Pep ósáttur með vítavesen gærdagsins Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 07:01 Erling Haaland ákvað að leyfa Ilkay Gundogan tækifæri til að ná þrennunni. Vísir/Getty Manchester City vann í gær góðan 2-1 sigur á Leeds sem færir liðið einu skrefi nær Englandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Pep Guardiola var þó ekki yfir sig ánægður eftir leik í gær. Manchester City er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Leeds í gær. Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum en hann misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir mark Leeds þar sem hann hefði getað náð þrennunni. Flestir hefðu búist við að markahrókurinn Erling Haaland tæki spyrnuna og það gerði Pep Guardiola þjálfari líka. Norðmaðurinn ákvað hins vegar að leyfa Gundogan að fá tækifæri til að ná þrennunni en Þjóðverjinn nýtti það tækifæri ekki nógu vel. Gjafmildi Haalan vakti ekki mikla lukku hjá Pep Guardiola þjálfara City og lét hann þá skoðun sína skýrt í ljós að leik loknum. Guardiola var ekki sáttur með þá félaga Erling Haaland og Ilkay Gundogan.Vísir/Getty „Leikurinn er ekki búinn. Þetta sýnir hversu almennilegur og örlátur Erling er. Ef staðan er 4-0 og það eru tíu mínútur eftir, þá er þetta í lagi,“ sagði Guardiola í viðtali að leik loknum í gær. „Erling er besta vítaskyttan akkúrat núna þannig að hann á að taka spyrnuna. Ég vill að leikmaðurinn sem er vítaskyttan taki spyrnuna, hann er með betri rútínu og þekkingu. Hann hefur líklega tekið tíu eða ellefu spyrnur og er með tilfinninguna. Gundogan er ekki með þá tilfinningu akkúrat núna.“ Gundogan sagði að Pep Guardiola hefði strax gert þeim ljóst að þeir hefðu tekið ranga ákvörðun. „Fyrst sýndi hann Erling að hann væri frekar reiður og svo lét hann mig heyra það,“ sagði Gundogan eftir leik en Leeds minnkaði muninn strax í kjölfarið á því að hann misnotaði vítið. Guaridola róaðist þó fljótlega eftir leik enda væntanlega ánægður með stigin þrjú sem færir City liðinu enn nær enn einum meistaratitlinum undir hans stjórn. „Ég dáist að því að Gundogan vilji taka ábyrgðina á að skora úr vítinu, það er góður eiginleiki hjá leikmanni. En vítaskyttan er vítaskytta og Erling átti að taka hana því hann er okkar sérfræðingur.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Manchester City er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Leeds í gær. Ilkay Gundogan skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum en hann misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir mark Leeds þar sem hann hefði getað náð þrennunni. Flestir hefðu búist við að markahrókurinn Erling Haaland tæki spyrnuna og það gerði Pep Guardiola þjálfari líka. Norðmaðurinn ákvað hins vegar að leyfa Gundogan að fá tækifæri til að ná þrennunni en Þjóðverjinn nýtti það tækifæri ekki nógu vel. Gjafmildi Haalan vakti ekki mikla lukku hjá Pep Guardiola þjálfara City og lét hann þá skoðun sína skýrt í ljós að leik loknum. Guardiola var ekki sáttur með þá félaga Erling Haaland og Ilkay Gundogan.Vísir/Getty „Leikurinn er ekki búinn. Þetta sýnir hversu almennilegur og örlátur Erling er. Ef staðan er 4-0 og það eru tíu mínútur eftir, þá er þetta í lagi,“ sagði Guardiola í viðtali að leik loknum í gær. „Erling er besta vítaskyttan akkúrat núna þannig að hann á að taka spyrnuna. Ég vill að leikmaðurinn sem er vítaskyttan taki spyrnuna, hann er með betri rútínu og þekkingu. Hann hefur líklega tekið tíu eða ellefu spyrnur og er með tilfinninguna. Gundogan er ekki með þá tilfinningu akkúrat núna.“ Gundogan sagði að Pep Guardiola hefði strax gert þeim ljóst að þeir hefðu tekið ranga ákvörðun. „Fyrst sýndi hann Erling að hann væri frekar reiður og svo lét hann mig heyra það,“ sagði Gundogan eftir leik en Leeds minnkaði muninn strax í kjölfarið á því að hann misnotaði vítið. Guaridola róaðist þó fljótlega eftir leik enda væntanlega ánægður með stigin þrjú sem færir City liðinu enn nær enn einum meistaratitlinum undir hans stjórn. „Ég dáist að því að Gundogan vilji taka ábyrgðina á að skora úr vítinu, það er góður eiginleiki hjá leikmanni. En vítaskyttan er vítaskytta og Erling átti að taka hana því hann er okkar sérfræðingur.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn