Sakar stjórnvöld um að tefla trúverðugleika ábyrgðar ríkisins í tvísýnu
Með áformum sínum um að boða slit á uppgjöri ÍL-sjóðs með lagasetningu hafa íslensk stjórnvöld skapað óvissu sem á eftir að hafa „neikvæð áhrif á mun fleiri verkefni“ en sem snúa að gamla Íbúðalánasjóði, fullyrðir framkvæmdastjóri Gildis. Að sögn ráðgjafa lífeyrissjóðanna eru engin dæmi um sambærilegar aðgerðir meðal annarra Evrópuríkja nema þar sem um hefur verið að ræða neyðaraðstæður.
Tengdar fréttir
Gildi færir niður íbúðabréfin um fimmtán milljarða
Gildi lífeyrissjóður hefur fært niður virði skuldabréfa, útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, um samtals 14,7 milljarða króna vegna áforma fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulagi við kröfuhafa. Niðurfærslan hefur þegar haft áhrif á greiðslur úr séreignardeild Gildis.