Davis gaf Lakers frumkvæðið Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 08:30 Anthony Davis átti stjörnuleik í San Francisco í gærkvöld. AP/Jeff Chiu Í einvígi sem lýst hefur verið sem nýjum kafla í löngu stríði LeBron James og Stephen Curry þá var það Anthony Davis sem stal senunni þegar LA Lakers unnu Golden State Warriors í nótt. Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir þessari undanúrslitarimmu vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og fyrsti leikur gaf góð fyrirheit. Lakers unnu að lokum góðan útisigur, 117-112, en liðin mætast aftur í San Francisco annað kvöld. Jordan Poole hafði átt góðan leik og fékk tækifæri til að jafna metin fyrir heimamenn þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þriggja stiga skot hans geigaði hins vegar og þó að þjálfari hans hafi verið ánægður með ákvörðunina þá gagnrýndu menn á borð við Charles Barkley skotvalið eftir leik. "I don't like that shot at all." Chuck, Shaq and Kenny react to Jordan Poole's missed 3-pointer near end of Lakers-Warriors Game 1 pic.twitter.com/JMwq0FvmWA— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2023 Eins og búast mátti við þá voru Warriors þó mun sterkari utan þriggja stiga línunnar og settu Poole, Curry og Klay Thompson niður sex þrista hver, sem er einstakt í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry jafnaði metin til að mynda með þristi þegar 90 sekúndur voru eftir, í 112-112, en D‘Angelo Russell kom Lakers strax yfir á nýjan leik. Margir komu að sigrinum fyrir Lakers og James var í minna hlutverki en oft áður, þó að hann hafi til að mynda skorað 22 stig og tekið 11 fráköst. Davis ýtti undir yfirburði Lakers í teignum en hann skoraði 30 stig í leiknum og tók 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot. Steph was shooting what felt like 90% on these types of attempts against the Kings.Anthony Davis is different. pic.twitter.com/JFGIqfoNxp— Vinay K. (@vkillem) May 3, 2023 Russell skoraði 19 stig og gaf sex stoðsendingar, og Dennis Schröder skoraði 19 stig auk þess að spila framúrskarandi vörn. Skvettubræðurnir Curry og Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Warriors og Kevon Looney hélt áfram að hrifsa til sín fráköst með 23 slík. Knicks jöfnuðu metin Í hinum leik gærkvöldsins jöfnuðu New York Knicks metin gegn Miami Heat í 1-1, með 111-105 sigri í Madison Square Garden. Jalen Brunson endaði stigahæstur Knicks með 30 stig þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik, og Julius Randle sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Miami var án Jimmy Butler vegna meiðsla en var 96-93 yfir þegar skammt var eftir, áður en Knicks komst yfir með átta stigum í röð. Liðin halda nú til Miami og mætast þar á laugardag og aftur á mánudag, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir þessari undanúrslitarimmu vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og fyrsti leikur gaf góð fyrirheit. Lakers unnu að lokum góðan útisigur, 117-112, en liðin mætast aftur í San Francisco annað kvöld. Jordan Poole hafði átt góðan leik og fékk tækifæri til að jafna metin fyrir heimamenn þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þriggja stiga skot hans geigaði hins vegar og þó að þjálfari hans hafi verið ánægður með ákvörðunina þá gagnrýndu menn á borð við Charles Barkley skotvalið eftir leik. "I don't like that shot at all." Chuck, Shaq and Kenny react to Jordan Poole's missed 3-pointer near end of Lakers-Warriors Game 1 pic.twitter.com/JMwq0FvmWA— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2023 Eins og búast mátti við þá voru Warriors þó mun sterkari utan þriggja stiga línunnar og settu Poole, Curry og Klay Thompson niður sex þrista hver, sem er einstakt í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry jafnaði metin til að mynda með þristi þegar 90 sekúndur voru eftir, í 112-112, en D‘Angelo Russell kom Lakers strax yfir á nýjan leik. Margir komu að sigrinum fyrir Lakers og James var í minna hlutverki en oft áður, þó að hann hafi til að mynda skorað 22 stig og tekið 11 fráköst. Davis ýtti undir yfirburði Lakers í teignum en hann skoraði 30 stig í leiknum og tók 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot. Steph was shooting what felt like 90% on these types of attempts against the Kings.Anthony Davis is different. pic.twitter.com/JFGIqfoNxp— Vinay K. (@vkillem) May 3, 2023 Russell skoraði 19 stig og gaf sex stoðsendingar, og Dennis Schröder skoraði 19 stig auk þess að spila framúrskarandi vörn. Skvettubræðurnir Curry og Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Warriors og Kevon Looney hélt áfram að hrifsa til sín fráköst með 23 slík. Knicks jöfnuðu metin Í hinum leik gærkvöldsins jöfnuðu New York Knicks metin gegn Miami Heat í 1-1, með 111-105 sigri í Madison Square Garden. Jalen Brunson endaði stigahæstur Knicks með 30 stig þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik, og Julius Randle sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Miami var án Jimmy Butler vegna meiðsla en var 96-93 yfir þegar skammt var eftir, áður en Knicks komst yfir með átta stigum í röð. Liðin halda nú til Miami og mætast þar á laugardag og aftur á mánudag, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira