Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 19:13 Arndís lést eftir sex ára baráttu við krabbamein. Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. Föstudaginn 2. febrúar árið 2018 lést Arndís Halla Jóhannesdóttir, 41 árs gömul, eftir sex ára baráttu við krabbamein. Ástrós Una Jóhannesdóttir greinir frá baráttu hennar í pistli sem hún birtir á samfélagsmiðlum. Einnig baráttunni fyrir að halda hundinum Bjarti sem fór til Ástrósar og fjölskyldu hennar eftir að Arndís dó. „Ég vakna upp um miðja nótt við símhringingu, í raun hafði ég svo sem ekki verið alveg sofandi, hafði ekki sofið í nokkra daga, frekar dormað aðeins. Systir mín hafði nefnilega farið í aðgerð á þriðjudeginum á undan, það átti að setja upp sondu, vélindað var farið að valda henni erfiðleikum og átti hún orðið mjög erfitt með að kyngja mat,“ segir Ástrós um hinn örlagaríka dag. „Aðgerðin reyndist hins vegar vera líkama hennar ofviða, hann var orðinn þreyttur eftir sex ára baráttu við krabbamein og þann 2. febrúar 2018 lést systir mín hún Arndís Halla, aðeins 41 árs.“ Team Arndís Arndís hafði ekki setið auðum höndum í baráttu sinni. Hún ferðaðist um landið og hélt fyrirlestra undir heitinu Mikill hlátur og smá grátur þar sem hún lýsti reynslu sinni. Samkvæmt Ástrós smitaði hún jákvæðni og bjartsýni til allra sem kynntust henni. „Í fyrirlestrinum talaði hún meðal annars um ,,Team Arndís” en það voru allir hennar ástvinir sem studdu hana í baráttunni á einn eða annan hátt,“ segir Ástrós. „Arndís átti ekki einungis mennska liðsfélaga heldur stóð hundurinn Bjartur jafn þétt við bak hennar og nánasta fjölskylda.“ Studdi og hvatti fram á síðasta dag Bjartur er Chihuahua hundur sem Arndís og fjölskylda hennar eignuðust árið 2013. „Við elskuðum hann öll en systir mín mest,“ segir Ástrós. Bjartur átti eftir að reynast Arndísi vel í sinni löngu baráttu. En hann sat eða lá hjá henni fram á síðasta dag og vék aldrei frá henni. Ástrós segir líka að Bjartur hafi veitt systur sinni hvatningu til þess að fara út fyrir hússins dyr. Bjartur lá hjá Arndísi fram á síðasta dag „Stundum voru göngutúrar í kringum húsið það eina sem heilsa hennar leyfði, það voru henni dýrmætar stundir,“ segir hún. „Systir mín elskaði Bjart af öllu hjarta. Hún sagði hann besta hlustandann og trúði honum fyrir öllu því sem hún vildi ekki leggja á okkur hin.“ Nágrannar veita ekki samþykki Eftir þetta fór Bjartur til Ástrósar og dætra hennar. Ástrós er einstæð þriggja barna móðir sem segist ekki hafa efni á öðru en að búa í fjölbýli. Samkvæmt núverandi lögum þarf tvo þriðju eigenda íbúða í fjölbýli til að samþykkja hunda eða kattahald í fjölbýli, það er þeirra sem deila sama stigagangi eða inngangi. Ástrós býr í fjölbýli þar sem eru þrír stigagangar. Hefur hún samþykki þeirra sem deila stigaganginum en ekki þeirra sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara. „Einhverjir nágrannar mínir sem deila ekki með mér stigagangi eru óánægðir með veru hundsins Bjarts hjá okkur og telja að þar sem það er sameiginlegur inngangur í kjallara að þá sé ég ekki með leyfi til að halda hann í íbúð minni,“ segir Ástrós. „Þrátt fyrir að ég hafi ekki og mun aldrei þurfa að ganga með Bjart inn um kjallarainnganginn til að komast að íbúð minni.“ Málið er nú fyrir Kærunefnd húsamála. „Það er því ekki víst að ég og dætur mínar fáum að hafa elsku litla Bjart hjá okkur áfram. Tilhugsunin um að þurfa kannski að láta hann frá okkur er óbærileg,“ segir hún og segist ekki vilja trúa að slík mannvonska sé til. „Að nokkur skuli vilja bæta í alla sorgina og söknuðinn sem andlát systur minnar hefur haft á okkur með því að gera allt til að koma í veg fyrir að við getum fengið að elska litla voffann hennar er mér með öllu óskiljanlegt.“ Vilja ný lög Ástrós er ein af þeim sem hafa barist fyrir breyttum lögum um hunda og kattahald í fjölbýlishúsum. En frumvarp þess efnis hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagt fram. Bjartur dvelur nú hjá Ástrós og dætrum hennar „Arndís var þrautseig og bjartsýn, þess vegna var það í raun ekki fyrr en nokkrum dögum áður en hún lést, sem ég áttaði mig á því að hugsanlega myndi hún ekki vinna baráttuna við krabbann, nú er spurning um hvort ég og dætur mínar muni vinna baráttuna um að fá að hafa Bjart hér hjá okkur,“ segir Ástrós. Þá segir Marín Rós, dóttir Arndísar, gott að vita af Bjarti hjá Ástrós og dætrum hennar. „Að missa foreldri er óbærilegt en Bjartur sat við hlið okkar allra í sorginni rétt eins og hann gerði hjá mömmu í baráttunni við krabbakvikindið. Ég óska ekki bara þess að Bjartur fái að vera áfram á heimili sínu heldur að allir fái jöfn tækifæri til þess að halda gæludýr og upplifa þá gleði og von sem þau geta fært óháð fjárhagslegum burðum,“ segir hún. Dýr Hundar Tengdar fréttir Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Stéttaskipting felist í núgildandi reglum um dýrahald Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer fyrir frumvarpi um breytingu á fjöleignahúsalögum sem myndi gera katta- og hundahald ekki háð leyfi annarra íbúa fjöleignarhúsa. Hún segir mikla stéttaskiptingu felast í núgildandi lögum. 4. apríl 2023 18:52 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Föstudaginn 2. febrúar árið 2018 lést Arndís Halla Jóhannesdóttir, 41 árs gömul, eftir sex ára baráttu við krabbamein. Ástrós Una Jóhannesdóttir greinir frá baráttu hennar í pistli sem hún birtir á samfélagsmiðlum. Einnig baráttunni fyrir að halda hundinum Bjarti sem fór til Ástrósar og fjölskyldu hennar eftir að Arndís dó. „Ég vakna upp um miðja nótt við símhringingu, í raun hafði ég svo sem ekki verið alveg sofandi, hafði ekki sofið í nokkra daga, frekar dormað aðeins. Systir mín hafði nefnilega farið í aðgerð á þriðjudeginum á undan, það átti að setja upp sondu, vélindað var farið að valda henni erfiðleikum og átti hún orðið mjög erfitt með að kyngja mat,“ segir Ástrós um hinn örlagaríka dag. „Aðgerðin reyndist hins vegar vera líkama hennar ofviða, hann var orðinn þreyttur eftir sex ára baráttu við krabbamein og þann 2. febrúar 2018 lést systir mín hún Arndís Halla, aðeins 41 árs.“ Team Arndís Arndís hafði ekki setið auðum höndum í baráttu sinni. Hún ferðaðist um landið og hélt fyrirlestra undir heitinu Mikill hlátur og smá grátur þar sem hún lýsti reynslu sinni. Samkvæmt Ástrós smitaði hún jákvæðni og bjartsýni til allra sem kynntust henni. „Í fyrirlestrinum talaði hún meðal annars um ,,Team Arndís” en það voru allir hennar ástvinir sem studdu hana í baráttunni á einn eða annan hátt,“ segir Ástrós. „Arndís átti ekki einungis mennska liðsfélaga heldur stóð hundurinn Bjartur jafn þétt við bak hennar og nánasta fjölskylda.“ Studdi og hvatti fram á síðasta dag Bjartur er Chihuahua hundur sem Arndís og fjölskylda hennar eignuðust árið 2013. „Við elskuðum hann öll en systir mín mest,“ segir Ástrós. Bjartur átti eftir að reynast Arndísi vel í sinni löngu baráttu. En hann sat eða lá hjá henni fram á síðasta dag og vék aldrei frá henni. Ástrós segir líka að Bjartur hafi veitt systur sinni hvatningu til þess að fara út fyrir hússins dyr. Bjartur lá hjá Arndísi fram á síðasta dag „Stundum voru göngutúrar í kringum húsið það eina sem heilsa hennar leyfði, það voru henni dýrmætar stundir,“ segir hún. „Systir mín elskaði Bjart af öllu hjarta. Hún sagði hann besta hlustandann og trúði honum fyrir öllu því sem hún vildi ekki leggja á okkur hin.“ Nágrannar veita ekki samþykki Eftir þetta fór Bjartur til Ástrósar og dætra hennar. Ástrós er einstæð þriggja barna móðir sem segist ekki hafa efni á öðru en að búa í fjölbýli. Samkvæmt núverandi lögum þarf tvo þriðju eigenda íbúða í fjölbýli til að samþykkja hunda eða kattahald í fjölbýli, það er þeirra sem deila sama stigagangi eða inngangi. Ástrós býr í fjölbýli þar sem eru þrír stigagangar. Hefur hún samþykki þeirra sem deila stigaganginum en ekki þeirra sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara. „Einhverjir nágrannar mínir sem deila ekki með mér stigagangi eru óánægðir með veru hundsins Bjarts hjá okkur og telja að þar sem það er sameiginlegur inngangur í kjallara að þá sé ég ekki með leyfi til að halda hann í íbúð minni,“ segir Ástrós. „Þrátt fyrir að ég hafi ekki og mun aldrei þurfa að ganga með Bjart inn um kjallarainnganginn til að komast að íbúð minni.“ Málið er nú fyrir Kærunefnd húsamála. „Það er því ekki víst að ég og dætur mínar fáum að hafa elsku litla Bjart hjá okkur áfram. Tilhugsunin um að þurfa kannski að láta hann frá okkur er óbærileg,“ segir hún og segist ekki vilja trúa að slík mannvonska sé til. „Að nokkur skuli vilja bæta í alla sorgina og söknuðinn sem andlát systur minnar hefur haft á okkur með því að gera allt til að koma í veg fyrir að við getum fengið að elska litla voffann hennar er mér með öllu óskiljanlegt.“ Vilja ný lög Ástrós er ein af þeim sem hafa barist fyrir breyttum lögum um hunda og kattahald í fjölbýlishúsum. En frumvarp þess efnis hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagt fram. Bjartur dvelur nú hjá Ástrós og dætrum hennar „Arndís var þrautseig og bjartsýn, þess vegna var það í raun ekki fyrr en nokkrum dögum áður en hún lést, sem ég áttaði mig á því að hugsanlega myndi hún ekki vinna baráttuna við krabbann, nú er spurning um hvort ég og dætur mínar muni vinna baráttuna um að fá að hafa Bjart hér hjá okkur,“ segir Ástrós. Þá segir Marín Rós, dóttir Arndísar, gott að vita af Bjarti hjá Ástrós og dætrum hennar. „Að missa foreldri er óbærilegt en Bjartur sat við hlið okkar allra í sorginni rétt eins og hann gerði hjá mömmu í baráttunni við krabbakvikindið. Ég óska ekki bara þess að Bjartur fái að vera áfram á heimili sínu heldur að allir fái jöfn tækifæri til þess að halda gæludýr og upplifa þá gleði og von sem þau geta fært óháð fjárhagslegum burðum,“ segir hún.
Dýr Hundar Tengdar fréttir Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Stéttaskipting felist í núgildandi reglum um dýrahald Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer fyrir frumvarpi um breytingu á fjöleignahúsalögum sem myndi gera katta- og hundahald ekki háð leyfi annarra íbúa fjöleignarhúsa. Hún segir mikla stéttaskiptingu felast í núgildandi lögum. 4. apríl 2023 18:52 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17
Stéttaskipting felist í núgildandi reglum um dýrahald Inga Sæland formaður Flokks fólksins fer fyrir frumvarpi um breytingu á fjöleignahúsalögum sem myndi gera katta- og hundahald ekki háð leyfi annarra íbúa fjöleignarhúsa. Hún segir mikla stéttaskiptingu felast í núgildandi lögum. 4. apríl 2023 18:52