Lífið

Hel­vítis kokkurinn: Hel­vítis snakkfisk­rétturinn

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
langa-01
Vísir/Hákon Logi

Ívar Örn Hansen eða Helvítis kokkurinn eins og hann er betur þekktur, heldur áfram að kenna okkur á lífið í eldhúsinu, nú er það helvítis snakkfiskréttinn með basmati hrísgrjónum. Einfaldur en bragðgóður kvöldverður sem svíkur engan.

Klippa: Helvítis kokkurinn - Helvítis snakk-fiskrétturinn

Hel­vítis snakkfisk­rétturinn fyrir 6 manns

  • 800 gr langa
  • 2 msk olía
  • 1 poki kartöfluflögur með papriku
  • 1 poki rifinn ostur
  • Salt

  • Pipar

Sósa á fisk:

  • 2 rauðar paprikur
  • 1 blaðlaukur
  • 3 sellerístönglar
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 300 ml rjómi
  • 3-4 msk hveiti
  • 100 ml ananassafi
  • 100 ml hvítvín
  • Safi úr einu lime
  • 1 msk olía
  • 2 msk smjör
  • ½ msk oregano
  • ½ búnt graslaukur
  • ½ búnt kóríander
  • 1 msk tómatpurré
  • ½ tsk túrmerik
  • ½ tsk karrý
  • Salt
  • Pipar

Aðferð:

  1. Skerið fiskinn í bita og steikið á pönnu samkvæmt uppskrift í myndbandi. Munið eftir salti og pipar.
  2. Raðið fiskinum í eldfast mót.
  3. Skerið grænmetið og kraumið í smjöri, olíu, oregano, túrmerik, karrý, salti og pipar. Stráið hveitinu yfir og hellið ananassafa, rjóma, tómatkrafti, hvítvíni, limeberki og safa saman við. Bætið pínu vatni við ef þetta er mjög þykkt. Salt og pipar. Látið krauma í 10 mínútur.
  4. Hellið blöndunni yfir fiskinn, og yfir réttinn er svo settur rifni osturinn sem hefur verið blandaður með muldu kartöfluflögunum.
  5. Bakið fiskinn í 15-20 mínútur á 180°C á blæstri.
  6. Sjóðið basmati hrísgrjón með smá salti og túrmerik á hnífsoddi.
Vísir/Hákon Logi

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem kennir ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og koma þeir inn vikulega.

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Hel­vítis kokkurinn: Babyback rif með Bola-BBQ sósu

Helvítis kokkurinn snýr aftur með sjóðheita þáttaröð af gómsætum réttum. Í þessum fyrsta þætti matreiðir Ívar Örn Babyback rif með Bola-BBQ sósu, hrásalati og grilluðum maís. 

Helvítis kokkurinn: Nauta ribeye með röst kartöflum

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Helvítis kokkurinn: Grilluð lúða með leynisósu og rauðrófusalati

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.