Það er líka von á frekari fréttum af næstu skrefum hjá Söru sem er að undirbúa sig fyrir undanúrslit undankeppni heimsleikanna þar sem hún reynir að komast á sína fyrsti heimsleika í fjögur ár.
Sara skrifaði stuttan pistil um endalok sín og WIT og þakkaði þar frábæru fólki fyrir samstarfið og allar minningarnar sem þau bjuggu til saman.
Sara hefur meðal annars fengið að hanna sín eigin föt í fatalínu sinni í samstarfi við starfsfólk WIT og segist hafa notið tímans og tækifærisins sem hún fékk þar.
„Allar klikkuðu hugmyndirnar sem urðu að veruleika, allar ferðirnar og óvæntu hlutirnir. Ég er rosalega stolt af þeirri vinnu sem við unnum saman en það sem ég mun aldrei gleyma eru vinirnir sem ég eignaðist á þessum tíma,“ skrifaði Sara sem vonast til að fólkið sem hún kynntist svo vel hjá WIT verði í vinahópi hennar um ókomna tíð.
„Það er ekkert drama í gangi. Leiðir mínar og WIT skyldu í eins góðu og hægt er. Ég hef þegar ákveðið næstu skref og það verður tilkynnt á allra næstu dögum. WIT er áfram staðráðið að hækka rána og vera áfram besti viðkomustaðurinn fyrir þá sem er umhugað um heilsuna,“ skrifaði Sara.
„Ég mun áfram eiga minn hlut í WIT og samband mitt við alla hjá fyrirtækinu er alveg eins sterkt og gott og áður. Ég er viss um að leiðir okkar munu liggja oft saman í framtíðinni,“ skrifaði Sara.