Enski boltinn

Eigendur Manchester City búnir að kaupa þrettánda félagið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland er búinn að setja markamet og hjálpa Manchester City að komast aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.
Erling Haaland er búinn að setja markamet og hjálpa Manchester City að komast aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni. AP/Dave Thompson

City Football Group, sem á meðal annars enska stórliðið Manchester City, heldur áfram að stækka fótboltafjölskyldu sína.

CFG hefur nú gengið frá kaupum á brasilíska fótboltafélaginu Bahia og gerir sér von um að þeir geti hjálpað að auka fjármagnsflæðið inn í brasilíska boltann.

The Athletic og BBC segir frá kaupunum á Bahia en CFG eignast níutíu prósent hlut í brasilíska félaginu. Félagið spilar í efstu deild í Brasilíu og varð síðast meistari 1988. Bahia hefur hins vegar ekki endað ofar en í áttunda sæti frá árinu 2001.

Bahia verður þar með þrettánda félagið í eigu City Football Group en það frægasta er auðvitað Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

CFG á einnig New York City í Bandaríkjunum, Melbourne City í Ástralíu, Montevideo City Torque í Úrúgvæ, Troyes í Frakklandi, Lommel S.K. í Belgíu, Mumbai City á Ítalíu, Girona á Spáni, Sichuan Jiuniu í Kína, Yokohama F. Marinos í Japan og Palermo á Ítalíu. Hjá flestum á CFG annað hvort allt félagið eða meirihluta en minnihluta hjá nokkrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×