Körfubolti

Lakers komið yfir á ný í einvíginu gegn Warriors

Aron Guðmundsson skrifar
Lebron í baráttunni í leik næturinnar
Lebron í baráttunni í leik næturinnar Vísir/Getty

Tveir leikir fóru fram í úr­slita­keppni NBA deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers komst aftur á sigur­braut í ein­vígi sínu gegn Golden Sta­te Warri­ors og slíkt hið sama gerði Miami Heat í ein­vígi sínu gegn New York Knicks.

Los Angeles Lakers tók aftur for­ystuna í ein­vígi sínu við ríkjandi NBA meistara Golden Sta­te Warri­ors með þrjá­tíu stiga sigri í nótt, 127-97. Leikið var í Los Angeles.

Ant­hony Davis og Lebron James voru at­kvæða­mestir í liði Los Angeles Lakers því þó James hafi ekki tekið skot í fyrsta leik­hluta, í fyrsta sinn á hans ferli í úr­slita­keppni NBA, þá endaði hann með 21 stig, átta stoð­sendingar og átta frá­köst.

Sterkur varnar­leikur lagði grunninn að sigri Lakers sem er komið með 2-1 for­ystu í ein­víginu, fjórði leikur liðanna fer einnig fram í Los Angeles.

Þá vann Miami Heat þriðja leikinn í ein­víginu við New York Knicks. Fyrir leik næturinn stóð ein­vígið jafnt, hvort lið um sig með einn sigur.

Jimmy Butler fór mikinn í liði Miami Heat í leik næturinn. Hann setti niður 28 stig og þá var Max Strus einnig drjúgur í stiga­skorun.

Svo fór að Miami vann ní­tján stiga sigur, 105-86 og er því komið með 2-1 for­ystu í ein­vígi sínu við New York Knicks.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×