þau fengu að láni frá Reykjadal. Lagt verður af stað frá Hafnartorgi, fyrir framan Kolaportið klukkan 11 á morgun og mæting er hálftíma fyrr, ef veður leyfir. Nánari upplýsingar um skráningu og áheit má finna hér.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Góðverk Hlaup Mest lesið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira