Vítamark í uppbótartíma tryggði Brighton sigurinn gegn United

Það var hasar í leiknum í kvöld.
Það var hasar í leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Alexis Mac Allister tryggði Brighton sigur gegn Manchester United þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á níundu mínútu uppbótartíma. Brighton fer upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum.

Fyrir leikinn í dag voru liðin í fjórða og áttunda sæti deildarinnar og United í leit að stigum til að stíga enn eitt skrefið í átt að Meistaradeildarsæti á næsta tímabili.

Fyrri hálfleikurinn var skemmtilegur. Bæði Antony og Kaoru Mitoma fengu góð færi til að skora en tókst ekki og það var markalaust í hálfleik.

Og það var markalaust allt þar til komið var í uppbótartíma. Þá fékk Brighton vítaspyrnu eftir að Luke Shaw hafði á klaufalegan hátt handleikið knöttinn og Andre Marriner gat ekki annað en bent á vítapunktinn.

Þar var Alexis Mac Allister öryggið uppmálað, hann þrumaði boltanum í vinstra hornið og tryggði Brighton stigin þrjú. United er því enn með fjögurra stiga forskot á Liverpool. United á fimm leiki eftir og Liverpool fjóra.

Brighton er síðan í sjötta sætinu fjórum stigum á eftir Liverpool en á tvo leiki til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira