Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2023 12:30 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður. „Þetta er almennt búið að vera talsvert vandamál í kerfinu um árabil þannig það er ekki annað hægt að segja en að stjórnvöld hafi brugðist þar. Það sem verið er að benda á núna í ofanálag er ekki bara skert aðgengi þessara einstaklinga að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, heldur eru þau úrræði sem verið er að setja einstaklingana í, þau eru beinlínis skaðleg. Hafa slæm áhrif á heilsu þeirra og annað,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og vísar þar í einangrunarúrræði. Séum beinlínis að auka vandann Hún segir samfélagið í raun aldrei hafa markað almennileg stefnu þegar kemur að refsingum á Íslandi. Lokamarkmiðið hljóti að snúa að því að koma í veg fyrir að fólk brjóti aftur af sér. „Til hvers erum við að refsa? Hvers vegna fer fólk í fangelsi? Það er til þess að leysa einhver vandamál. Það ætti að vera lokamarkmið þessa kerfis, að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér og reyna að leysa vandamál, en þarna erum við hugsanlega og líklega og allt bendir til þess að við séum beinlínis að auka vandann. Frekar en að leysa hann og þá á ég bæði við persónuleg vandamál einstaklinga og fólks. Og samfélagsins.“ Myndast gat Í Kompás kom fram að það skorti á samstarfi við Landspítalann þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Arndís segir kerfi og stofnanir verða að vinna saman. „Þetta hefur líka verið vandamál um árabil og virðist svolítið einskorðast við akkúrat geðsjúkdóma en ekki aðra sjúkdóma. Ef einstaklingur greinist með einhvers konar aðra kvilla þá almennt hefur fólk betra aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda en þegar kemur að einstaklingum með geðræn vandamál þá virðist vera tregða í kerfinu. Það myndast gat.“ Sá vandi birtist víðar, nefnir hún sem dæmi að börn með fjölþættan vanda sem þurfi aðstoð frá mörgum hliðum, lendi á milli kerfa. „Þetta hefur verið vandamál mjög lengi og í rauninni algjörlega óboðlegt að það sé ekki fyrir löngu búið að laga þetta og leysa þetta. Einmitt bæði með samtali heilbrigðis- og fangelsisyfirvalda en það er ekki nóg. Við þurfum að hugsa hvernig við viljum gera þetta og hvað við viljum gera til að leysa þessi vandamál, aðstoða þessa einstaklinga og byggja þá upp til endurkomu í samfélagið.“ Hún segir ljóst að einangrunarvist sé ekki uppbyggileg fyrir neinn mann. Hvað þá fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. „Þetta hefur verið sýnt fram á ítrekað og ég held að við hljótum að þurfa að hlusta á það þegar sérfræðingar benda á að þessir einstaklingar eigi ekki heima í fangelsum. Við vitum að fólk kemur út í samfélagið á endanum, við getum ekki lokað þá inni ævilangt og þá er auðvitað öllum í hag að viðkomandi sé í betra ástandi en ekki verra.“ Kompás Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður. „Þetta er almennt búið að vera talsvert vandamál í kerfinu um árabil þannig það er ekki annað hægt að segja en að stjórnvöld hafi brugðist þar. Það sem verið er að benda á núna í ofanálag er ekki bara skert aðgengi þessara einstaklinga að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, heldur eru þau úrræði sem verið er að setja einstaklingana í, þau eru beinlínis skaðleg. Hafa slæm áhrif á heilsu þeirra og annað,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og vísar þar í einangrunarúrræði. Séum beinlínis að auka vandann Hún segir samfélagið í raun aldrei hafa markað almennileg stefnu þegar kemur að refsingum á Íslandi. Lokamarkmiðið hljóti að snúa að því að koma í veg fyrir að fólk brjóti aftur af sér. „Til hvers erum við að refsa? Hvers vegna fer fólk í fangelsi? Það er til þess að leysa einhver vandamál. Það ætti að vera lokamarkmið þessa kerfis, að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér og reyna að leysa vandamál, en þarna erum við hugsanlega og líklega og allt bendir til þess að við séum beinlínis að auka vandann. Frekar en að leysa hann og þá á ég bæði við persónuleg vandamál einstaklinga og fólks. Og samfélagsins.“ Myndast gat Í Kompás kom fram að það skorti á samstarfi við Landspítalann þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Arndís segir kerfi og stofnanir verða að vinna saman. „Þetta hefur líka verið vandamál um árabil og virðist svolítið einskorðast við akkúrat geðsjúkdóma en ekki aðra sjúkdóma. Ef einstaklingur greinist með einhvers konar aðra kvilla þá almennt hefur fólk betra aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda en þegar kemur að einstaklingum með geðræn vandamál þá virðist vera tregða í kerfinu. Það myndast gat.“ Sá vandi birtist víðar, nefnir hún sem dæmi að börn með fjölþættan vanda sem þurfi aðstoð frá mörgum hliðum, lendi á milli kerfa. „Þetta hefur verið vandamál mjög lengi og í rauninni algjörlega óboðlegt að það sé ekki fyrir löngu búið að laga þetta og leysa þetta. Einmitt bæði með samtali heilbrigðis- og fangelsisyfirvalda en það er ekki nóg. Við þurfum að hugsa hvernig við viljum gera þetta og hvað við viljum gera til að leysa þessi vandamál, aðstoða þessa einstaklinga og byggja þá upp til endurkomu í samfélagið.“ Hún segir ljóst að einangrunarvist sé ekki uppbyggileg fyrir neinn mann. Hvað þá fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. „Þetta hefur verið sýnt fram á ítrekað og ég held að við hljótum að þurfa að hlusta á það þegar sérfræðingar benda á að þessir einstaklingar eigi ekki heima í fangelsum. Við vitum að fólk kemur út í samfélagið á endanum, við getum ekki lokað þá inni ævilangt og þá er auðvitað öllum í hag að viðkomandi sé í betra ástandi en ekki verra.“
Kompás Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent