Vilja að Klopp verði refsað og leggja til frádrátt stiga Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 10:00 Jürgen Klopp átti ýmislegt vantalað við dómara leiksins eftir 4-3 sigurinn gegn Tottenham á sunnudag. Getty/Peter Byrne Chris Sutton, sérfræðingur BBC, og stuðningssamtök knattspyrnudómara í Bretlandi eru meðal þeirra sem kallað hafa eftir því að Jürgen Klopp verði úrskurðaður í bann fyrir hegðun sína um helgina. Klopp fékk gult spjald í hinum dramatíska 4-3 sigri Liverpool gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn, eftir að hafa fagnað sigurmarki Diogo Jota fyrir framan fjórða dómara leiksins. Markið kom seint í uppbótartíma, rétt eftir að Tottenham hafði jafnað metin, og meiddist Klopp einnig í læri í fögnuðinum. Eftir leik sagðist svo Klopp telja að aðaldómara leiksins, Paul Tierney, væri í nöp við Liverpool, og að Tierney hefði látið orð falla sem að væru ekki í lagi. Enska dómarasambandið fann sig knúið til að senda út yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að fara yfir hljóðupptöku Tierney úr leiknum og að hann hefði reynst fagmannlegur í sínu starfi. „Hann [Klopp] ætti að fara í bann frá boðvangnum vegna þess hvernig hann hagaði sér á hliðarlínunni,“ sagði Sutton í þætti BBC Radio 5 í gærkvöld. „Ég held að sekt dugi ekki til. Hann hefur gert þetta áður. Þetta er stórmál. Það voru þjálfarar og börn að horfa sem núna halda að það sé í lagi að hlaupa að dómara og smána hann. Að mínu mati ætti Klopp að fara í bann. Hann veit að hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Sutton. Martin Cassidy hjá stuðningssamtökum knattspyrnudómara í Bretlandi (e. Ref Support UK) tók í sama streng. Cassidy, sem er stuðningsmaður Liverpool, vill að notast verði við stigafrádrátt fyrir hegðun eins og þá sem Klopp sýndi. „Við teljum að bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir,“ sagði Cassidy við BBC Sport. „Við teljum líka að knattspyrnusambandið ætti að skoða það að notast við stigafrádrátt á öllum stigum gagnvart þeim sem að reglulega fara yfir strikið gagnvart dómurum leiksins,“ sagði Cassidy. Klopp fékk eins leiks bann eftir að honum var vísað af velli gegn Manchester City í október, auk 30.000 punda sektar, og var þá varaður við því að þurfa að haga sér betur í framtíðinni. Enski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Klopp fékk gult spjald í hinum dramatíska 4-3 sigri Liverpool gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn, eftir að hafa fagnað sigurmarki Diogo Jota fyrir framan fjórða dómara leiksins. Markið kom seint í uppbótartíma, rétt eftir að Tottenham hafði jafnað metin, og meiddist Klopp einnig í læri í fögnuðinum. Eftir leik sagðist svo Klopp telja að aðaldómara leiksins, Paul Tierney, væri í nöp við Liverpool, og að Tierney hefði látið orð falla sem að væru ekki í lagi. Enska dómarasambandið fann sig knúið til að senda út yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að fara yfir hljóðupptöku Tierney úr leiknum og að hann hefði reynst fagmannlegur í sínu starfi. „Hann [Klopp] ætti að fara í bann frá boðvangnum vegna þess hvernig hann hagaði sér á hliðarlínunni,“ sagði Sutton í þætti BBC Radio 5 í gærkvöld. „Ég held að sekt dugi ekki til. Hann hefur gert þetta áður. Þetta er stórmál. Það voru þjálfarar og börn að horfa sem núna halda að það sé í lagi að hlaupa að dómara og smána hann. Að mínu mati ætti Klopp að fara í bann. Hann veit að hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Sutton. Martin Cassidy hjá stuðningssamtökum knattspyrnudómara í Bretlandi (e. Ref Support UK) tók í sama streng. Cassidy, sem er stuðningsmaður Liverpool, vill að notast verði við stigafrádrátt fyrir hegðun eins og þá sem Klopp sýndi. „Við teljum að bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir,“ sagði Cassidy við BBC Sport. „Við teljum líka að knattspyrnusambandið ætti að skoða það að notast við stigafrádrátt á öllum stigum gagnvart þeim sem að reglulega fara yfir strikið gagnvart dómurum leiksins,“ sagði Cassidy. Klopp fékk eins leiks bann eftir að honum var vísað af velli gegn Manchester City í október, auk 30.000 punda sektar, og var þá varaður við því að þurfa að haga sér betur í framtíðinni.
Enski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira