„Það vilja allir spila fyrir Manchester United“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 17:45 Erik Ten Hag verður á hliðarlínunni þegar Manchester United verður í heimsókn hjá Brighton í kvöld. Vísir/Getty Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé algjört lykilatriði í enduruppbyggingu félagsins að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Manchester United á mikilvægan leik í ensku deildinni gegn Brighton í kvöld. Manchester United er í ágætum málum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika á síðustu vikum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Liverpool en hafa leikið færri leiki. Fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld. Þar fór Ten Hag yfir mikilvægi þess að ná sæti í deild hinna bestu á næsta ári. „Allir stærstu leikmennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Manchester United er stórt félag. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég tekið eftir að það vilja allir spila fyrir Manchester United.“ „Nú lítur út fyrir að við náum sæti í Meistaradeildinni og þá er ennþá meiri áhugi. Það vita allir að Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin eru í hæsta klassa. Að ná sæti í Meistaradeildinni er mikilvægt.“ Undir stjórn Ten Hag hefur United bætt sig á milli ára en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Hann segir Meistaradeildarsæti afar mikilvægt í enduruppbyggingu félagsins. „Leikmennirnir mæta bestu leikmönnum heims og liðið fær betri leikjaniðurröðun í deildinni. Það er líka mikilvægt. Leikmennirnir vita að þeir vilja spila í Meistaradeildinni, þeir vilja vera í toppbaráttu í úrvalsdeildinni. Við berjumst fyrir öllum stöðum, á vellinum berjumst við fyrir hverjum metra og í hverju návígi því það er það sem fótbolti snýst um.“ Segir önnur félög vera komin lengra Brighton er eina gestaliðið sem sótt hefur sigur á Old Trafford í vetur, í fyrsta leik tímabilsins í ágúst. United náði að hefna fyrir það tap þegar liðið lagði Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. „Það er langt síðan það gerðist. Þú vilt auðvitað ekki lenda í þessu í byrjun á vegferð en það getur gerst, það er eðlilegt að lið sé ekki hundrað prósent tilbúið í byrjun. Ég myndi segja að það væri slæmt ef við værum að spila verr núna en fyrir tíu mánuðum síðan. Við höfum bætt okkur mikið, við erum á réttri leið.“ „Við höfum séð að við erum á réttri leið en það er langur vegur framundan. Sum lið hafa verið í uppbyggingu í þrjú, fjögur eða fimm ár og eru komin lengra en við. Það er það sem við sjáum í augnablikinu ef við berum okkur saman við önnur stór félög.“ Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Manchester United er í ágætum málum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika á síðustu vikum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Liverpool en hafa leikið færri leiki. Fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld. Þar fór Ten Hag yfir mikilvægi þess að ná sæti í deild hinna bestu á næsta ári. „Allir stærstu leikmennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Manchester United er stórt félag. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég tekið eftir að það vilja allir spila fyrir Manchester United.“ „Nú lítur út fyrir að við náum sæti í Meistaradeildinni og þá er ennþá meiri áhugi. Það vita allir að Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin eru í hæsta klassa. Að ná sæti í Meistaradeildinni er mikilvægt.“ Undir stjórn Ten Hag hefur United bætt sig á milli ára en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Hann segir Meistaradeildarsæti afar mikilvægt í enduruppbyggingu félagsins. „Leikmennirnir mæta bestu leikmönnum heims og liðið fær betri leikjaniðurröðun í deildinni. Það er líka mikilvægt. Leikmennirnir vita að þeir vilja spila í Meistaradeildinni, þeir vilja vera í toppbaráttu í úrvalsdeildinni. Við berjumst fyrir öllum stöðum, á vellinum berjumst við fyrir hverjum metra og í hverju návígi því það er það sem fótbolti snýst um.“ Segir önnur félög vera komin lengra Brighton er eina gestaliðið sem sótt hefur sigur á Old Trafford í vetur, í fyrsta leik tímabilsins í ágúst. United náði að hefna fyrir það tap þegar liðið lagði Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. „Það er langt síðan það gerðist. Þú vilt auðvitað ekki lenda í þessu í byrjun á vegferð en það getur gerst, það er eðlilegt að lið sé ekki hundrað prósent tilbúið í byrjun. Ég myndi segja að það væri slæmt ef við værum að spila verr núna en fyrir tíu mánuðum síðan. Við höfum bætt okkur mikið, við erum á réttri leið.“ „Við höfum séð að við erum á réttri leið en það er langur vegur framundan. Sum lið hafa verið í uppbyggingu í þrjú, fjögur eða fimm ár og eru komin lengra en við. Það er það sem við sjáum í augnablikinu ef við berum okkur saman við önnur stór félög.“
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira