„Það vilja allir spila fyrir Manchester United“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 17:45 Erik Ten Hag verður á hliðarlínunni þegar Manchester United verður í heimsókn hjá Brighton í kvöld. Vísir/Getty Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé algjört lykilatriði í enduruppbyggingu félagsins að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Manchester United á mikilvægan leik í ensku deildinni gegn Brighton í kvöld. Manchester United er í ágætum málum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika á síðustu vikum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Liverpool en hafa leikið færri leiki. Fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld. Þar fór Ten Hag yfir mikilvægi þess að ná sæti í deild hinna bestu á næsta ári. „Allir stærstu leikmennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Manchester United er stórt félag. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég tekið eftir að það vilja allir spila fyrir Manchester United.“ „Nú lítur út fyrir að við náum sæti í Meistaradeildinni og þá er ennþá meiri áhugi. Það vita allir að Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin eru í hæsta klassa. Að ná sæti í Meistaradeildinni er mikilvægt.“ Undir stjórn Ten Hag hefur United bætt sig á milli ára en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Hann segir Meistaradeildarsæti afar mikilvægt í enduruppbyggingu félagsins. „Leikmennirnir mæta bestu leikmönnum heims og liðið fær betri leikjaniðurröðun í deildinni. Það er líka mikilvægt. Leikmennirnir vita að þeir vilja spila í Meistaradeildinni, þeir vilja vera í toppbaráttu í úrvalsdeildinni. Við berjumst fyrir öllum stöðum, á vellinum berjumst við fyrir hverjum metra og í hverju návígi því það er það sem fótbolti snýst um.“ Segir önnur félög vera komin lengra Brighton er eina gestaliðið sem sótt hefur sigur á Old Trafford í vetur, í fyrsta leik tímabilsins í ágúst. United náði að hefna fyrir það tap þegar liðið lagði Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. „Það er langt síðan það gerðist. Þú vilt auðvitað ekki lenda í þessu í byrjun á vegferð en það getur gerst, það er eðlilegt að lið sé ekki hundrað prósent tilbúið í byrjun. Ég myndi segja að það væri slæmt ef við værum að spila verr núna en fyrir tíu mánuðum síðan. Við höfum bætt okkur mikið, við erum á réttri leið.“ „Við höfum séð að við erum á réttri leið en það er langur vegur framundan. Sum lið hafa verið í uppbyggingu í þrjú, fjögur eða fimm ár og eru komin lengra en við. Það er það sem við sjáum í augnablikinu ef við berum okkur saman við önnur stór félög.“ Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Manchester United er í ágætum málum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika á síðustu vikum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Liverpool en hafa leikið færri leiki. Fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld. Þar fór Ten Hag yfir mikilvægi þess að ná sæti í deild hinna bestu á næsta ári. „Allir stærstu leikmennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Manchester United er stórt félag. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég tekið eftir að það vilja allir spila fyrir Manchester United.“ „Nú lítur út fyrir að við náum sæti í Meistaradeildinni og þá er ennþá meiri áhugi. Það vita allir að Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin eru í hæsta klassa. Að ná sæti í Meistaradeildinni er mikilvægt.“ Undir stjórn Ten Hag hefur United bætt sig á milli ára en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Hann segir Meistaradeildarsæti afar mikilvægt í enduruppbyggingu félagsins. „Leikmennirnir mæta bestu leikmönnum heims og liðið fær betri leikjaniðurröðun í deildinni. Það er líka mikilvægt. Leikmennirnir vita að þeir vilja spila í Meistaradeildinni, þeir vilja vera í toppbaráttu í úrvalsdeildinni. Við berjumst fyrir öllum stöðum, á vellinum berjumst við fyrir hverjum metra og í hverju návígi því það er það sem fótbolti snýst um.“ Segir önnur félög vera komin lengra Brighton er eina gestaliðið sem sótt hefur sigur á Old Trafford í vetur, í fyrsta leik tímabilsins í ágúst. United náði að hefna fyrir það tap þegar liðið lagði Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. „Það er langt síðan það gerðist. Þú vilt auðvitað ekki lenda í þessu í byrjun á vegferð en það getur gerst, það er eðlilegt að lið sé ekki hundrað prósent tilbúið í byrjun. Ég myndi segja að það væri slæmt ef við værum að spila verr núna en fyrir tíu mánuðum síðan. Við höfum bætt okkur mikið, við erum á réttri leið.“ „Við höfum séð að við erum á réttri leið en það er langur vegur framundan. Sum lið hafa verið í uppbyggingu í þrjú, fjögur eða fimm ár og eru komin lengra en við. Það er það sem við sjáum í augnablikinu ef við berum okkur saman við önnur stór félög.“
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira