Þriggja daga heimsókn Guðna til Fjarðabyggðar hefst á morgun Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 17:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti heldur austur á land á morgun. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fer í opinbera heimsókn í Fjarðabyggð á morgun og mun heimsóknin standa í þrjá daga. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að Guðni muni á þessum dögum ferðast vítt og breitt um sveitarfélagið, heimsækja helstu stofnanir þess, kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri. Hann muni meðal annars heimsækja efri byggðir Neskaupstaðar og kynna sér áhrif snjóflóðanna sem féllu þar í mars. Þá verði haldin hátíðarsamkoma á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. „Heimsóknin hefst á mánudagsmorgni með fundi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Þaðan liggur leiðin til Neskaupstaðar þar sem forseti mun skoða áhrifasvæði snjóflóðanna. Í Neskaupstað heimsækir hann einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, Síldarvinnsluna og samvinnuhúsið Múlann, áður en siglt verður til Mjóafjarðar. Samgöngur við Mjóafjörð geta verið erfiðar yfir vetrarmánuðina og er því sjóleiðin farin. Þar búa að jafnaði um tíu manns í einni afskekktustu byggð landsins og verður efnt til kaffisamsætis með íbúum. Á þriðjudag liggur leið forseta til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Þar mun hann ræða við nemendur grunnskólans, sem er samrekinn og sækja börnin kennslu til skiptis milli byggðarlaganna tveggja. Forseti heimsækir einnig Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði en þar hafa listamenn frá ýmsum löndum aðstöðu til sköpunar í gamla hraðfrystihúsinu sem verið er að gera upp. Forseti snæðir svo hádegisverð með eldri borgurum á Stöðvarfirði en heldur að því loknu til Fáskrúðsfjarðar. Þar heimsækir hann hjúkrunarheimilið Uppsali, Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnsluna. Klukkan 17:00 síðdegis á þriðjudag efnir bæjarstjórn til hátíðarsamkomu í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 10. maí heldur forseti til Reyðarfjarðar þar sem hann heimsækir leik- og grunnskóla bæjarins. Þá snæðir forseti hádegisverð með starfsfólki í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls sem er fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins. Eftir hádegi heimsækir forseti Hjúkrunarheimilið á Eskifirði, netagerðina Egersund og fær kynningu á starfsemi Laxa fiskeldis. Opinberri heimsókn í Fjarðabyggð lýkur síðdegis á miðvikudag með skoðunarferð um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, þar sem forseti lítur inn á íþróttaæfingum hjá Ungmennafélaginu Val. Að síðustu heimsækir forseti sauðfjárbúið Sléttu í Reyðarfirði, þar sem sauðburður stendur yfir, áður en haldið verður heim til Bessastaða,“ segir í tilkynningunni. Fjarðabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að Guðni muni á þessum dögum ferðast vítt og breitt um sveitarfélagið, heimsækja helstu stofnanir þess, kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri. Hann muni meðal annars heimsækja efri byggðir Neskaupstaðar og kynna sér áhrif snjóflóðanna sem féllu þar í mars. Þá verði haldin hátíðarsamkoma á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. „Heimsóknin hefst á mánudagsmorgni með fundi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Þaðan liggur leiðin til Neskaupstaðar þar sem forseti mun skoða áhrifasvæði snjóflóðanna. Í Neskaupstað heimsækir hann einnig Umdæmissjúkrahús Austurlands, Síldarvinnsluna og samvinnuhúsið Múlann, áður en siglt verður til Mjóafjarðar. Samgöngur við Mjóafjörð geta verið erfiðar yfir vetrarmánuðina og er því sjóleiðin farin. Þar búa að jafnaði um tíu manns í einni afskekktustu byggð landsins og verður efnt til kaffisamsætis með íbúum. Á þriðjudag liggur leið forseta til Breiðdalsvíkur og á Stöðvarfjörð. Þar mun hann ræða við nemendur grunnskólans, sem er samrekinn og sækja börnin kennslu til skiptis milli byggðarlaganna tveggja. Forseti heimsækir einnig Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði en þar hafa listamenn frá ýmsum löndum aðstöðu til sköpunar í gamla hraðfrystihúsinu sem verið er að gera upp. Forseti snæðir svo hádegisverð með eldri borgurum á Stöðvarfirði en heldur að því loknu til Fáskrúðsfjarðar. Þar heimsækir hann hjúkrunarheimilið Uppsali, Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar og Loðnuvinnsluna. Klukkan 17:00 síðdegis á þriðjudag efnir bæjarstjórn til hátíðarsamkomu í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 10. maí heldur forseti til Reyðarfjarðar þar sem hann heimsækir leik- og grunnskóla bæjarins. Þá snæðir forseti hádegisverð með starfsfólki í mötuneyti Alcoa Fjarðaáls sem er fjölmennasti vinnustaður sveitarfélagsins. Eftir hádegi heimsækir forseti Hjúkrunarheimilið á Eskifirði, netagerðina Egersund og fær kynningu á starfsemi Laxa fiskeldis. Opinberri heimsókn í Fjarðabyggð lýkur síðdegis á miðvikudag með skoðunarferð um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði, þar sem forseti lítur inn á íþróttaæfingum hjá Ungmennafélaginu Val. Að síðustu heimsækir forseti sauðfjárbúið Sléttu í Reyðarfirði, þar sem sauðburður stendur yfir, áður en haldið verður heim til Bessastaða,“ segir í tilkynningunni.
Fjarðabyggð Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira