„Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 07:01 Nikola Jokic var frábær með Denver Nuggets í mikilvægum sigri í úrslitakeppninni í nótt. Getty/Matthew Stockman Nikola Jokic sættist við eiganda Phoenix Suns fyrir leik og fór síðan fyrir sínum mönnum í sigri Denver Nuggets sem komst í 3-2 í úrslitakeppni NBA í nótt alveg eins og Philadelphia 76ers gerði með sigri í Boston. Jokic hafði fengið tæknivillu í leiknum á undan fyrir að ýta eiganda Phoenix Suns sem vakti mikla fjölmiðlaathygli en fyrir leikinn í nótt þá fór fram lauflétt athöfn þar sem að eigandinn, Mat Ishbia, fékk boltann frá Jokic. Nikola Jokic puts up a triple-double as the @nuggets win Game 5 to secure a 3-2 lead!29 PTS13 REB12 ASTDEN/PHX Game 6: Thurs. | 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/hr9d2nEoUx— NBA (@NBA) May 10, 2023 „Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína,“ sagði Nikola Jokic léttur eftir leik en hann slapp við bann en fékk 25 þúsund dala sekt sem er um 3,5 milljónir króna. Eftir sættirnar tók Jokic sig til við að herja á liðsmenn Suns en serbneski miðherjinn endaði með þrennu í 118-102 sigri. Jokic endaði með 29 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar en þetta var tíunda þrenna hans í úrslitakeppni og þar með sló hann miðherjamet sitt og Wilt Chamberlain. Phoenix Suns hafði jafnað einvígi með tveimur sigrum í röð í Phoenix en nú voru liðin aftur komin til Denver. Michael Porter Jr. (19 PTS, 8 REBS, 5 3PM) and Jamal Murray (19 PTS, 6 AST) with big nights in the @nuggets Game 5 win! DEN/PHX Game 6 Thursday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/MXVsT4lzxS— NBA (@NBA) May 10, 2023 Michael Porter Jr. skoraði fimm þrista í leiknum og endaði með 19 stig. Bruce Brown kom með 25 stig frá bekknum. Denver tókst líka að hægja á Devin Booker sem skoraði vissulega 28 stig en klikkaði á 11 af 19 skotum sínum. Kevin Durant var með 26 stig. Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð á móti Boston Celtics og nú í Boston. 76ers er því komið 3-2 yfir í einvíginu og næsti leikur er í Philadelphia. Joel Embiid skoraði 33 stig í leiknum og sigur 76ers var öruggur. Philadelphia hefur ekki komist í úrslit Austurdeildarinnar frá árinu 2001 en er nú bara einum sigri frá því. Tyrese Maxey skoraði 30 stig og var með sex þrista en James Harden endaði með 17 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 36 stig en hitti aðeins úr 11 af 27 skotum. Tyrese Maxey comes up big in the @sixers Game 5 win!30 PTS | 7 REB | 6 3PM Game 5: Thursday, 7:30 PM ET on ESPN pic.twitter.com/TuBJCVwsis— NBA (@NBA) May 10, 2023 NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Jokic hafði fengið tæknivillu í leiknum á undan fyrir að ýta eiganda Phoenix Suns sem vakti mikla fjölmiðlaathygli en fyrir leikinn í nótt þá fór fram lauflétt athöfn þar sem að eigandinn, Mat Ishbia, fékk boltann frá Jokic. Nikola Jokic puts up a triple-double as the @nuggets win Game 5 to secure a 3-2 lead!29 PTS13 REB12 ASTDEN/PHX Game 6: Thurs. | 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/hr9d2nEoUx— NBA (@NBA) May 10, 2023 „Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína,“ sagði Nikola Jokic léttur eftir leik en hann slapp við bann en fékk 25 þúsund dala sekt sem er um 3,5 milljónir króna. Eftir sættirnar tók Jokic sig til við að herja á liðsmenn Suns en serbneski miðherjinn endaði með þrennu í 118-102 sigri. Jokic endaði með 29 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar en þetta var tíunda þrenna hans í úrslitakeppni og þar með sló hann miðherjamet sitt og Wilt Chamberlain. Phoenix Suns hafði jafnað einvígi með tveimur sigrum í röð í Phoenix en nú voru liðin aftur komin til Denver. Michael Porter Jr. (19 PTS, 8 REBS, 5 3PM) and Jamal Murray (19 PTS, 6 AST) with big nights in the @nuggets Game 5 win! DEN/PHX Game 6 Thursday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/MXVsT4lzxS— NBA (@NBA) May 10, 2023 Michael Porter Jr. skoraði fimm þrista í leiknum og endaði með 19 stig. Bruce Brown kom með 25 stig frá bekknum. Denver tókst líka að hægja á Devin Booker sem skoraði vissulega 28 stig en klikkaði á 11 af 19 skotum sínum. Kevin Durant var með 26 stig. Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð á móti Boston Celtics og nú í Boston. 76ers er því komið 3-2 yfir í einvíginu og næsti leikur er í Philadelphia. Joel Embiid skoraði 33 stig í leiknum og sigur 76ers var öruggur. Philadelphia hefur ekki komist í úrslit Austurdeildarinnar frá árinu 2001 en er nú bara einum sigri frá því. Tyrese Maxey skoraði 30 stig og var með sex þrista en James Harden endaði með 17 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 36 stig en hitti aðeins úr 11 af 27 skotum. Tyrese Maxey comes up big in the @sixers Game 5 win!30 PTS | 7 REB | 6 3PM Game 5: Thursday, 7:30 PM ET on ESPN pic.twitter.com/TuBJCVwsis— NBA (@NBA) May 10, 2023
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira