Enski boltinn

Aston Villa tapaði dýr­mætum stigum gegn Úlfunum

Aron Guðmundsson skrifar
Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa ræðir við leikmenn sína í leik dagsins
Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa ræðir við leikmenn sína í leik dagsins Vísir/Getty

Wolves vann í dag góðan sigur á Aston Villa er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Molineux leikvanginum, lokatölur 1-0.  

Aston Villa laut í lægri pokann gegn Manchester United í síðustu umferð eftir að hafa verið á afar góðu skriði. Vonir stuðningsmanna liðsins sneru til þess að liðið kæmist aftur á sigurbraut í dag en svo varð ekki raunin. 

Eina mark leiksins leit dagsins ljós strax á 9. mínútu leiksins. Það skoraði Toti Gomes eftir stoðsendingu frá Portúgalanum Rúben Neves. 

Sigur Wolves kemur liðinu upp fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni og í 13. sæti þar sem Úlfarnir sitja með 40 stig. 

Aston Villa er í góðum málum en missti þarna af ansi dýrmætum stigum sem hefði sett pressu á keppinauta liðsins um Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×