Fólk sé að skuldsetja sig fyrir tæknifrjóvgunum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. maí 2023 23:01 Þorbjörg Sigríður segir sorglegt að það ráðist af efnahag hvort fólk geti farið í tæknifrjóvgun. Arnar Halldórsson Kostnaður við tæknifrjóvganir hleypur á milljónum fyrir fólk í frjósemisvanda. Í aukana færist að fólk leiti út fyrir landsteinana í aðgerðir. Ung kona notaði föðurarf sinn í tæknifrjóvgun. „Fólk er að skuldsetja sig til þess að geta gert þetta. Meðferðirnar eru mjög dýrar. Þær hlaupa mjög auðveldlega á milljónum króna,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún telur að það mætti bæta þjónustuna og niðurgreiðslukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Þorbjörg fékk í dag svar frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn sinni um tæknifrjóvganir. Kemur þar meðal annars fram að fjöldi þeirra sem leita erlendis í tæknifrjóvgun hafi aukist úr 12 árið 2019 í 62 í fyrra. „Eins og víða í heilbrigðiskerfinu eru biðlistar og þess vegna tel ég að fólk sé að sækja þjónustuna út fyrir landsteinana,“ segir hún. Einkum hefur fólk verið að fara í meðferðir til Grikklands, Spánar, Danmerkur og Tékklands. Þar séu ekki biðlistar eins og á Íslandi, en það er aðeins eitt fyrirtæki, Livio, starfandi hér. Þorbjörg nefndir að árangur hefur náðst í áðurnefndum löndum og hefur það spurst út á meðal fólks hér heima. Þorbjörg segir að tæknifrjóvganir ættu að vera aðgengilegri á Íslandi. Nefnir hún það til dæmis að konur sem eru með óútskýrða ófrjósemi njóti minni stuðnings en þær sem hafa verið að glíma við ófrjósemi vegna krabbameinsrannsókna. Vandinn er hins vegar sá sami. Réttlætismál Tæknifrjóvganir eru sífellt að verða algengari. Á fimm árum fjölgaði fjölda einstaklinga í tæknifrjóvgun úr 636 í 725 og uppsetningum fjölgaði úr 729 í 810. Árið 2020 fæddust 267 börn eftir tæknifrjóvgun hér á landi. „Það er sjaldnast þannig að ein meðferð dugi til,“ segir Þorbjörg og nefnir kostnaðinn sem er mikill. Þess vegna sé þetta réttlætismál. „Það er sorglegt að það ráðist af efnahagnum hvort fólki sé þjónustan í raun aðgengileg,“ segir hún. Vissulega sé þjónustan dýr og því sé eðlilegt að það gildi einhver viðmið um þátttöku Sjúkratrygginga. En Þorbjörgu finnst skipta máli að þjónustan sé sem aðgengilegust fyrir alla Íslendinga. Þurfti að nota föðurarfinn í tæknifrjóvgun María Ellen Steingrímsdóttir er nú barnshafandi eftir tæknifrjóvgun á Spáni. Hún og maðurinn hennar, Valgeir Daði Valgeirsson, ákváðu að fara þangað eftir vonbrigði með þjónustuna hér heima. Kostnaðurinn er eftir sem áður gríðarlega mikill og greiðsluþátttaka ríkisins lítil. María notaði arfinn eftir föður sinn til að greiða fyrir tæknifrjóvgun. Hún segir að hið opinbera mætti gera miklu betur í þessum efnum. „Þetta er afgreitt sem annars flokks vandamál. Vandamál sem er í rauninni ekki vandamál,“ segir María. „En þetta er raunverulegt vandamál sem hefur gríðarlega miklar andlegar afleiðingar fyrir þau sem að ganga í gegnum þetta. Þetta er þungbært og erfitt, sérstaklega þegar þetta tekur langan tíma.“ María er búin að fara í tvær glasameðferðir og átta uppsetningar á samanlagt níu fósturvísum. Hún fór í fyrri glasameðferðina og fjórar uppsetningar hér heima en seinni aðgerðirnar á Spáni. Ástæðan er að hún fékk í tvígang utanlegsfóstur. Fyrst þurfti að fjarlægja vinstri eggjaleiðarann og síðan þann hægri. „Það er útilokað fyrir mig að eignast börn sjálf,“ segir María. Betri rannsóknir á Spáni Meðferðin hér á Íslandi var Maríu og Valgeiri vonbrigði. „Hérna heima fannst okkur eins og þetta væri færibandavinna,“ segir hún. Að prófa aðrar leiðir eða önnur lyf var ekki uppi á borðinu. „Við vorum orðin mjög þreytt á að heyra sífellt að við værum óheppin,“ segir hún. Þess vegna ákváðu þau að leita til Spánar, sem er eitt af þeim löndum sem íslenskar fjölskyldur í frjósemisvanda eru í auknum mæli farnar að leita til. María í lyfjagjöf á Spáni með Valgeir sér við hlið. „Úti fengum við miklu betri rannsóknir, betra utanumhald og enga bið,“ segir María. Eftir að ítarlegar rannsóknir á þeim báðum og vegna ítrekaðra fósturláta var ákveðið að genaprófa alla fósturvísa, en þeirri tækni er ekki beitt hérlendis. Í því ferli voru þrír af átta fósturvísum dæmdir ónýtir. Erfiður biðtími Tíminn er fjölskyldum í frjósemisvanda dýrmætur og þess vegna getur biðtíminn verið erfiður og nagandi. Hér á Íslandi er biðtíminn rokkandi. María segir að eftir að hringt er til Livio sé um þriggja mánaða bið eftir fyrsta viðtali. Þar fer fram samtal og blóðprufa. Ef ákveðið er að fara í tæknifrjóvgun er annað viðtal og svo getur verið þriggja til sex mánaða bið eftir að hefja sjálfa meðferðina. Á sumrin er lokað í heilan mánuð. Erlendis er enginn biðlisti. Aðeins er beðið eftir því að tíðahringur konunnar sé sem hagstæðastur. Ríkið greiðir sáralítið Aðspurð um kostnað segir María hann vera í kringum fimm milljón krónur í þeirra tilfelli. Er það með öllu tilheyrandi, það er meðferðunum sjálfum, lyfjum, flugferðum og hótelgistingu. Sjúkratryggingar greiða aðeins fimm prósent af fyrstu meðferð, sem kostar 590 þúsund krónur hjá Livio en 65 prósent fyrir aðra, þriðju og fjórðu meðferð. Uppsetning fósturvísa kostar á þriðja hundrað þúsund. María er nú barnshafandi af sínu fyrsta barni eftir tvær glasafrjóvganir og átta uppsetningar. Vitaskuld er tæknifrjóvgun ekki ókeypis erlendis heldur. María segir að Sjúkratryggingar hafi greitt 322 þúsund krónur af reikningi sem hljóðaði upp á 1,1 milljón krónur. Það er fyrir utan um 300 þúsund króna lyfjareikning. María segir að gera mætti miklu betur í þessum efnum. Bæði hvað varðar þjónustu, biðtíma og niðurgreiðslur. Hún og Valgeir eru bæði 27 ára og nýbúin með háskólanám og því hefur allt ferlið verið þeim fjárhagslega þungur baggi. Þau hafa verið heppin með stéttarfélög sem hafa styrkt en það er mjög misjafnt eftir félögum hversu háir styrkirnir eru. „Ég missti pabba minn árið 2018 og fékk föðurarf,“ segir María. „Það er ástæðan fyrir því að við gátum haldið áfram aftur og aftur þegar hlutirnir gengu ekki upp, en þar að auki erum við ótrúlega heppin að eiga góða að.“ Fyrir margar fjölskyldur sé þetta hins vegar ómögulegt fjárhagslega séð. Heilbrigðismál Viðreisn Frjósemi Tengdar fréttir Sprengja í tæknifrjóvgunum Tæknifrjóvgunum hér á landi hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2019 til 2022 fjölgaði aðgerðum um 51 prósent. Þingmaður segir fjölgunina ekki koma sér á óvart. 18. apríl 2023 13:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Fólk er að skuldsetja sig til þess að geta gert þetta. Meðferðirnar eru mjög dýrar. Þær hlaupa mjög auðveldlega á milljónum króna,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Hún telur að það mætti bæta þjónustuna og niðurgreiðslukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Þorbjörg fékk í dag svar frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn sinni um tæknifrjóvganir. Kemur þar meðal annars fram að fjöldi þeirra sem leita erlendis í tæknifrjóvgun hafi aukist úr 12 árið 2019 í 62 í fyrra. „Eins og víða í heilbrigðiskerfinu eru biðlistar og þess vegna tel ég að fólk sé að sækja þjónustuna út fyrir landsteinana,“ segir hún. Einkum hefur fólk verið að fara í meðferðir til Grikklands, Spánar, Danmerkur og Tékklands. Þar séu ekki biðlistar eins og á Íslandi, en það er aðeins eitt fyrirtæki, Livio, starfandi hér. Þorbjörg nefndir að árangur hefur náðst í áðurnefndum löndum og hefur það spurst út á meðal fólks hér heima. Þorbjörg segir að tæknifrjóvganir ættu að vera aðgengilegri á Íslandi. Nefnir hún það til dæmis að konur sem eru með óútskýrða ófrjósemi njóti minni stuðnings en þær sem hafa verið að glíma við ófrjósemi vegna krabbameinsrannsókna. Vandinn er hins vegar sá sami. Réttlætismál Tæknifrjóvganir eru sífellt að verða algengari. Á fimm árum fjölgaði fjölda einstaklinga í tæknifrjóvgun úr 636 í 725 og uppsetningum fjölgaði úr 729 í 810. Árið 2020 fæddust 267 börn eftir tæknifrjóvgun hér á landi. „Það er sjaldnast þannig að ein meðferð dugi til,“ segir Þorbjörg og nefnir kostnaðinn sem er mikill. Þess vegna sé þetta réttlætismál. „Það er sorglegt að það ráðist af efnahagnum hvort fólki sé þjónustan í raun aðgengileg,“ segir hún. Vissulega sé þjónustan dýr og því sé eðlilegt að það gildi einhver viðmið um þátttöku Sjúkratrygginga. En Þorbjörgu finnst skipta máli að þjónustan sé sem aðgengilegust fyrir alla Íslendinga. Þurfti að nota föðurarfinn í tæknifrjóvgun María Ellen Steingrímsdóttir er nú barnshafandi eftir tæknifrjóvgun á Spáni. Hún og maðurinn hennar, Valgeir Daði Valgeirsson, ákváðu að fara þangað eftir vonbrigði með þjónustuna hér heima. Kostnaðurinn er eftir sem áður gríðarlega mikill og greiðsluþátttaka ríkisins lítil. María notaði arfinn eftir föður sinn til að greiða fyrir tæknifrjóvgun. Hún segir að hið opinbera mætti gera miklu betur í þessum efnum. „Þetta er afgreitt sem annars flokks vandamál. Vandamál sem er í rauninni ekki vandamál,“ segir María. „En þetta er raunverulegt vandamál sem hefur gríðarlega miklar andlegar afleiðingar fyrir þau sem að ganga í gegnum þetta. Þetta er þungbært og erfitt, sérstaklega þegar þetta tekur langan tíma.“ María er búin að fara í tvær glasameðferðir og átta uppsetningar á samanlagt níu fósturvísum. Hún fór í fyrri glasameðferðina og fjórar uppsetningar hér heima en seinni aðgerðirnar á Spáni. Ástæðan er að hún fékk í tvígang utanlegsfóstur. Fyrst þurfti að fjarlægja vinstri eggjaleiðarann og síðan þann hægri. „Það er útilokað fyrir mig að eignast börn sjálf,“ segir María. Betri rannsóknir á Spáni Meðferðin hér á Íslandi var Maríu og Valgeiri vonbrigði. „Hérna heima fannst okkur eins og þetta væri færibandavinna,“ segir hún. Að prófa aðrar leiðir eða önnur lyf var ekki uppi á borðinu. „Við vorum orðin mjög þreytt á að heyra sífellt að við værum óheppin,“ segir hún. Þess vegna ákváðu þau að leita til Spánar, sem er eitt af þeim löndum sem íslenskar fjölskyldur í frjósemisvanda eru í auknum mæli farnar að leita til. María í lyfjagjöf á Spáni með Valgeir sér við hlið. „Úti fengum við miklu betri rannsóknir, betra utanumhald og enga bið,“ segir María. Eftir að ítarlegar rannsóknir á þeim báðum og vegna ítrekaðra fósturláta var ákveðið að genaprófa alla fósturvísa, en þeirri tækni er ekki beitt hérlendis. Í því ferli voru þrír af átta fósturvísum dæmdir ónýtir. Erfiður biðtími Tíminn er fjölskyldum í frjósemisvanda dýrmætur og þess vegna getur biðtíminn verið erfiður og nagandi. Hér á Íslandi er biðtíminn rokkandi. María segir að eftir að hringt er til Livio sé um þriggja mánaða bið eftir fyrsta viðtali. Þar fer fram samtal og blóðprufa. Ef ákveðið er að fara í tæknifrjóvgun er annað viðtal og svo getur verið þriggja til sex mánaða bið eftir að hefja sjálfa meðferðina. Á sumrin er lokað í heilan mánuð. Erlendis er enginn biðlisti. Aðeins er beðið eftir því að tíðahringur konunnar sé sem hagstæðastur. Ríkið greiðir sáralítið Aðspurð um kostnað segir María hann vera í kringum fimm milljón krónur í þeirra tilfelli. Er það með öllu tilheyrandi, það er meðferðunum sjálfum, lyfjum, flugferðum og hótelgistingu. Sjúkratryggingar greiða aðeins fimm prósent af fyrstu meðferð, sem kostar 590 þúsund krónur hjá Livio en 65 prósent fyrir aðra, þriðju og fjórðu meðferð. Uppsetning fósturvísa kostar á þriðja hundrað þúsund. María er nú barnshafandi af sínu fyrsta barni eftir tvær glasafrjóvganir og átta uppsetningar. Vitaskuld er tæknifrjóvgun ekki ókeypis erlendis heldur. María segir að Sjúkratryggingar hafi greitt 322 þúsund krónur af reikningi sem hljóðaði upp á 1,1 milljón krónur. Það er fyrir utan um 300 þúsund króna lyfjareikning. María segir að gera mætti miklu betur í þessum efnum. Bæði hvað varðar þjónustu, biðtíma og niðurgreiðslur. Hún og Valgeir eru bæði 27 ára og nýbúin með háskólanám og því hefur allt ferlið verið þeim fjárhagslega þungur baggi. Þau hafa verið heppin með stéttarfélög sem hafa styrkt en það er mjög misjafnt eftir félögum hversu háir styrkirnir eru. „Ég missti pabba minn árið 2018 og fékk föðurarf,“ segir María. „Það er ástæðan fyrir því að við gátum haldið áfram aftur og aftur þegar hlutirnir gengu ekki upp, en þar að auki erum við ótrúlega heppin að eiga góða að.“ Fyrir margar fjölskyldur sé þetta hins vegar ómögulegt fjárhagslega séð.
Heilbrigðismál Viðreisn Frjósemi Tengdar fréttir Sprengja í tæknifrjóvgunum Tæknifrjóvgunum hér á landi hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2019 til 2022 fjölgaði aðgerðum um 51 prósent. Þingmaður segir fjölgunina ekki koma sér á óvart. 18. apríl 2023 13:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sprengja í tæknifrjóvgunum Tæknifrjóvgunum hér á landi hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2019 til 2022 fjölgaði aðgerðum um 51 prósent. Þingmaður segir fjölgunina ekki koma sér á óvart. 18. apríl 2023 13:53