Dansaði við konuna og gæti losnað af spítala bráðlega Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 20:59 Guðmundur Felix og Sylvia á góðri stundu. Vilhelm Gunnarsson Létt var yfir Guðmundi Felix Grétarssyni og eiginkonu hans Sylwiu Gretarsson Nowakowska þar sem þau stigu nokkur dansspor á spítalanum þar sem hann dvelur. Guðmundur hefur gengist undir margar skurðaðgerðir undanfarna daga. „Happiness is a choice,“ eða „hamingjan er valkostur,“ var yfirskrift myndbandsins sem Guðmundur Felix birti í dag af spítalanum. En þar má sjá hann og Sylwiu stíga dans undir laginu „What the World Needs Now Is Love“ eftir hinn nýlátna lagasmið Burt Bacharach. „Þetta er búin að vera ógnvekjandi vika en núna, eftir fjórar skurðaðgerðir, lítur þetta vel út,“ skrifar Guðmundur í færslunni. „Ég gæti losnað héðan um miðjan næstu viku.“ Höfnun Fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 27. apríl, greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina. Sterakúr og fjórar aðgerðir Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar. Hafði handleggurinn bólgnað mikið og sársaukinn var gríðarlegur að sögn Guðmundar. Hann sagði hins vegar að sterakúrinn hefði stöðvað höfnunina. Útlit væri því fyrir að hann myndi halda handleggjunum. Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Happiness is a choice,“ eða „hamingjan er valkostur,“ var yfirskrift myndbandsins sem Guðmundur Felix birti í dag af spítalanum. En þar má sjá hann og Sylwiu stíga dans undir laginu „What the World Needs Now Is Love“ eftir hinn nýlátna lagasmið Burt Bacharach. „Þetta er búin að vera ógnvekjandi vika en núna, eftir fjórar skurðaðgerðir, lítur þetta vel út,“ skrifar Guðmundur í færslunni. „Ég gæti losnað héðan um miðjan næstu viku.“ Höfnun Fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 27. apríl, greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek. View this post on Instagram A post shared by Felix Gretarsson (@felix_gretarsson) Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina. Sterakúr og fjórar aðgerðir Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar. Hafði handleggurinn bólgnað mikið og sársaukinn var gríðarlegur að sögn Guðmundar. Hann sagði hins vegar að sterakúrinn hefði stöðvað höfnunina. Útlit væri því fyrir að hann myndi halda handleggjunum.
Heilbrigðismál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Líkaminn er að hafna handleggnum“ Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. 27. apríl 2023 13:10
„Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52
Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. 1. maí 2023 19:56