Rifust á vellinum eftir sigurinn gegn Aston Villa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 23:30 Alltaf vinir en þurfa þó stundum að ræða saman á alvarlegu nótunum. Simon Stacpoole/Getty Images Samherjarnir Bruno Fernandes og Casemiro enduðu 1-0 sigur Manchester United á Aston Villa um helgina með léttum rökræðum út á velli áður en þeir fögnuðu með samherjum sínum. Þetta er eitthvað sem Erik ten Hag, þjálfari liðsins, hefur beðið leikmenn sína að gera frekar en að byrgja slíkar skoðanir inni. Man United vann á laugardag gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Fernandeds skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins en hann missti boltann undir lok leiks og það var Casemiro ósáttur með. Þá hafði Jadon Sancho sagt Fernandes að hætta að væla á meðan leik stóð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Fernandes og Casemiro hafa „rætt saman“ eftir leik. Casemiro var til að mynda ekki sáttur með Fernandes í 2-0 sigri Man United á Newcastle United í úrslitum deildarbikarsins. Casemiro fannst að Fernandes hefði átt að gefa á Sancho undir lok leiks. Ástæðan að þessu sinni var sú að í blálok leiksins reyndi Fernandes að sóla leikmenn Villa frekar en að koma boltanum upp í horn. Fernandes tapaði boltanum, Villa fór í sókn sem endaði með því að liðið fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Eftir rökræðurnar þá knúsuðust þeir félagar og fögnuðu sigrinum með stuðningsfólki Man United. Erik ten Hag var spurður út í þetta, hann sagðist einfaldlega hvetja leikmenn sína til að ræða svona hluti inn á vellinum frekar en að byrgja þetta inni og orsaka þannig frekari pirring. Þó Fernandes hafi byrjað leikinn gegn Villa á hægri vængnum þá hefur Man United ekki enn tapað leik þar sem Fernandes, Casemiro og Christian Eriksen byrja allir. Vonast stuðningsfólk liðsins til að sú tölfræði lifi út tímabilið þar sem Man United þarf enn á sigrum að halda ætli það sér að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Þetta er eitthvað sem Erik ten Hag, þjálfari liðsins, hefur beðið leikmenn sína að gera frekar en að byrgja slíkar skoðanir inni. Man United vann á laugardag gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Fernandeds skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins en hann missti boltann undir lok leiks og það var Casemiro ósáttur með. Þá hafði Jadon Sancho sagt Fernandes að hætta að væla á meðan leik stóð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Fernandes og Casemiro hafa „rætt saman“ eftir leik. Casemiro var til að mynda ekki sáttur með Fernandes í 2-0 sigri Man United á Newcastle United í úrslitum deildarbikarsins. Casemiro fannst að Fernandes hefði átt að gefa á Sancho undir lok leiks. Ástæðan að þessu sinni var sú að í blálok leiksins reyndi Fernandes að sóla leikmenn Villa frekar en að koma boltanum upp í horn. Fernandes tapaði boltanum, Villa fór í sókn sem endaði með því að liðið fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Eftir rökræðurnar þá knúsuðust þeir félagar og fögnuðu sigrinum með stuðningsfólki Man United. Erik ten Hag var spurður út í þetta, hann sagðist einfaldlega hvetja leikmenn sína til að ræða svona hluti inn á vellinum frekar en að byrgja þetta inni og orsaka þannig frekari pirring. Þó Fernandes hafi byrjað leikinn gegn Villa á hægri vængnum þá hefur Man United ekki enn tapað leik þar sem Fernandes, Casemiro og Christian Eriksen byrja allir. Vonast stuðningsfólk liðsins til að sú tölfræði lifi út tímabilið þar sem Man United þarf enn á sigrum að halda ætli það sér að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn