Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2023 08:41 Þessir hressu strákar, Axel Arnar Thorarensen og Guðni Freyr Geirdal, voru að veiða við bryggjuna í Keflavík og veiddu þennan flotta steinbít Einn af vorboðunum ljúfu er að sjá krakkana við bryggjurnar og reyna fyrir sér við veiðar sem oftar en ekki verða að aðaláhugamálinu. Það er eitthvað svo algjörlega Íslenskt að sjá krakka við bryggjurnar að dorga og núna þegar það hlýnar í veðri sjást sífellt fleiri ungir veiðimenn og veiðikonur, sum hver að taka sín fyrstu skref, við bryggjur landsins. Kosturinn við bryggjudorgið er að það fá allir eitthvað í langflestum tilfellum og það er einmitt það sem gerir þetta skemmtilegt. Ekki nóg með það að veiðin geti verið góð heldur er tegundafjöldinn oft ansi mikill. Meðal tegunda sem krakkarnir eru að veiða er auðvitað Þorskur og Ufsi líklega algengast en Lýsa, Koli, Rauðspretta, Steinbítur, Makríll og auðvitað Marhnútur meðal þess sem kemur á færið. Búnaðurinn er einfaldur en eitt af því sem er orðið mjög algengt og ætti eiginlega að vera skylda er að sjá krakkana í björgunarvestum. Ekki eru allar bryggjur opnar fyrir dorgi en víðast hvar við hafnarsvæðin eru staðir þar sem dorg er leyfilegt. Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Veiði Drápa græn verður Hrygnan 2012 Veiði Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði
Það er eitthvað svo algjörlega Íslenskt að sjá krakka við bryggjurnar að dorga og núna þegar það hlýnar í veðri sjást sífellt fleiri ungir veiðimenn og veiðikonur, sum hver að taka sín fyrstu skref, við bryggjur landsins. Kosturinn við bryggjudorgið er að það fá allir eitthvað í langflestum tilfellum og það er einmitt það sem gerir þetta skemmtilegt. Ekki nóg með það að veiðin geti verið góð heldur er tegundafjöldinn oft ansi mikill. Meðal tegunda sem krakkarnir eru að veiða er auðvitað Þorskur og Ufsi líklega algengast en Lýsa, Koli, Rauðspretta, Steinbítur, Makríll og auðvitað Marhnútur meðal þess sem kemur á færið. Búnaðurinn er einfaldur en eitt af því sem er orðið mjög algengt og ætti eiginlega að vera skylda er að sjá krakkana í björgunarvestum. Ekki eru allar bryggjur opnar fyrir dorgi en víðast hvar við hafnarsvæðin eru staðir þar sem dorg er leyfilegt.
Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Veiði Drápa græn verður Hrygnan 2012 Veiði Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði