Þar á meðal er enska hljómsveitin Bombay Bicycle Club sem er enginn nýgræðingur á hátíðinni og kom fyrst til Íslands og spilaði á Airwaves árið 2010. Fjöldi innlendra og erlendra tónlistarmanna hafa auk ensku strákanna bæst í hópinn.
Þar á meðal eru tónlistarmennirnir í upprennandi pönkbandinu Sprints, frönsk-amerísku bræðurnir Faux Real, kanadíska söngvaskáldið Andy Shauf, indí elektóníkin Ghostly Kisses frá Montreal, norska poppstjarnan SKAAR, fransk-bandaríska djass dúettinn DOMi & JD BECK og þýski pródúsentinn Donkey Kid, ásamt fjölmörgum fleirum.
Þá láta íslenskir tónlistarmenn sitt ekki eftir liggja á tónlistarhátíðinni. Vestfjarðardrottningin Árný Margrét mætir til leiks, auk píanómúsíkantsins Eydísar Evensen, nýstirnunum Kónguló, Kusk & Óviti og tónlistarsnillingsins Kára. Þá mætir goðsögnin Mugison að sjálfsögðu til leiks.
Tilkynnt í dag:
Andy Shauf,Anna Gréta, Árný Margrét, Ásdís, Ash Olsen, Bombay Bicycle Club, Celebs, Cyber, DOMi and JD Beck, Donkey Kid, Eydís Evensen, Faux Real, Ghostly Kisses, Greyskies, GRÓA, Jelena Ciric, JJ Paulo, Jonathan Hultén, Kári Egilsson, Kónguló, Kusk & Óviti, Kvikindi, Madmadmad, Markéta Irglová, Monikaze, Mugison, Sandrayati, Sigrún Stella, SKAAR, Soffía, Sprints, Superjava, Superserious, Tilbury.
Þeir listamenn sem hafa verið tilkynntir hingað til:
Andy Shauf,Anna Gréta, Árný Margrét, Ásdís, Ash Olsen, Balming Tiger, Blondshell, Bombay Bicycle Club, Cassia, Celebs, Clubdub, Cyber, Daniil, DOMi and JD Beck, Donkey Kid, Eydís Evensen, Faux Real, FETISH, Fran Vasilic, Gallus, Ghostly Kisses, Greyskies, GRÓA, Jelena Ciric, JJ Paulo, Jonathan Hultén, Kári Egilsson, Kónguló, Kristin Sesselja, Kneecap, Kusk & Óviti, Kvikindi, Lime Garden, Lón, Love’n’joy, Madmadmad, Markéta Irglová, Monikaze, Mugison, Myrkvi, Nanna, Neonme, Sandrayati, Sigrún Stella, SKAAR, Soffía, Sprints, Squid, Superjava, Superserious, The Goa Express, The Haunted Youth, Tilbury, Trentemøller, Whispering Sons, Yard Act.
Hlusta má á lög tónlistarmannanna sem fram munu koma á hátíðinni í ár á spilunarlistanum hér fyrir neðan.